Heimsmynd - 01.03.1986, Síða 74
/
„Eg held að þetta
hljóti, að þessu leyti,
að endurspegla það
óöryggi sem ríkir í
samskiptum kynjanna
— við eigum svo erfitt
með að nálgast hinn
aðilann og opna okkur
og taka fulla ábyrgð á
því sem við gerum.“
THECOMEDYOF
STEVEN WRIGHT
ROGER KAIIN
CRAIG VETTER
ASA BABER
AND MUCH.
MUCH MORE
mrmmmmm
“i
TKTÍ
ENTERTAINMENT FOR MEN
THE WALTONS GIKL,
JUDY NORTON-TAYLOR
IN A GROWN-UP
NUDE PICTORIAL
THE PLAYBOY
INTERVIEW
FIDEL CASTRO
ONREAGANAND a
REVOLUTION jÆ
kynlífsvandamála má ætla að um það bil
10 prósent fólks eigi við kynlífsvandamál
að stríða. Eitt af algengari vandamálum
kvenna eru erfiðleikar við að ná há-
marki, fá fullnægingu, en hjá karl-
mönnum er bráðasáðlát algengast.
Áhugaleysi á kynlífi og kynmökum kem-
ur yfirleitt upp hjá báðum kynjum ein-
hvern tíma á lífsleiðinni. Hins vegar er
algert getuleysi og kynkuldi næsta sjald-
gæft vandamál.
Og það er meðal annars fólk sem á við
ofangreind vandamál að stríða sem leitar
til Þorgeirs. í mörgum tilfellum er vanda-
málið að mati viðkomandi hjóna það að
maðurinn hefur bráðasáðlát, eða nær há-
marki of fljótt þannig að konan nær ekki
hámarki.
Upphaf erfiðleika af þessu tagi má oft
rekja til vítahrings í samspili hjónanna.
Ennþá eru þær hugmyndir algengar í
okkar þjóðfélagi að karlmaðurinn eigi að
fullnægja konunni og bera ábyrgð á að
samfarirnar heppnist.
Stundum gengur þetta svo langt að
hann gleymir sjálfum sér og fer að hugsa
of mikið um konuna -og fœr sjálfur of
fljótt sáðlát. Óánœgjan magnast enn og
jafnframt kemur hrœðsla til skjalanna;
maðurinn verður hrœddur við kynlíf
vegna þeirra vissu sinnar að hann geti
ekki fullnœgt konunni. Óttinn og kvíðinn
leiðir stundum til þess að manninum
hættir að standa. Dæmi sem þetta að
ofan er oftast leysanlegt með réttu hug-
arfari, þar sem fyrsti þátturinn er ef til
vill að leita sér aðstoðar og ráðgjafar sé í
óefni komið. Markmiðið er að lengja
annað stig samfaranna þannig að örvun
verði meiri og báðir aðilar nái að njóta
þeirra rétt. Þetta getur náðst til dæmis
með líkamsæfingum þar sem konunni er
„kennt á líkama sinn og viðbrögð hans“
en Þorgeir sagði HEIMSMYND að
venjulega þekktu ungir karlmenn útrás-
artilfinninguna mun betur en konur,
enda oft búnir að stunda sjálfsfróun frá
kynþroskaskeiði.
í viðtali við danska kynlífs-
sérfræðinginn og lækninn Sören Buus
Jensen í Morgunblaðinu fyrir rétt rúmu
ári síðan, kom fram að með aukinni um-
fjöllun um tæknileg vandamál, svipuð
þeim sem hér voru rakin, í fjölmiðlum,
hefur fjöldi þeirra sem leitar til sérfræð-
inga vegna þeirra minnkað. í staðinn
kvartar fólk nú yfir öðru vandamáli, eða
áhugaleysi fyrir kynlífi.
Þetta var, sagði læknirinn, mikið við-
kvæmnismál sérstaklega fyrir karlmenn,
að viðurkenna að þeir hefðu ekki áhuga
á kynlífi. En þetta hefur breyst og æ fleiri
leita sérfræðiaðstoðar vegna þessa.
