Heimsmynd - 01.03.1986, Page 44

Heimsmynd - 01.03.1986, Page 44
STTORNMAL eftir Herdísi Þorgeirsdóttur Verður Hafskipsr Fá mál hafa orðið til þess að varpa ljósi á pólitísk tengsl í fjármálalífi í jafn ríkum mæli og Hafskipsmálið svokallaða, eitt stærsta gjaldþrotamál íslandssögunnar og vandræði Útvegsbankans, sem af því hlutust. Gjaldþrot Hafskips, forráðamenn fyrirtækisins, bankastjórn Útvegsbank- ans, einn ráðherra Sjálfstæðisflokks og fleiri þættir er tengdust þessu máli voru eitt mesta hitamál í umræðum á alþingi, fjölmiðlum og manna á meðal í lok síð- asta árs. Helgarpósturinn, sá fjölmiðill er gekk hvað lengst í að draga ýmsa þætti málsins fram „í dagsljósið" jók upplag sitt talsvert, ýmsir aðilar úr stjórnarand- stöðunni með Ólaf Ragnar Grímsson varaþingmann Alþýðubandalags í farar- broddi fengu tækifæri til að tala sig hása á Olafur Ragnar Grímsson prófessor í stjórnmála- fræðum og vara- þingmaður Alþýðu- bandalags var einn þeirra manna sem töluðu hvað mest í Hafskips-umræð- unni á alþingi. Hann er þeirrar skoðunar að Haf- skipsmálið endur- spegli meðal annars þá þróun sem átt hefur sér stað í póli- tfskum tengslum í fjármálalíH. Hann segir að þróunin einkennist meðal annars af átökum milli gamals og nýs valdakjarna ný- ríkra athafna- manna. Ljósm.: Árni Bjarna. þingi, þar sem fyrrum starfsmenn hins gjaldþrota fyrirtækis fylltu þingpalla. Skyldi þessi umræða leiða til þess að nú yrði stokkað upp í kerfinu, pólitískri spillingu í fjármálalífi yrði útrýmt, þar sem leitt yrði f ljós að fyrir tilstuðlan pólitískra tengsla hefðu ríkisbankar farið yfir eðlileg mörk í útlánum til nær gjald- þrota fyrirtækja - eða yrði Hafskipsmálið ekki meiri lexía en svo að stjórnarand- stöðu tækist að klekkja á Albert Guð- mundssyni, einhverjir bankastjórar fengju ákúrur og síðan væru menn farnir að sinna öðrum málum, einhverjir for- ráðamanna Hafskips jafnvel komnir í prófkjör með vorinu og spillingin í fjármálalífinu týnd og tröllum gefin, stjórnarfrumvarp lagt fram um róttækar breytingar á sjóðakerfi og ríkisbönkum og beðið eftir öðrum hneykslum í gúrku- tíð fjölmiðla? Eða hvað? Hverju hefur Hafskips-umræðan áorkað? Dr. Ólafur Ragnar Grímsson vara- þingmaður Alþýðubandalags og prófess- or í stjórnmálafræðum við Háskóla ís- lands var einn þeirra manna er töluðu hvað mest í umræðunni um Hafskip á alþingi í desember síðastliðnum. Hann sagði meðal annars að á grundvelli þess að fjármálakerfi íslendinga byggi nú við mikla erfiðleika, erlendar skuldir hefðu vaxið, staða bankanna væri þröng og ýmis stórfyrirtæki hefðu farið á hausinn undanfarið, væri nauðsynlegt að gera út- tekt á skuldastöðu stórfyrirtækja við við- skiptabankana. í kjölfar þess fól Matthías Bjarnason viðskiptaráðherra bankaeftirliti Seðla- bankans að gera athugun á því hvernig skuldastöðu stærstu viðskiptaaðila í ríkis- bönkum væri háttað og fjárhagsstöðu viðskiptabankanna. Niðurstaða þeirrar athugunar leiddi meðal annars í ljós að bankar hafi farið yfir eðlilegt mörk, í ýmsum tilvikum, í lánum til fyrirtækja. Fessi niðurstaða sem og málið í heild hefur orðið vatn á myllu stjórnarand- stæðinga og margir hafa þóst skynja tæki- færi á því að rýna í flokkspólitísk tengsl í íslensku fjármálalífi, þótt fæstir flokkar geti státað af því að koma þar hvergi nærri, ef nokkur! Ef einhverjir tveir menn virðast fara í taugarnar á hvor öðr- um á háttvirtu alþingi eru það Albert Guðmundsson núverandi iðnaðarráð- herra og Ólafur Ragnar Grímsson - ef marka má umræður í þingsölum þegar 44 HEIMSMYND
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.