Heimsmynd - 01.03.1986, Side 72

Heimsmynd - 01.03.1986, Side 72
„Upphaf erfiðleika af þessu tagi má oft rekja til vítahrings í samspili hjónanna. Ennþá eru þær hugmyndir al- gengar í okkar þjóðfé- lagi að karlmaðurinn eigi að fullnægja kon- unni og bera ábyrgð á að samfarirnar heppn- ist." „Ýmiskonar draumór- ar eru auðvitað eðli- legir og raunar nauð- synleg forsenda heilbrigðs kynlífs. Hvaða draumórar okk- ur finnast eðlilegir eða óeðlilegir ræðst nokk- uð af ríkjandi siðferð- islögmálum í þjóðfé- laginu hverju sinni . . ." Nanna Kolbrún Sigurðardóttir félags- ráðgjafi. Ljósm.: Árni Bjarna. Djúpar tilfinningar og væntumþykja í garð hins aðilans eru að mati Þorgeirs Magnússonar, sálfræðings, meginfor- sendur þess að fólk geti lifað ánægjulegu kynlífi. Þannig veitir líkamleg svölun kynhvatarinnar ekki endilega þá lífsfyll- ingu sem fólk sækist eftir heldur verða að fylgja kynlífinu tilfinningar í garð rekkju- nautsins. En þýðir þetta að kynlífsbyltingin svo- kallaða sé liðin undir lok, og að fólk láti sér ekki nægja frjálst kynlíf í kjölfar skyndikynna heldur geri meiri kröfur til tilfinningalegs bakgrunns? Já, sögðu margir viðmælendur HEIMSMYNDAR, góðu kynlífi verða að fylgja fjölþættari tilfinningar en kyn- hvötin ein. En kynlífsbyltingin hafði víðtæk áhrif. Menn áttu allt í einu að vera svo opnir og frjálsir að þeir fóru að skammast sín fyrir eðlilegar hömlur á kynlífssviðinu, segir Þorgeir en hann hefur lagt stund á kyn- lífsfræði og veitir meðal annars fjöl- skylduráðgjöf þar sem hann aðstoðar fólk sem á við einhvers konar kynlífs- vandamál að stríða. Kynfræði (sexologi) er fræðigrein sem fjallar um forvarnarstarf og meðferð kynlífsvandamála og tengist ýmsum öðr- um greinum svo sem læknisfræði, sálar- fræði, félagsfræði og kennslu. Hinn lífeðlisfræðilegi þáttur kynlífsins hefur verið rannsakaður sérstaklega af þeim Masters og Johnson. Þau hafa skipt kynmökum lífeðlisfræðilega í fjögur stig. Á fyrsta stigi hefst örvun og blóð streymir til kynfæranna. Á næsta stigi heldur örvunin áfram og forleikur á sér stað og kynmök hefjast. Á þriðja stigi verður útrás, eða fullnæging, en lokastig- ið felur í sér hjöðnun, þar sem kynfærin fara í samt lag aftur. Þorgeir Magnússon sálfræðingur Við höfum auðvitað þetta lífeðlis- fræðilega ferli, en til viðbótar koma önn- ur atriði sem gefa ferlinu gildi og eru tilfinningalegs eðlis og ráða úrslitum um gœði samlífsins, sagði Þorgeir í viðtali við HEIMSMYND. Þorgeir sagði orsakir erfiðleika á kyn- lífssviðinu geta verið af ýmsum toga. Stundum stæðu líkamlegir þættir í vegin- um, stundum væri fáfræði og misskilningi um að kenna, þá væri ónóg örvun og röng tækni oft til hindrunar auk ýmissa sálfræðilegra þátta; togstreita milli aðil- anna, valdabarátta og tjáskiptaörðug- leikar. Ein megin ástæðan væri oft sú að fólk hætti ekki á að treysta öðrum fyrir sjálfum sér og tilfinningum sínum, þyrði ekki að gefast annarri manneskju und- anbragðalaust. Og svo virðist sem nokkurs óöryggis gæti í kynlífi íslendinga, því allflestir unglingar verða trúlega fyrir sinni fyrstu kynlífsreynslu undir áhrifum áfengis og eldra fólk og óbundið leitar gjarna á veitingastaði til að stofna þar til tíma- bundinna kynna sem snúast aðallega um kynlíf en hafa litla aðra ábyrgð í för með sér. Petta lýsir einhvers konar ótta hjá okk- ur við náin tengsl við aðra manneskju og áfengi gerir okkur nokkurn veginn óá- byrg. íslendingar drekka mikið í einu og kasta af sér hömlunum og eru fljótir að ganga alla leið.Morguninn eftir er hins vegar dregið í land aftur og fólk orðið algjörlega óábyrgt á því sem gerðist. Fólk tekur ekki ábyrgðina sem þvífylg- ir að hafa nálgast aðra persónu heldur notar það sem afsökun að hafa verið drukkið. Og þannig verður kynlíf þessa fólks að mati Þorgeirs innantómt þrátt fyrir að líkamleg fullnæging náist kannski. Af tölum erlendis frá um tíðni og eðli 72 HEIMSMYND
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.