Heimsmynd - 01.03.1986, Page 48
að með auknu frjálsræði í atvinnumálum
á dögum Viðreisnarstjórnar upp úr 1960,
hafi dregið úr völdum pólitískra
skömmtunarstjóra, tök flokkanna á út-
hlutun fjármagns hafi minnkað og í kjöl-
farið hafi siglt háværari gagnrýni innan
flokka og frjálslegri umræður.
í þessu sambandi benda margir hægri
menn á þróunina í vaxtamálum und-
anfarin ár, þar sem hækkun raunvaxta
hafi haft svipaðar afleiðingar eða með
öðrum orðum, um leið og vextir fari að
skammta peninga þá linist tök pólitíkusa
á útlánum.
Þessar skýringar á umbrotunum í fjár-
málaheiminum stangast nokkuð á. Ólaf-
ur Ragnar Grímsson prófessor virðist
greina þetta sem átök milli tveggja valda-
hópa, annars vegar hóps nýríkra athafna-
manna og hins vegar gamla valdakjarn-
ans í Sjálfstæðisflokknum. Nýríku at-
hafnamennirnir hafi beitt Albert Guðm-
undssyni og Friðrik Sóphussyni fyrir sig
en gamli valdakjarninn styðjist við hefð-
bundna forystumenn flokksins. Greining
Ólafs Björnssonar prófessors lýtur hins
vegar að breyttum aðstæðum á peninga-
markaði og auknu aðhaldi eftir því sem
úthlutun fjármagns verður ópólitískari.
Samkvæmt þessari skýringu er Hafskips-
og Útvegsbankamálið árekstur tveggja
sjónarmiða, arðsemiskröfunnar, sem
heimti gjaldþrot fyrirtækja ef rekstur
þeirra ber sig ekki og þeirra vildarkjara,
sem menn hafi notið vegna pólitískra
ítaka. Ólafur Björnsson bendir á það í
bók um sögu Útvegsbankans, sem kom
út fyrir nokkrum árum, að Útvegsbank-
anum hafi verið lögð sú skylda á herðar
að halda uppi óarðbærum fyrirtækjum og
hafi það staðið bankanum fyrir þrifum.
Vilhjálmur Egilsson hagfræðingur segir
að með þessu sé bönkunum breytt úr
fyrirtækjum í líknarfélög við einstaka at-
vinnurekendur.
Ólafur Ragnar Grímsson telur að Haf-
skipsmálið sýni meðal annars átök hinna
nýju og gömlu valdahópa í Sjálfstæðis-
flokknum. Hinir tveir forstjórar Haf-
skips, þeir Ragnar Kjartansson og Björg-
ólfur Guðmundsson, hafi haft ítök í
Sjálfstæðisflokknum og notið stuðnings
þeirra Alberts Guðmundssonar og Frið-
riks Sóphussonar. Björgólfur var for-
maður Varðar, félags sjálfstæðismanna í
Reykjavík. Ragnar Kjartansson var lengi
framkvæmdastjóri fulltrúaráðs sjálfstæð-
isfélaganna í Reykjavík og var fenginn til
þess að flytja eina aðalræðuna á lands-
fundi Sjálfstæðisflokksins 1983, sem sér-
stakur fulltrúi athafnasamra kaupsýslu-
manna. Heimildir úr innsta hring Sjálf-
Hafstein (bankastjóri Útvegsbankans og
síðar forsætiSráðherra) var tengdasonur
Hauks Thors, bróður Ólafs og Pétur
Benediktsson, (bankastjóri Landsbank-
ans og bróðir Bjarna) tengdasonur Ólafs
Thors. En ugglaust hefur mörgum staðið
stuggur af þessu ættarverldi.
Önnur meginbreytingin sem Ólafur
Ragnar greinir er hvernig Albert Guð-
mundsson ryðst eins og vígahnöttur inn í
íslenska stjórnmálaheiminn upp úr 1970.
Albert hafði ítök í Verslunarráðinu,
skjaldborg einkaframtaksins á íslandi og
naut fylgis verslunarstéttarinnar, sem
hefur alltaf verið mikið afl í Sjálf-
stæðisflokknum. Annar maður, sem
kemur til sögu á þessum tíma er Friðrik
Sóphusson, núverandi varaformaður
Sjálfstæðisflokks, en hann felldi Björn
Bjarnason í frægum og hörðum kosning-
um um formannsembætti Sambands
ungra sjálfstæðismanna árið 1973. Það
var tímanna tákn, segir Ólafur Ragnar,
þar sem Björn, sonur nýlátins formanns
flokksins og forsætisráðherra naut tví-
mæialaust eindregins stuðnings gamla
valdakjarnans í flokknum
Að sögn Ólafs Ragnars verður þriðja
meginbreytingin, sem raskar hinum
gamla valdakjarna, með prófkjörunum
um og upp úr 1970. Þar hafi nýir menn,
sem ekki hafi verið óskabörn flokksfor-
ystunnar í Sjálfstæðisflokki haslað sér
völl. Má þar til dæmis nefna Ellert B.
Schram og Friðrik Sóphusson. Aðrir
draga þessa greiningu Ólafs Ragnars í efa
og benda á að prófkjörin hafi reynst
fremur íhaldssöm og sennilega ekki
breytt miklu um rás viðburða. Of mikið
sé gert úr einstökum mönnum en of lítið
úr þeim aðstæðum, sem þeir störfuðu
við.
Margir vinstri menn benda einnig á að
með vaxandi verðbólgu í byrjun áttunda
áratugarins og neikvæðum raunvöxtum
hafi gömlu klíkurnar setið í bestu sætun-
um eða haft forgang að fjármunum með-
an aðrir hafi verið frystir úti. Mennirnir
með nýju fyrirtækin hafi einnig þurft sitt
rekstrarfé og þeir hafi því lent í sam-
keppni um fyrirgreiðslu við þá sem fyrir
voru. Því hafi þessir menn þurft að
tryggja sér pólitískan stuðning í kerfinu -
finna sína fulltrúa og koma sér upp eigin
samtryggingarkerfi. Ólafur Björnsson
prófessor segir hins vegar í grein frá 1968
Ragnar Kjartans-
son fyrrum stjórn-
arformaður Haf-
skips var lengi
framkvæmdastjóri
fulltrúaráðs sjálf-
stæðisfélaganna í
Reykjavík og var
fenginn til þess að
flytja eina aðal-
ræðuna á lands-
fundi Sjálfstæðis-
flokksins 1983, sem
sérstakur fulltrúi
athafnasamra
kaupsýslumanna.
48 HEIMSMYND