Heimsmynd - 01.03.1986, Síða 50
stjórnarandstöðunnar, virtust gera sér
grein fyrir fljótt var að einkaneyslan um-
talaða í tengslum við forráðamenn Haf-
skips, sem Helgarpósturinn gekk öðrum
framar í að tíunda, virtist fara sérstaklega
fyrir brjóstið á skattborgurum. Parna átti
almenningur að fá að sjá svart á hvítu
hvernig bruðlað væri með almannafé.
Ragnar Kjartansson stjórnarformaður
Hafskips hefur að vísu neitað flestum
staðhæfingum Helgarpóstins um lúxuslíf
forráðamanna Hafskips, þótt einn af
toppmönnum íslenska bankakerfisins
hafi sagt í samtali við HEIMSMYND að
„þeir Hafskipsmenn hafi farið mjög
glannalega með fé.“ Engu að síður höfðu
margir það að viðkvæði þegar Haf-
skipsumræðan stóð sem hæst að brátt
yrði það gleymt og grafið í leiði ís-
lenskrar spillingar.
Kann að vera. Það var jú aðeins eitt
prósent af þjóðarframleiðslu, sem
skuldir Hafskips námu, að mati eins hag-
fræðings sem benti jafnframt á að í þessu
dæmi væri aðalsökin bankans. Og ljóst er
að ef einhverjir hafa talið ástæðu til að
breyta bankakerfinu fyrir daga gjald-
þrots Hafskips hafa ugglaust margir bæst
í þann hóp, þótt enn séu ýmsir þeirrar
skoðunar að nóg sé að herða bankaeftir-
litið, breyta yfirstjórn Seðlabankans og
koma á fieiri rannsóknarnefndum.
Porvaldur Gylfason hagfræðingur og
prófessor við Háskóla fslands hefur bent
á að það bankakerfi, sem við búum við,
er einstakt í okkar heimshluta. Þar sem
allir stærstu viðskiptabankarnir séu ríkis-
bankar sé augljóst að í slíku bankakerfi
hljóti stjórnmálahagsmunir oft að yfir-
gnæfa venjuleg viðskipta- og hagkvæmn-
issjónarmið við ákvörðun útlána með
þeim afleiðingum að óarðbær útlán
bankakerfisins verði fyrirferðameiri en
þau myndu vera ef hér væru öflugir
einkabankar með sanngjarnar arðsemis-
kröfur. Ríkisbankar sjái sér hag í því að
ívilna einstökum atvinnugreinum eða
byggðarlögum með því að þenja útlán
umfram það sem einkabankar teldu æski-
legt. Telur Þorvaldur að þannig standi
sjálft ríkisbankakerfið skynsamlegri
stjórn í peningamálum fyrir þrifum og
bendir á að þeir stjórnmálahagsmunir
sem ríkisbankarnir lúti stangist oft á við
aðhald í efnahagsmálum og því geti
reynst erfitt fyrir Seðlabankann að veita
viðskiptabönkum öflugt aðhald um út-
lánastefnuna. Dr. Hannes H. Gissurar-
son, einn helsti talsmaður frjálshyggjun-
ar og nauðsynjar þess að breyta ríkis-
bönkum í hlutafélög, segir að samkvæmt
reglum bankanna eigi stjórnendur ekki
endilega að haga útlánum eftir arðsvon
heldur eftir „félagslegum sjónarmiðum",
sem stundum sé annað nafn á atkvæða-
von stjórnmálamanna. Stjórnendur ríkis-
banka séu því stundum að gegna skyldu
sinni þegar þeir láni fé í vonlaus fyrir-
tæki.
Hannes bendir á gjaldþrot Hafskips og
þátt Útvegsbankans sem dæmi um það
að þeir sem taki rangar ákvarðanir beri
ekki kostnaðinn af þeim, sem sé mjög
óæskilegt. Ríkisbankar búi ekki við eðli-
leg markaðsskilyrði heldur séu þeir undir
stjórn alþingismanna og annarra stjórn-
málamanna og hagsmunir þeirra séu ekki
endilega að bankinn græði fé þar sem
slíkt skili sér ekki til þeirra, þeir hafi hins
vegar mikla hagsmuni af því að bankinn
gleðji kjósendur þeirra, það skili þeirri
skiptimynt, sem þeir kunni að meta í
atkvæðum.
Ýmsir eru þeirrar skoðunar að helsta
lexían sem læra megi af Hafskips-Útvegs-
bankamálinu sé að herða mjög bankaeft-
irlitið. Það telja margir hæpið, þar sem
strangara bankaeftirlit inn í Seðlabanka
stuðli ekki að skynsamlegri lánveiting-
um, þótt það kynni að hvetja bankana til
gætilegri lánveitinga. Einn frjálshyggju-
maður bendir á að við hert bankaeftirlit
hætti bankarnir að þora að taka áhættu.
Því sé nauðsynlegt að efla samkeppni
milli bankanna, sem knýji þá til skynsam-
legri lánveitinga, með því einu móti geti
þeir laðað til sín trausta lántakendur og
banki græði ekki nægilegt fé á útlánum
nema hann þori að taka áhættu.
Aðrir á öndverðum meiði við frjáls-
hyggjuna segja pólitíska umræðu af
þessu tagi snúast um tæknilegar lausnir
vandamála þar sem tekið sé mið af póli-
tískri hugmyndafræði sérhagsmuna,
þeirra hagsmuna sem séu leiðarljós í af-
stöðu ráðandi afla í þjóðfélaginu. Þetta
er líka spurning. Með öðrum orðum er
lausn vandans ekki aðeins fólgin í úr-
ræðum á borð við sameiningu vissra
banka, yfirtöku á rekstri annars, breyt-
ingu á sjóðakerfinu eða breytingu ríkis-
banka í arðvænleg hlutafélög. Pólitísk
tengsl verða áfram til staðar. En ef til vill
þurfum við ekki að hafa áhyggjur, ef til
vill ráða ytri aðstæður meiru um fram-
vindu mála í náinni framtíð, rétt eins og
þeir Hafskipsmenn segja að ytri aðstæð-
ur hafi orðið þeirra banabiti!
Garðar Sigurðsson
er fulltrúi Alþýðu-
bandalagsmanna í
bankaráði Utvegs-
bankans. Ljósm.:
Jim Smart.
50 HEIMSMYND