Heimsmynd - 01.03.1986, Side 44
STTORNMAL
eftir Herdísi Þorgeirsdóttur
Verður Hafskipsr
Fá mál hafa orðið til þess að varpa ljósi
á pólitísk tengsl í fjármálalífi í jafn ríkum
mæli og Hafskipsmálið svokallaða, eitt
stærsta gjaldþrotamál íslandssögunnar
og vandræði Útvegsbankans, sem af því
hlutust.
Gjaldþrot Hafskips, forráðamenn
fyrirtækisins, bankastjórn Útvegsbank-
ans, einn ráðherra Sjálfstæðisflokks og
fleiri þættir er tengdust þessu máli voru
eitt mesta hitamál í umræðum á alþingi,
fjölmiðlum og manna á meðal í lok síð-
asta árs. Helgarpósturinn, sá fjölmiðill er
gekk hvað lengst í að draga ýmsa þætti
málsins fram „í dagsljósið" jók upplag
sitt talsvert, ýmsir aðilar úr stjórnarand-
stöðunni með Ólaf Ragnar Grímsson
varaþingmann Alþýðubandalags í farar-
broddi fengu tækifæri til að tala sig hása á
Olafur Ragnar
Grímsson prófessor
í stjórnmála-
fræðum og vara-
þingmaður Alþýðu-
bandalags var einn
þeirra manna sem
töluðu hvað mest í
Hafskips-umræð-
unni á alþingi.
Hann er þeirrar
skoðunar að Haf-
skipsmálið endur-
spegli meðal annars
þá þróun sem átt
hefur sér stað í póli-
tfskum tengslum í
fjármálalíH. Hann
segir að þróunin
einkennist meðal
annars af átökum
milli gamals og nýs
valdakjarna ný-
ríkra athafna-
manna. Ljósm.:
Árni Bjarna.
þingi, þar sem fyrrum starfsmenn hins
gjaldþrota fyrirtækis fylltu þingpalla.
Skyldi þessi umræða leiða til þess að
nú yrði stokkað upp í kerfinu, pólitískri
spillingu í fjármálalífi yrði útrýmt, þar
sem leitt yrði f ljós að fyrir tilstuðlan
pólitískra tengsla hefðu ríkisbankar farið
yfir eðlileg mörk í útlánum til nær gjald-
þrota fyrirtækja - eða yrði Hafskipsmálið
ekki meiri lexía en svo að stjórnarand-
stöðu tækist að klekkja á Albert Guð-
mundssyni, einhverjir bankastjórar
fengju ákúrur og síðan væru menn farnir
að sinna öðrum málum, einhverjir for-
ráðamanna Hafskips jafnvel komnir í
prófkjör með vorinu og spillingin í
fjármálalífinu týnd og tröllum gefin,
stjórnarfrumvarp lagt fram um róttækar
breytingar á sjóðakerfi og ríkisbönkum
og beðið eftir öðrum hneykslum í gúrku-
tíð fjölmiðla? Eða hvað?
Hverju hefur Hafskips-umræðan
áorkað?
Dr. Ólafur Ragnar Grímsson vara-
þingmaður Alþýðubandalags og prófess-
or í stjórnmálafræðum við Háskóla ís-
lands var einn þeirra manna er töluðu
hvað mest í umræðunni um Hafskip á
alþingi í desember síðastliðnum. Hann
sagði meðal annars að á grundvelli þess
að fjármálakerfi íslendinga byggi nú við
mikla erfiðleika, erlendar skuldir hefðu
vaxið, staða bankanna væri þröng og
ýmis stórfyrirtæki hefðu farið á hausinn
undanfarið, væri nauðsynlegt að gera út-
tekt á skuldastöðu stórfyrirtækja við við-
skiptabankana.
í kjölfar þess fól Matthías Bjarnason
viðskiptaráðherra bankaeftirliti Seðla-
bankans að gera athugun á því hvernig
skuldastöðu stærstu viðskiptaaðila í ríkis-
bönkum væri háttað og fjárhagsstöðu
viðskiptabankanna. Niðurstaða þeirrar
athugunar leiddi meðal annars í ljós að
bankar hafi farið yfir eðlilegt mörk, í
ýmsum tilvikum, í lánum til fyrirtækja.
Fessi niðurstaða sem og málið í heild
hefur orðið vatn á myllu stjórnarand-
stæðinga og margir hafa þóst skynja tæki-
færi á því að rýna í flokkspólitísk tengsl í
íslensku fjármálalífi, þótt fæstir flokkar
geti státað af því að koma þar hvergi
nærri, ef nokkur! Ef einhverjir tveir
menn virðast fara í taugarnar á hvor öðr-
um á háttvirtu alþingi eru það Albert
Guðmundsson núverandi iðnaðarráð-
herra og Ólafur Ragnar Grímsson - ef
marka má umræður í þingsölum þegar
44 HEIMSMYND