Heimsmynd - 01.03.1986, Síða 34

Heimsmynd - 01.03.1986, Síða 34
„Prófkjör og forvöl opnuðu leiðir fyrir hinn obreytta flokksmann til áhrifa. Eða þannig var málið hugsað. Nú gætir hins vegar óánægju með prófkjör því í þeim kem- ur greinilega fram aðstöðu- munur frambjóðenda og áirif þess f jármagns sem þeir ráða yfir.“ Alþýðubandalagsins síðustu ár, en við tekur Magnús Jón Árnason. Rannveig sagði meginástæðu þess að hún ætlar að hætta þátttöku í bæjarmál- um þá að þegar hún hafi verið búin að vera í pólitík svo lengi sem raun ber vitni hafi komið að því að hún hafi þurft að gera upp við sig hvort hún hafi ætlað að halda áfram í pólitík, og þá með stóru Péi, eða halda áfram í framhaldsnámi. Rannveig sagðist bjartsýn á að Al- þýðubandalagið næði tveimur fulltrúum að þessu sinni, og sagði að listinn væri nokkuð sterkur. Nokkrar sviptingar hafa verið hjá Sjálfstæðismönnum í vetur. Einar Þ. Mathiesen, bróðir utanríkisráðherra, sagði sig úr byggingarnefnd vegna ágrein- ings við flokksfélaga sína og enn er óvíst hvort hann verður á framboðslista flokksins, en að þessu sinni verður ekki prófkjör í Hafnarfirði heldur uppstill- ingarnefnd. Einar sagði HEIMSMYND að hann gæfi kost á sér væri til hans leitað. Hvort aðrar breytingar verða á listan- um er alls óvíst en samkvæmt heimildum HEIMSMYNDAR mun Árni Grétar Finnsson, sem ætlaði að draga sig í hlé, sennilega verða í kjöri og þá vegna þeirra deilna sem verið hafa innan bæjarstjórn- arflokks Sjálfstæðismanna. Þá leita Framsóknarmenn í Hafnar- firði nú frambjóðanda því Markús Á. Einarsson, veðurfræðingur, ætlar ekki að gefa kost á sér aftur. Ástæðuna segir hann vera þá að hann hafi aldrei ætlað að gera þetta að varanlegu starfi en hann hefur nú setið í bæjarstjórn í 12 ár. Það eru sem sagt miklir óvissuþættir í Hafnarfirði. Hvort Kvennalistinn býður fram eða ekki, og hvort Flokkur manns- ins býður fram og þá hvort þessi framboð hljóta fylgi. En stærsta spurningin verður hvort Óháðir borgarar bjóði fram eða ekki, því ef þeir verða ekki með, þá þurfa um tólf hundruð manns, sem Vilhjálmur Þ. Vilhálms- son er orSinn fastur í sessi í borgarstjórn og situr í valdamiklum nefndum eins og til dæmis skipu- lagsnefnd. Hann hefur sætt gagnrýni vegna mála þar sem hagsmuna- árekstrar hafa orðið, eins og til dæmis þegar Reykja- víkurborg ákvað að leggja niður pípusteypu sína og kaupa þess í stað holræsa- rör frá Steypustöðinni Os hf í Garðabæ, en þar er bróðir Vilhjálms, Einar framkvæmdastjóri. ' *A A greiddu listanum síðast atkvæði sín, að gera upp hug sinn að nýju. Og þá getur einnig dregið til tíðinda í Kópavogi. En einn viðmælenda okkar í Kópavogi sagðist óttast að framboð Kvennalistans þar í bæ myndi enn tvístra atkvæðum þeirra sem kenna sig við fél- agshyggju, þannig að Sjálfstæðisflokkur- inn gæti náð meirihluta í bæjarstjórn. í Kópavogi segja heimildarmenn okk- ar að komin sé óánægja í meirihlutasam- starfið, en þar eru vinstri flokkarnir í stjórn. Þessu neitar Heiðrún Sverrisdótt- ir, sem skipaði annað sæti á lista Alþýðu- bandalagsins við síðustu