Heimsmynd - 01.03.1986, Page 65
Eins og skriðdrekaforingi stendur þessi björgunarsveitarmaður í turni snjóbílsins og Ieitar ekki óvina, heldur týndra félaga sinna.
Þarna eru félagar Slysavarnadeildar Fljótsdælinga á ferðinni á bíl sínum Gró 1. Ljósm. Árni Bjarna.
HVATIR OG MARKMIÐ
Allir þeir sem eiga það sammerkt að
vera í björgunarsveit á íslandi hafa sam-
þykkt að gangast undir þau skilyrði sem
sveitirnar setja við inngöngu . Allar hafa
þær sameiginlegt að strangur agi, mikil
vinna og þrekæfingar liggja að baki full-
þjálfuðum björgunarmanni og oft á tíð-
um er menntun hans dýr. Þess eru jafn-
vel dæmi að menn hafi hlotið þessa
menntun sína hjá bandaríska hernum og
alþjóðlegum skólum almannavarna sem
ekki gera minni kröfur til aga og líkams-
hreysti.
Markmið sveitanna er göfugt, um það
verður ekki deilt. En hvaða hvatir liggja
að baki þeirri ákvörðun að gerast með-
limur björgunarsveitar?
Félagsskapurinn númer eitt. Pörfin fyrir
björgunarsveitir heillaði mig. Parna
kemst maður í alvöruferðir og tekst á við
náttúruna. Þannig komust nokkrir félag-
ar að orði í samtali við HEIMSMYND.
Nokkuð ríkjandi er sá hugsunarháttur
manna á meðal að félagsskapurinn sé
það sem flesta heillar. Dellur ýmiskonar
fá útrás þegar komið er í björgunar-
sveitirnar. Þörf er á mönnum með ýmis-
konar áhugamál og geta þeir sinnt því
sem sveitin þarfnast til þess að geta starf-
að. Sveitir þær sem starfandi eru á höfuð-
borgarsvæðinu eru að mörgu leyti upp-
byggðar svipað og um hersveitir væri að
ræða. Áður en menn eru fullgildir með-
limir verða þeir að gangast undir próf þar
sem þeir eru reyndir, og vegið og metið
hvað þeir geta þegar á hólminn er komið.
Flugbjörgunarsveitin státar af einna
erfiðasta inntökuprófinu. Þar verða
menn að vera tvö ár í byrjunarflokki, þar
til þeir teljast fullgildir meðlimir. Fljót-
lega eftir að þeim reynslutíma líkur taka
menn ákvörðun um á hvaða sviði þeir
ætli að sérhæfa sig. Um er að ræða bíla-
deild, fallhlífardeild, fjallamennsku og
loks almenna deild.
Fallhlífardeild þeirra Flugbjörgunar-
sveitarmanna er sennilega sú sem kemst
næst því að vera sjálfstæð sveit með svip-
aðan bakgrunn og kollegar þeirra í grænu
búningunum í Bandaríkjunum. Tveir
höfuðpaurar deildarinnar hafa nefnilega
sótt menntun sína þangað. Þar dvöldust
þeir meðal hermanna og útskrifuðust
sem fullgildir fallhlífarhermenn, með
rauðar útskriftarhúfur og annað tilheyr-
andi.
Sennilega eru það þeir tvímenningar
sem hafa komið með hermennskuhug-
myndirnar með sér frá Bandaríkjunum -
og allir þeir sem nú eru í fallhlífardeild
Flugbjörgunarsveitarinnar ganga með
rauðar húfur fallhlífarmannanna, en
HEIMSMYND 65