Heimsmynd - 01.03.1986, Blaðsíða 58

Heimsmynd - 01.03.1986, Blaðsíða 58
MANNLÍF eftir Guðrúnu Einarsdóttur Oft heyrist sagt í umræðum manna á milli að þessi eða hinn sé óttalegur smá- borgari. Venjulega er þetta sagt í fremur niðrandi merkingu en þó er visst ábyrgð- arleysi og einhver afsökunartónn í dóm- um af þessu tagi. Erum við kannski innst inni hrædd við okkar eigin smáborgara- hátt? Hér verður fjallað um smáborgara, spurninguna um það hvað sé að vera smáborgari, hverjir séu smáborgarar og hvort íslendingar séu meiri smáborgarar en aðrar þjóðir? Við skulum skoða tvær ólíkar hug- myndir um það hvað smáborgaraháttur er. Fyrri hugmyndin miðast við yfirborð og ytri tákn og öllu máli skiptir hvernig einn maður birtist öðrum í útliti og fram- komu. Hvaða stöðu gegnir hún? Hvernig klæðir hann sig? Hvar búa þau? Hvaða skemmtistaði og veitingastaði sækir hann? Hverjir eru vinirnir? Hvaða skoð- anir lætur hún í ljós á pólitík, menningu, öðru fólki, hinu kyninu, fjölskyldulífi? Hver er hjúskaparstaðan? Af hvaða ætt er hann? Hver eru persónuleg einkenni viðkomandi? Hvaða rauðvín drekkur hann? Man hann eftir að þefa af tappan- um? Og svona mætti lengi spyrja. Svörin við ofangreindum spurningum hafa ákveðið verðgildi í samfélaginu á hverjum tíma og hverjum einstaklingi mætti gefa einkunn fyrir hvert svar. Síð- an má reikna út meðaleinkunn svaranna og staðsetja einstaklinginn á mælikvarða, sem gefur til kynna hvort viðkomandi tilheyrir hópi smáborgara eða háborgara. Jón Jónsson, hinn dæmigerði smáborg- ari, er samkvæmt þessu láglaunamaður, litt menntaður, á konu og fjögur börn. Fjölskyldan býr í gömlu, óuppgerðu húsi og keyrir um á austur-evrópskum bíl. Föt þeirra og útlit gefa ekki tilefni til að fólk viðri sig upp við þau. Jón sækir hvorki tónleika né listsýningar, ekki vegna tíma- skorts heldur vegna áhugaleysis. Háborg- arinn Finnur Skordal er aftur á móti vel kvæntur (konan af góðum ættum), í góðri stöðu (framkvæmdarstjóri hjá inn- flutningsfyrirtæki), vel menntaður og keyrir um á BMV. Hann á gamalt upp- gert hús, fötin eru af fínustu gerð og útlit og framkoma óaðfinnanleg í alla staði. Hann sækir menningarviðburði ef nokk- ur kostur er á þótt hann eigi iðulega mjög annríkt. Hér á eftir fer próf sem hjálpar þér að gera þér betur grein fyrir hvaða ytri ein- kenni þú telur eftirsóknarverð: Finndu tvo einstaklinga, sem þú þekkir og gefðu þeim einkunn á bilinu 1 — 10 varðandi eftir- talda þætti: Föt, húsnæði, útlit, persónu- leika, framkomu, hegðun, starf, vini, stjórnmálaviðhorf, þátttöku í listalífi, hjúskaparstöðu, ætterni. Finndu meðal- einkunn allra þáttanna og staðsettu svo einstaklingana á mælikvarða eftir því. Þegar þú hefur lokið við að gefa tveimur einstaklingum sem þú þekkir einkunn, þá gefðu sjálfum þér einkunn á sama hátt. Niðurstöðurnar getur þú síðan not- að til að gera þér grein fyrir hvar þú stendur samkvæmt eigin mati. Seinni hugmyndin er nokkuð annars eðlis en sú fyrri. Hún gerir okkur kleift að ákvarða hverjir eru smáborgarar, ekki á grundvelli ytra borðs, heldur á grund- velli þess hugarfars, sem að baki ytra borðinu liggur. Birtist ákveðinn einstakl- ingur á þennan eða hinn veginn í fram- komu og útliti til þess beinlínis að verða eftirsóknarverður í sínum augum eða annarra, eða vegna innri sannfæringar? Hvernig getum við greint þarna á milli? Ef einstaklingurinn birtist á ákveðinn hátt til þess eins að vera eftirsóknar- verður, þá liggur þörfin til að upphefja sjálfan sig yfir aðra til grundvallar. Ef einstaklingurinn birtist hins vegar á ákveðinn hátt af innri sannfæringu, hefur hann enga þörf til þess að upphefja sig (eða lítillækka). Innri sannfæring kemur í veg fyrir að þú staðsetjir þig á mælikvarða og berir þig saman við aðra. Hún fær þig til þess að gera eitthvað af innri nauðsyn óháð því verðgildi, sem það hefur. Þegar innri 58 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.