Heimsmynd - 01.03.1986, Síða 30

Heimsmynd - 01.03.1986, Síða 30
„En núna gætu ríkisstjórn- arf lokkarnir hagnast á því sem einn viðmælenda blaðs- ins kallaði slappa stjórnar- andstöðu. Stjórnarandstað- an hefur verið hljóð síðustu ár og ekki komið sannfær- andi fyrir í fjölmiðlum og ekki virst geta bent á nýjar leiðir.“ talningarkerfinu sem hér er notað, sýnir að venjulega hagnast stærsti flokkurinn á því að dreifing atkvæða eykst. Og víða gætu tvö ný framboð bæst við: Kvennalistinn hyggst bjóða fram í fyrsta sinn og er nú að athuga sín mál í nokkrum bæjum og þá ætlar Flokkur mannsins að bjóða fram víða. En þetta eru ekki allar breytingarnar; víða eru svo miklar mannabreytingar að listar eiga lít- ið sameiginlegt með listum við síðustu kosningar nema nafnið eitt. Áhrif mannabreytinga eru óljós. Stjórnmálafræðingar sem HEIMS- MYND ræddi við töldu að í minni kaup- stöðum væru kosningar persónubundnari en í stærri sveitarfélögum; að fólk kysi aðra flokka í sveitarstjórnarkosningum en í alþingiskosningum og væri þá í raun að kjósa ákveðna menn til stjórnar í sveitarfélaginu. Enda eru flokkamörkin oft óljós í minni bæjarfélögum þar sem fjölskyldubönd og hagsmunatengsl ráða oft meiru en flokkstryggð. Þá töldu viðmælendur okkar að lands- málin og staða ríkisstjórnarinnar hefðu tvímælalaust áhrif a úrslit kosninganna: Það er ekki ósennilegt að ríkisstjórnar- flokkunum verði refsað í sveitarstjórnar- kosningunum, segir Kristín Ólafsdóttir, sem skipar annað sæti á lista Alþýðu- bandalagsins hér í Reykjavík. Og fram- bjóðandi í Kópavogi sagði það næsta víst að ríkisstjórnin legði mikla áherslu á að halda verðbólgu niðri fram yfir kosn- ingar. En landsmálin hafa ekki sömu áhrif alls staðar. f minni sveitarfélögum er lík- legt að persónur frambjóðenda skipti meira máli, og í Reykjavík virðist Davíð Oddsson yfirgnæfa landsmálin og hafa skapað sér persónufylgi langt út fyrir raðir Sjálfstæðismanna, enda taldi einn viðmælenda okkar að úrslit í Reykjavík réðust ekki af gangi landsmála; að vísu kenna Sjálfstæðismenn gjarnan ríkis- Össur Skarphéðins- son, ritstjóri Þjóð- viljans, náði fjórða saeti á lista Alþýðu- bandalagsins í for- vali sem einkennd- ist af mikilli bar- áttu. Hann stefndi hærra, og bauð sig fram í annað til fjórða sæti. stjórn Geirs Hallgrímssonar 1978 um að hafa valdið sigri vinstri flokkanna í borgarstjórnarkosningum þá, en þá voru aðstæður aðrar en nú. f>að ár fóru saman sveitarstjórnarkosn- ingar og alþingiskosningar. Það var því mikil umræða í þjóðfélaginu um stjórnmál og mikill hugur í vinstra fólki sem fór í baráttuna með slagorðið „Samningana í gildi“ að vopni og velti bæði borgarstjórn og ríkisstjórn. En núna gætu ríkisstjórnarflokkarnir hagnast á því sem einn viðmælenda blaðsins kallaði slappa stjórnarandstöðu. Stjórnarandstaðan hefur verið hljóð síð- ustu ár og ekki komið sannfærandi fyrir í fjölmiðlum og ekki virst geta bent á nýjar leiðir. Þetta vita vinstri flokkarnir og hafa til dæmis borgarfulltrúar Alþýðu- bandalagsins og Alþýðuflokksins verið gagnrýndir fyrir að hafa ekki komið mál- um sínum nægilega á framfæri við fjöl- miðla. Málefnalegur ágreiningur í sveitar- stjórnarkosningum er oft lítill og virðist í mörgum tilfellum vera til aðallega í kringum kosningar. Til dæmis átti fjöldi frambjóðenda sem HEIMSMYND talaði við víða um land, erfitt með að tiltaka hvaða baráttumál yrðu sérstaklega ofar- lega á baugi í komandi kosningabaráttu. Samt sem áður má búast við að ákveð- in mál setji einhvern svip á áróðurinn í vor. Til dæmis verður sameining Bæjar- útgerðar Reykjavíkur og ísbjarnarins ör- ugglega á dagskrá minnihlutaflokkanna og sala á Ölfusárlandinu. í Kópavogi má búast við að núverandi meirihluti verði harðlega gagnrýndur fyrir litlar gatna- framkvæmdir í gamla bænum og á ísa- firði gagnrýna Sjálfstæðismenn miklar skuldir bæjarfélagsins. En erfitt er að meta vægi hvers ein- staks þáttar, málefna, einstaklinga i framboði og stöðu landsmála er. Líklega ræðst það að hluta til af aðstæðum á hverjum stað, en litlar rannsóknir hafa verið gerðar á sveitarstjórnarkosningum þannig að fylgni í úrslitum slíkra kosn- inga við úrslit alþingiskosninga er ekki þekkt heldur er hér aðeins um tilgátur manna að ræða. Reyndar sagði stjórnmálafræðingur HEIMSMYND að flokkstryggðin réði langmestu; fólk kysi sinn flokk í sveitar- stjórnarkosningum sem öðrum. Og það má telja fullvíst að allflestir móti sína pólitísku skoðun með tilliti til stærri málaflokka og velji þá stjórnmálaflokk til að starfa í eða styðja með tilliti til landsmála. Eins og áður segir virðast þessar kosn- ingar ætla að einkennast af miklum mannabreytingum. Leiðandi menn í bæj- arstjórnum á Akureyri, Kópavogi, Hafn- arfirði, Keflavík og víðar hverfa af sjón- arsviðinu og hér í Reykjavík var hart barist um sæti á framboðslistum nær allra flokka. Prófkjör og forvöl opnuðu leiðir fyrir hinn óbreytta flokksmann til áhrifa. Eða þannig var málið hugsað. Nú gætir hins vegar vaxandi óánægju með prófkjör því í þeim kemur greinilega fram aðstöðu- munur frambjóðenda og áhrif þess fjár- magns sem þeir ráða yfir. Sjálfstæðismaður sem HEIMSMYND ræddi við sagði að listinn hjá flokknum núna væri ólíkur því sem uppstillingar- nefnd hefði hugsanlega stillt upp. Meðan uppstillingarnefndin raðaði á listann var þess gætt að fulltrúar allra, eða sem flestra, hópa innan Sjálfstæðisflokksins ættu þar fulltrúa-en núna ráða úrslit prófkjörsins listanum. Enda sagði Davíð Oddson, borgar- stjóri, að hann gæti hugsað sér eitthvert sambland af prófkjörum og uppstillingu, til dæmis þannig að við þriðju hverjar kosningar raði uppstillingarnefnd á list- ann en þess á milli verði prófkjör. Og hjá A-flokkunum í Reykjavík var 30 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.