Meginorsökina sagði Jensen vera
valdabaráttu innan heimilisins. Báðum
aðilum finnst hinn hafa valdið og ráða
yfir sér og eru til dæmis ekki á eitt sátt
um hversu oft þau eigi að hafa kynmök.
Um meðhöndlunina sagði Jensen í viðtal-
inu: Við lítum á kynlífsvanda eins og
hvert annað einkenni um að jafnvœgi fjöl-
skyldukerfisins eða hjónaeiningarinnar
hafi raskast. A þann hátt eru aðferðir
okkar mjög skyldar fjölskyldu- og hjóna-
meðferð.
Annar helsti flokkur kynlífsvandamála
eru frávik frá venjulegri kynhegðun, og
þá oft hegðun sem kemur viðkomandi
aðila í kast við lögin. Undir þennan flokk
falla til dæmis þeir sem leita á börn, bera
sig á almannafæri og þeir sem beita aðra
ofbeldi til að fá vilja sínum framgengt.
Litlar sem engar upplýsingar liggja
fyrir um kynhegðun íslendinga þar sem
fáar rannsóknir hafa verið gerðar hér á
landi. En nú hefur verið stofnað félag
sem meðal annars hefur slíkar rannsókn-
ir á stefnuskrá sinni, Kynfræðifélag ís-
lands. Stjórnarformaður félagsins er
Nanna Kolbrún Sigurðardóttir, félags-
ráðgjafi, en í starfi sínu með fjölskyldum
og hjónum fæst hún meðal annars við
kynlífsvandamál.
í lögum félagsins segir meðal annars:
Markmið félagsins er að efla frœði-
greinina kynfrœði (sexologi) á íslandi og
stuðla að samstarfi fagfólks, sem fæst við
meðferð, kennslu eða rannsóknir á sviði
kynfræða.
Nanna sagði í viðtali við HEIMS-
MYND að stofnfélagar hefðu verið 23
talsins, en sennilega væru þeir er fengjust
við kynfræði í störfum sínum helmingi
fleiri, fyrir utan kennara, sem fást við
þessi mál við venjulega kennslu. Stofn-
endur Kynfræðifélagsins voru læknar,
hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafar, sál-
fræðingar og fólk sem vinnur önnur störf
á sviði félags- og heilbrigðisþjónustu.
Enn sem komið er hefur félagið ekki
tekið til starfa af fullum krafti, enda
stofnað aðeins skömmu fyrir jól, en verk-
efnin eru næg.
Hvaða orsakir liggja að baki kynlífs-
vandamálum? Eins og Þorgeir benti á
hér á undan geta þær verið margskonar
en Nanna bætti við að töluvert væri af
fullorðnu fólki sem hefði fengið litla
fræðslu í þessu efni en væri að glíma við
kynlífsvandamál sem rekja mætti til
þekkingarleysis og erfiðleika við að tjá
sig um kynlíf. Síðan mætti ekki gleyma
því að kynlífsvandamál væru ákaflega
eðlilegur þáttur í mannlegu lífi og að
flestir glíma við einhvers konar erfiðleika
af þessu tagi fyrr eða síðar á lífsleiðinni.
Kynlífsfræðsla er að hluta til fræðsla
um ákveðnar staðreyndir, varðandi t.d.
líffærafræði og lífeðlisfræði, en annar
þáttur snertir frekar tilfinningalíf og sið-
ferðiskennd. Og þar er komið að
breyttum þjóðfélagsháttum, því áður fyrr
eyddu börn og unglingar meiri tíma með
foreldrum sínum, allavega öðru þeirra,
og fengu þannig siðferðiskennd foreldr-
anna smátt og smátt. Nú hefur þessi sam-
vera fjölskyldunnar minnkað án þess að
nokkur hafi tekið við þeim þætti uppeld-
issins sem snýr að siðferðiskennd nema
ef telja ætti þátt fjölmiðla.
74 HEIMSMYND