Heimsmynd - 01.03.1986, Qupperneq 37
„Reyndar hefur lengi verið
möguleiki á hreinum meiri-
hluta Sjálfstæðismanna í
bæjarstjórn og hafa þeir nú
fimm fulltrúa af ellefu en tal-
ið eraðlungað af fylgi
óháðra borgara, bjóði þeir
ekki fram, myndi færast yfir
á Sjalfstæöisflokkinn.
Bryndís Schram.
Hún lenti í öðru sæti fram-
boðslista Alþýðuflokksins
án þess að taka virkan
þátt í prófkjörsslagnum.
Ahrif sjónvarpsins?
mál og grunnskólamál, og sagði að til
dæmis ríkti ófremdarástand í skólamál-
um í Glerárhverfi.
Þá tiltók hún að heilsugæslustöð hefði
tekið til starfa og væri nú unnið að frek-
ari uppbyggingu hennar, en rekstur
heilsugæslustöðvarinnar væri mikilvægur
fyrir kvenfólk því þar færi meðal annars
fram krabbameinsleit, ungbarnaeftirlit
og mæðraeftirlit.
Hvað varðar dagvistarmál, sagði Val-
gerður að tekin hefði verið í notkun ein
> ný dagvistun, en meirihlutinn hefði tekið
þá stefnu að gera upp þrjár dagvistar-
stofnanir sem fyrir voru, en voru það illa
farnar að til stóð að hætta rekstri þeirra, í
stað þess að byggja nýjar.
Valgerður taldi víst að landsmálin
hefðu mikil áhrif á kosningar og sagði að
tækist ríkisstjórninni að halda niðri verð-
bólgu fram yfir kosningar hefði það áhrif
og vafalaust myndu ríkisstjórnarflokk-
arnir hagnast á því í sveitarstjórnarkosn-
ingunum.
Hins vegar benti hún á að þessi sama
ríkisstjórn hefði dregið allverulega úr
framlögum til framkvæmda sveitarfélaga
og lækkað tekjustofna þeirra.
Það var ekki endanlega búið að ganga
frá öllum listum á Akureyri en líklegast
er talið að Freyr Ófeigsson, lögfræð-
ingur, verði í efsta sæti á lista Alþýðu-
flokksins eins og síðast. Freyr sagði að
stefna þeirra Alþýðuflokksmanna væri
að halda áfram uppbyggingu í bænum;
framkvæmdastefna, og að auka félags-
lega þjónustu. Hann sagði að vonleysi
hefði einkennt þessa bæjarstjórn sem nú
er við völd, allt frá því að Sigurður Óli
lést, en hann hefði haldið utan um málin.
Bæjarstjórnin hefði verið reikul og látið
undan á flestum sviðum.
í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins voru
þeir Gunnar Ragnars, forstjóri Slipp-
stöðvarinnar, Sigurður J. Sigurðsson,
framkvæmdastjóri Skeljungs á Akureyri
sigurvegarar. Þá tók sonur Jóns G. Sól-
nes, Jón Kr. Sólnes, þátt í slagnum í
fyrsta sinn.
Sigurður Jóhannesson, fulltrúi Vals
Arnþórssonar kaupfélagsstjóra, kemur
til með að skipa efsta sæti framboðslista
Framsóknarflokksins, en hann er talinn
mun hægri sinnaðri en fyrirrennari hans,
Sigurður Óli. Til dæmis sagði einn bæjar-
stjórnarmanna að við afgreiðslu síðustu
fjárhagsáætlunar hefði varla gengið hníf-
urinn á milli Sigurðar og Sjálfstæðis-
mannanna-enda telja Akureyringar
næsta víst að næsti bæjarstjórnarmeiri-
hluti verði myndaður af Framsóknar-
flokki og Sjálfstæðisflokki.
