Heimsmynd - 01.03.1986, Page 30
„En núna gætu ríkisstjórn-
arf lokkarnir hagnast á því
sem einn viðmælenda blaðs-
ins kallaði slappa stjórnar-
andstöðu. Stjórnarandstað-
an hefur verið hljóð síðustu
ár og ekki komið sannfær-
andi fyrir í fjölmiðlum og
ekki virst geta bent á nýjar
leiðir.“
talningarkerfinu sem hér er notað, sýnir
að venjulega hagnast stærsti flokkurinn á
því að dreifing atkvæða eykst.
Og víða gætu tvö ný framboð bæst við:
Kvennalistinn hyggst bjóða fram í fyrsta
sinn og er nú að athuga sín mál í
nokkrum bæjum og þá ætlar Flokkur
mannsins að bjóða fram víða. En þetta
eru ekki allar breytingarnar; víða eru svo
miklar mannabreytingar að listar eiga lít-
ið sameiginlegt með listum við síðustu
kosningar nema nafnið eitt.
Áhrif mannabreytinga eru óljós.
Stjórnmálafræðingar sem HEIMS-
MYND ræddi við töldu að í minni kaup-
stöðum væru kosningar persónubundnari
en í stærri sveitarfélögum; að fólk kysi
aðra flokka í sveitarstjórnarkosningum
en í alþingiskosningum og væri þá í raun
að kjósa ákveðna menn til stjórnar í
sveitarfélaginu. Enda eru flokkamörkin
oft óljós í minni bæjarfélögum þar sem
fjölskyldubönd og hagsmunatengsl ráða
oft meiru en flokkstryggð.
Þá töldu viðmælendur okkar að lands-
málin og staða ríkisstjórnarinnar hefðu
tvímælalaust áhrif a úrslit kosninganna:
Það er ekki ósennilegt að ríkisstjórnar-
flokkunum verði refsað í sveitarstjórnar-
kosningunum, segir Kristín Ólafsdóttir,
sem skipar annað sæti á lista Alþýðu-
bandalagsins hér í Reykjavík. Og fram-
bjóðandi í Kópavogi sagði það næsta víst
að ríkisstjórnin legði mikla áherslu á að
halda verðbólgu niðri fram yfir kosn-
ingar.
En landsmálin hafa ekki sömu áhrif
alls staðar. f minni sveitarfélögum er lík-
legt að persónur frambjóðenda skipti
meira máli, og í Reykjavík virðist Davíð
Oddsson yfirgnæfa landsmálin og hafa
skapað sér persónufylgi langt út fyrir
raðir Sjálfstæðismanna, enda taldi einn
viðmælenda okkar að úrslit í Reykjavík
réðust ekki af gangi landsmála; að vísu
kenna Sjálfstæðismenn gjarnan ríkis-
Össur Skarphéðins-
son, ritstjóri Þjóð-
viljans, náði fjórða
saeti á lista Alþýðu-
bandalagsins í for-
vali sem einkennd-
ist af mikilli bar-
áttu. Hann stefndi
hærra, og bauð sig
fram í annað til
fjórða sæti.
stjórn Geirs Hallgrímssonar 1978 um að
hafa valdið sigri vinstri flokkanna í
borgarstjórnarkosningum þá, en þá voru
aðstæður aðrar en nú.
f>að ár fóru saman sveitarstjórnarkosn-
ingar og alþingiskosningar. Það var því
mikil umræða í þjóðfélaginu um
stjórnmál og mikill hugur í vinstra fólki
sem fór í baráttuna með slagorðið
„Samningana í gildi“ að vopni og velti
bæði borgarstjórn og ríkisstjórn.
En núna gætu ríkisstjórnarflokkarnir
hagnast á því sem einn viðmælenda
blaðsins kallaði slappa stjórnarandstöðu.
