Heimsmynd - 01.03.1986, Síða 17

Heimsmynd - 01.03.1986, Síða 17
Giinter Wallraff í sínu rétta gervi. Ali í hópi vinnufélaga. Þeir njóta því engra réttinda, fá enga veikinda- eða frídaga. Sem aftur hefur það í för með sér að menn vinna, hvernig sem þeir eru á sig komnir, og segir Wall- raff ýmsar sögur af vinnufélögum sínum, vinnandi fársjúkum. Síst þýðir múður því þá er viðkomandi bara sagt upp formála- laust, og ekkert bíður hans nema brott- vísun til Tyrklands. En margir þessara manna hafa verið í Þýskalandi áratugum saman, sumir koma þangað sem börn eða eru jafnvel fæddir þar, og því tæpast talandi á tyrknesku, og hafa engin sér- stök tengsl við heimaland sitt. Til vitnis um þetta er sú staðreynd, að vankunn- átta Wallraffs í tyrknesku - hann talar ekki orð í málinu - vakti aldrei neinar grunsemdir um tyrkneskt gerfi hans. EINS OG HJÁ DICKENS Arðránið við þessar aðstæður er svo gegndarlaust, að ekki minnir á annað en þrælahald eða verstu sögurnar af kapítal- isma 19. aldar. Þannig greiðir Thyssen miðlaranum 35 til 80 þýsk mörk á tímann fyrir manninn, eftir því hvers eðlis vinn- an er, en þeir sjálfir fá svo ekki nema 5 til 10 mörk á tímann, og gera ekki meira en að draga fram lífið. Bústaðir þessara manna, eins og Wallraff kynntist þeim, eru í niðurníddustu hverfum Ruhr-hér- aðsins, og verksmiðju- og kolarykið fyllir vit þeirra hvort sem þeir eru heima hjá sér eða í vinnunni. En eins og einn þeirra segir við Wallraff, þegar hann minnist á hörmulegan aðbúnaðinn í vinnunni og vanrækslu á öllum öryggisráðstöfunum: „Það er sama þótt við hrynjum niður, það eru alltaf nógir aðrir til að taka við.“ Vinnuálagið virðist takmarkalaust, og oft unnið á tvöföldum vöktum ef ekki lengur. Þeir sem neita eru einfaldlega reknir. Möguleikar samstöðu og andófs eru litlir. Tyrkirnir búa við fyrirlitningu þýskra vinnufélaga sinna. Réttindalausir njóta þeir ekki heldur verndar verkalýðs- félaganna. En öflugustu fyrirtæki Vestur- Þýskalands eru hvergi bangin við að nota sér aðstöðu þeirra. Wallraff/Ali kynntist afstöðu miðlarans Adlers mæta vel, því með hæfilegri ósvífni tókst honum að verða einkabílstjóri Adlers sjálfs. Síðan setti hann á svið smá leikþátt til að kanna hversu langt Adler væri reiðubúinn að ganga. Kunningi hans og vitorðsmaður hafði samband við Adler og þóttist vera öryggisfulltrúi kjarnorkuvers í grennd- HEIMSMYND 17
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.