kosningar og ætlar að gefa kost á sér aftur. Endanlegir listar hafa ekki verið lagðir fram hjá öllum flokkum þannig að ekki er hægt að segja endanlega til um manna- breytingar í bæjarstjórn Kópavogs. Þó mun Ragnar Snorri Magnússon, Fram- sóknarflokki, ætla að hætta og í skoðana- könnun innan flokksins fyrir stuttu varð Guðrún Einarsdóttir hlutskörpust en þau Skúli Sigurgrímsson, sem nú situr í bæjarstjórn, og Elín Jóhannesdóttir í næstu sætum. í prófkjöri sem fór síðan fram varð Skúli Sigurgrímsson efstur og verður því í fyrsta dæti listans í vor en Guðrún önnur. Enn mun vera óvíst hvort Björn Ólafs- son, efsti maður Alþýðubandalags mun verða í framboði, og enn hefur listi Sjálf- stæðisflokksins ekki verið kynntur. Heiðrún sagði að hún áliti að núver- andi meirihluti bæjarstjórnar hefði unnið vel og bæði hefði tekist vel til með félags- lega þjónustu og einnig hefði verið lagt í fjárfrekar framkvæmdir eins og til dæmis lagningu holræsisins. Hún sagði næst á dagskrá áframhaldandi uppbyggingu miðbæjarins og átak í gatnaframkvæmd- um í gamla bænum. Hún sagði að óneitanlega hefðu lands- málin áhrif og fólk liti ekki svo mikið til stefnu flokkanna. En samstarf meiri- hlutaflokkanna hefði gengið vel og því væri ekki ástæða til að óttast að sá meiri- hluti félli. Hún sagði líka að ef landsmál- in hefðu einhver afgerandi áhrif á kosn- ingarnar þá yrðu það sennilega aðallega Framsóknarmenn sem töpuðu, miðað við nýlegar skoðanakannanir. En þó eining ríki meðal meirihluta- flokkanna í Kópavogi virðist ekki vera hægt að segja sömu sögu af Akureyri. Þar segja heimildarmenn okkar að mikil þreyta sé komin í samstarfið, og munar að sögn manna mikið um fráfall Sigurðar Óla Brynjólfssonar, fyrsta manns á lista Framsóknarflokksins, sem lést ári eftir að hann manna mest átti þátt í að mynda þann meirihluta sem verið hefur við völd síðan. Sá meirihluti er myndaður af Kvenna- framboði, Framsóknarflokki og Alþýðu- bandalagi. Nú er hins vegar næsta víst að Kvennaframboðið býður ekki fram undir því nafni aftur, heldur undir nafni Kvennalistans ef af verður og hverjar verða þá í framboði er óvíst. Til dæmis hefur Valgerður Bjarnadóttir, sem verið hefur forseti bæjarstjórnar, ekki gert upp hug sinn,en mun geraþað ánæstudögum. Valgerður sagði í samtali við HEIMS- MYND að þetta hefði verið skemmti- legur og lærdómsríkur tími og að hún myndi ekki hætta umhugsunarlaust en sagði að það væri mjög erfitt að vera bæði einstæð móðir og virk í stjórnmál- um og það hefði verið mikið álag á bæði barn sitt og aðra ættingja. Hún vildi ekki staðfesta að samstarfs- meirihlutinn væri orðinn þreyttur, en heimildir okkar segja að afgreiðsla mála á Akureyri hefði einkennst af málamiðl- unum og því tekið langan tíma og bæjar- búum oft virst sem hálfgert stefnuleysi hefði ríkt. Valgerður sagði að nokkur árangur hefði náðst í baráttumálum Kvennafram- boðsins en ekki nægur þannig að ástæða sé til að halda áfram. Hún tiltók sem sérmál kvenna á Akureyri dagvistunar- * i 34 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.