Heimsmynd - 01.03.1986, Page 17
Giinter Wallraff í sínu rétta gervi.
Ali í hópi vinnufélaga.
Þeir njóta því engra réttinda, fá enga
veikinda- eða frídaga. Sem aftur hefur
það í för með sér að menn vinna, hvernig
sem þeir eru á sig komnir, og segir Wall-
raff ýmsar sögur af vinnufélögum sínum,
vinnandi fársjúkum. Síst þýðir múður því
þá er viðkomandi bara sagt upp formála-
laust, og ekkert bíður hans nema brott-
vísun til Tyrklands. En margir þessara
manna hafa verið í Þýskalandi áratugum
saman, sumir koma þangað sem börn
eða eru jafnvel fæddir þar, og því tæpast
talandi á tyrknesku, og hafa engin sér-
stök tengsl við heimaland sitt. Til vitnis
um þetta er sú staðreynd, að vankunn-
átta Wallraffs í tyrknesku - hann talar
ekki orð í málinu - vakti aldrei neinar
grunsemdir um tyrkneskt gerfi hans.
EINS OG HJÁ DICKENS
Arðránið við þessar aðstæður er svo
gegndarlaust, að ekki minnir á annað en
þrælahald eða verstu sögurnar af kapítal-
isma 19. aldar. Þannig greiðir Thyssen
miðlaranum 35 til 80 þýsk mörk á tímann
fyrir manninn, eftir því hvers eðlis vinn-
an er, en þeir sjálfir fá svo ekki nema 5 til
10 mörk á tímann, og gera ekki meira en
að draga fram lífið. Bústaðir þessara
manna, eins og Wallraff kynntist þeim,
eru í niðurníddustu hverfum Ruhr-hér-
aðsins, og verksmiðju- og kolarykið fyllir
vit þeirra hvort sem þeir eru heima hjá
sér eða í vinnunni. En eins og einn þeirra
segir við Wallraff, þegar hann minnist á
hörmulegan aðbúnaðinn í vinnunni og
vanrækslu á öllum öryggisráðstöfunum:
„Það er sama þótt við hrynjum niður,
það eru alltaf nógir aðrir til að taka við.“
Vinnuálagið virðist takmarkalaust, og oft
unnið á tvöföldum vöktum ef ekki
lengur. Þeir sem neita eru einfaldlega
reknir.
Möguleikar samstöðu og andófs eru
litlir. Tyrkirnir búa við fyrirlitningu
þýskra vinnufélaga sinna. Réttindalausir
njóta þeir ekki heldur verndar verkalýðs-
félaganna. En öflugustu fyrirtæki Vestur-
Þýskalands eru hvergi bangin við að nota
sér aðstöðu þeirra. Wallraff/Ali kynntist
afstöðu miðlarans Adlers mæta vel, því
með hæfilegri ósvífni tókst honum að
verða einkabílstjóri Adlers sjálfs. Síðan
setti hann á svið smá leikþátt til að kanna
hversu langt Adler væri reiðubúinn að
ganga. Kunningi hans og vitorðsmaður
hafði samband við Adler og þóttist vera
öryggisfulltrúi kjarnorkuvers í grennd-
HEIMSMYND 17