í fyrsta sæti á lista Alþýðubandalags
verður Sigríður Stefánsdóttir kennari, en
hún var í öðru sæti síðast. Þá var Helgi
Guðmundsson trésmiður í fyrsta sæti, en
hann flutti til Reykjavíkur þar sem hann
meðal annars vinnur fyrir Menningar- og
fræðslusamband alþýðu.
Heimildarmaður HEIMSMYNDAR
innan Framsóknarflokksins segir að það
hafi verið mikill sjónarsviptir að Sigurði
Óla og ólíklegt sé að aðrir frambjóðend-
ur flokksins nái að halda þeim atkvæðum
sem persónufylgi Sigurðar hafi fært
flokknum. Hann hafi verið frjálslyndur
stjórnmálamaður, fastur á sínu en ævin-
lega tilbúinn að hlusta á rök annarra og
taka fullt tillit til þeirra.
Andstæðingur hans í bæjarstjórn sagði
að það hefði verið mikil ánægja að vinna
með Sigurði. Hann hefði verið alveg laus
við kreddur og haft opinn huga þrátt fyrir
að hann hefði kannski ekki verið auð-
sveigjanlegur. Hann hefði umfram annað
verið málefnalegur og heiðarlegur.
Það er því spurning hvað gerist í kosn-
ingunum í vor. Heldur Framsóknarflokk-
urinn sínu undir forystu Sigurðar Jóhann-
essonar, sem heimildir okkar segja
hvergi nærri eins vinsælan og fyrirrennari
hans var og að auki séu tengsl hans við
Kaupfélagið ekki til þess fallin að auka
fylgið?
Á sama hátt sakna Sjálfstæðismenn
Gísla Jónssonar en hann tekur ekki þátt í
þessum kosningum. Að vísu eru þeir
frambjóðendur sem að framan eru nefn-
dir vinsælir menn en það er sjónarsviptir
að Gísla, sagði Sjálfstæðismaður
HEIMSMYND.
En hafi heimildarmenn okkar rétt fyrir
sér verður það næstum því aðeins forms-
atriði að kjósa á Akureyri í vor, því næsti
meirihluti sé að verða tilbúinn. Fram-
sóknarmenn undir forystu Sigurðar Jó-
hannessonar vilja í samstarf við Sjálf-
stæðismenn, geta enda ekki hugsað til
þess að vera ekki í meirihluta í kaupfél-
agsbænum fyrir norðan, og Sjálfstæðis-
menn vilja gjarnan komast að við
stjórnvölinn.
En það eru mannabreytingar víðar en
á Akureyri. Á Akranesi hætta 3 af 4
fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og tveir af
þremur fulltrúum Framsóknarflokksins,
en þar hefur meirihlutinn samanstaðið af
fjórum fulltrúum Sjálfstæðismanna, ein-
um frá Alþýðuflokki og einum frá Al-
þýðubandalagi.
Þeir Sjálfstæðismenn sem hætta núna,
eru fyrsti maður listans síðast, Valdimar
Indriðason, þingmaður og formaður
bankaráðs Útvegsbankans, Hörður Páls-
son, bakarameistari og Ragnheiður Ól-
afsdóttir, húsmóðir, en eftir verður Guð-
jón Guðmundsson, skrifstofustjóri hjá
Þorgeir og Ellert hf. en hann ætlaði að
hætta núna, en lét til leiðast að sitja eitt
kjörtímabil enn. f öðru sæti verður Bene-
dikt Jónmundsson, útibússtjóri Skelj-
ungs, og í þriðja sæti Rúnar Pétursson,
forstjóri Akraprjóns.
Af Framsóknarmönnum hætta þau Jón
Sveinsson, lögmaður, en hann segir það
ekki ganga saman að sinna bæði lög-
mannsstörfum og bæjarstjórn, til þess sé
of lítill tími, og Steinunn Sigurðardóttir,
hjúkrunarforstjóri.
Að sögn heimildarmanns HEIMS-
MYNDAR á Akranesi hefur ekki gætt
HEIMSMYND 37