Stjórnarandstaðan hefur verið hljóð síð-
ustu ár og ekki komið sannfærandi fyrir í
fjölmiðlum og ekki virst geta bent á nýjar
leiðir. Þetta vita vinstri flokkarnir og
hafa til dæmis borgarfulltrúar Alþýðu-
bandalagsins og Alþýðuflokksins verið
gagnrýndir fyrir að hafa ekki komið mál-
um sínum nægilega á framfæri við fjöl-
miðla.
Málefnalegur ágreiningur í sveitar-
stjórnarkosningum er oft lítill og virðist í
mörgum tilfellum vera til aðallega í
kringum kosningar. Til dæmis átti fjöldi
frambjóðenda sem HEIMSMYND talaði
við víða um land, erfitt með að tiltaka
hvaða baráttumál yrðu sérstaklega ofar-
lega á baugi í komandi kosningabaráttu.
Samt sem áður má búast við að ákveð-
in mál setji einhvern svip á áróðurinn í
vor. Til dæmis verður sameining Bæjar-
útgerðar Reykjavíkur og ísbjarnarins ör-
ugglega á dagskrá minnihlutaflokkanna
og sala á Ölfusárlandinu. í Kópavogi má
búast við að núverandi meirihluti verði
harðlega gagnrýndur fyrir litlar gatna-
framkvæmdir í gamla bænum og á ísa-
firði gagnrýna Sjálfstæðismenn miklar
skuldir bæjarfélagsins.
En erfitt er að meta vægi hvers ein-
staks þáttar, málefna, einstaklinga i
framboði og stöðu landsmála er. Líklega
ræðst það að hluta til af aðstæðum á
hverjum stað, en litlar rannsóknir hafa
verið gerðar á sveitarstjórnarkosningum
þannig að fylgni í úrslitum slíkra kosn-
inga við úrslit alþingiskosninga er ekki
þekkt heldur er hér aðeins um tilgátur
manna að ræða.
Reyndar sagði stjórnmálafræðingur
HEIMSMYND að flokkstryggðin réði
langmestu; fólk kysi sinn flokk í sveitar-
stjórnarkosningum sem öðrum. Og það
má telja fullvíst að allflestir móti sína
pólitísku skoðun með tilliti til stærri
málaflokka og velji þá stjórnmálaflokk
til að starfa í eða styðja með tilliti til
landsmála.
Eins og áður segir virðast þessar kosn-
ingar ætla að einkennast af miklum
mannabreytingum. Leiðandi menn í bæj-
arstjórnum á Akureyri, Kópavogi, Hafn-
arfirði, Keflavík og víðar hverfa af sjón-
arsviðinu og hér í Reykjavík var hart
barist um sæti á framboðslistum nær allra
flokka.
Prófkjör og forvöl opnuðu leiðir fyrir
hinn óbreytta flokksmann til áhrifa. Eða
þannig var málið hugsað. Nú gætir hins
vegar vaxandi óánægju með prófkjör því
í þeim kemur greinilega fram aðstöðu-
munur frambjóðenda og áhrif þess fjár-
magns sem þeir ráða yfir.
Sjálfstæðismaður sem HEIMSMYND
ræddi við sagði að listinn hjá flokknum
núna væri ólíkur því sem uppstillingar-
nefnd hefði hugsanlega stillt upp. Meðan
uppstillingarnefndin raðaði á listann var
þess gætt að fulltrúar allra, eða sem
flestra, hópa innan Sjálfstæðisflokksins
ættu þar fulltrúa-en núna ráða úrslit
prófkjörsins listanum.
Enda sagði Davíð Oddson, borgar-
stjóri, að hann gæti hugsað sér eitthvert
sambland af prófkjörum og uppstillingu,
til dæmis þannig að við þriðju hverjar
kosningar raði uppstillingarnefnd á list-
ann en þess á milli verði prófkjör.
Og hjá A-flokkunum í Reykjavík var
30 HEIMSMYND