Heimsmynd - 01.03.1986, Síða 12
I
Ráðamenn í Bretlandi, Frakklandi, Vestur-Þýskalandi og Hollandi hafa margir
miklar áhyggjur af erlendum kynþáttum í löndum sínum og ýmsar pólitískar
hreyfingar hafa sprottið upp á undanförnum árum, sem hafa heimsendingu erlends
verkafólks á stefnuskrá sinni. Vaxandi kynþáttahatur hefur einnig eflt samúð
ýmissa og hér mótmælir fólk í París kynþáttahatri.
Frakklands, svo dæmi séu tekin, aðflutt
fólk úr þriðja heiminum, og í Bretlandi
og Hollandi er hlutfallið litlu lægra.
Þessu fólki var mörgu hverju beinlínis
boðið til viðkomandi landa á velferðar-
tímum sjöunda áratugarins. Það var upp-
gangur og vinnuaflsskortur, og þannig
komu hundruð þúsunda Tyrkja til þýska
Sambandslýðveldisins í boði Bonn-
stjórnarinnar.
Nú er öldin önnur, og fátt meira rætt
meðal ráðamanna þessara ríkja en hvern-
ig megi fækka þessu fólki, og koma því
heim. Heimkoman er ekki sérlega
freistandi í augum þess: Þar bíður sárasta
fátækt, enn meira atvinnuleysi og oftar
en ekki pólitísk ógnarstjórn. Auk þess
sem nú er upp vaxin heil kynslóð erlends
verkafólks í vestur-evrópskum ríkjum,
sem tæpast þekkir föðurland sitt, og talar
jafnvel ekki mál þess. Þau eru fangar
fáránlegrar þverstæðu - foreldrunum var
boðið til nýja landsins, en börnin eru
ekki velkomin þar lengur.
TÍMABUNDIN GESTRISNI
Á níunda áratugnum eflast þeir póli-
tísku flokkar í Vestur-Evrópu, sem hafa
heimsendingu erlends verkafólk á stefnu-
skrá sinni. Þar fara fremstir flokkar yst til
hægri og ný-fasískir flokkar, eins og Nati-
onal Front í Bretlandi og flokkur Le Pens
í Frakklandi, sem hlaut næstum tíu pró-
sent atkvæða í sveitastjórnarkosningum
þar fyrir ári síðan. Þessi öfl halda uppi
linnulausum hatursáróðri gegn þeim,
sem áður voru kallaðir gestaverkamenn,
og þá væntanlega vegna þess að heima-
menn ætluðu að sýna af sér gestrisni. En
nú skal gestunum fleygt á dyr, og þessi
áróður hefur meðal annars haft þau áhrif
í Frakklandi, að samkvæmt skoðana-
könnunum telja tveir af hverjum þremur
Frökkum franskt þjóðerni í hættu af
völdum annarra kynþátta.
Kannski er þó einna alvarlegast að
þessi viðhorf skuli ekki lengur vera ein-
skorðuð við slíka öfgaflokka. „Það má
styðja þá staðhæfingu mörgum rökum,
að minnihlutakynþættir hafi notið meiri
velvilja meðal almennmgs á síðasta ára-
tug en nú er“, segir talsmaður Runny-
mede Trust, breskra samtaka sem berjast
fyrir bættum samskiptum kynþátta, í ný-
legu viðtali við Newsweek. Innan fhalds-
flokksins breska hafa heyrst raddir um að
senda beri alla þeldökka innflytjendur til
föðurhúsanna, og Chirac, leiðtogi Gaull-
4
«
I
«4
.
12 HEIMSMYND