Heimsmynd - 01.03.1986, Síða 81

Heimsmynd - 01.03.1986, Síða 81
mun skýrari drætti efnishyggju og raun- sæis. Til að átta sig á breytingum af þessu tagi er gagnlegt að bera saman aðstæður mismunandi tímabila. Hin svokallaða ‘68-kynslóð taldi sig mjög róttæka. Að- stæðurnar sem skópu þá kynslóð eru að- allega af þrennum toga: Lífskjör höfðu farið batnandi á Vesturlöndum og hið vestræna velferðarríki var í örum vexti. Þessi þróun leiddi af sér hverfandi at- vinnuleysi. í raun var atvinnustig iðnríkj- anna það hátt að þau fluttu inn vinnuafl til að fullnægja sívaxandi eftirspurn eftir því. Menn þurftu því ekki að kvíða fram- tíðinni. Námsmenn, aflvakar ‘68-kyn- slóðarinnar, töldu sig eiga í vændum störf með að minnsta kosti í meðallagi góð laun. Við aðstæður sem þessar er eins og manninum séu engin takmörk sett. Spurningamerki var sett við nánast allt er tengdist góðærisheimi pabba og mömmu. Þetta var tímabil hinna miklu tilrauna. Allt var prófað sem var nýtt og framandi eins og ofskynjunarlyf til dæmis. Það átti að hanna nýtt, manneskjulegra og nátt- úrulegra þjóðfélag með aðstoð Herbert Marcuse, Erik Fromm og marxískra hug- mynda. Menn vildu breytingar í róman- tíska veru, breytinganna vegna. Þetta tímabil einkenndist af rómantík en minna af hagsýni og raunsæi. Þessi kyn- slóð tók sér mikið frelsi í efnahagslegu öryggi sínu til að gagnrýna og fara nýjar leiðir. Menn fóru til dæmis í ópraktískt nám af þeirri einföldu ástæðu að það var áhugavert og ópraktísktl Nú blasa allt aðrar aðstæður við. Að kjör hafi farið versandi dylst engum og ástæður þess eru margtuggnar í stjórnmálaumræðunni. Fréttabréf Kjara- rannsóknarnefndar upplýsa að á síðustu fimm árum hefur kaupmátturinn rýrnað um 20 stig sé miðað við vísitölu kaupmáttar. Hagvöxturinn hefur staðið í stað og jafnvel verið neikvæður sem þýð- ir lægri þjóðartekjur, auk verðbólgu og erlendrar skuldasöfnunar sem gerir það að verkum að minna er til skiptanna, þegar viðbrögð ríkisvaldsins eru að forða íslensku efnahagslífi frá atvinnuleysi". Efnahagslegt öryggi, sem leiðir af sér róttækni og dirfsku, er ekki lengur til staðar að sögn Stefáns. „Ungt fólk hefur ekki lengur efni á frelsinu, á því að vera rómantískir tilraunamenn. Það má því segja að ‘86-kynslóðin sé kreppukynslóð. Góðæristíma sjöunda og fyrri hluta átt- unda áratugarins er lokið. Ungt fólk get- ur ekki leyft sér að ganga út frá góðum lífskjörum sem gefnum og sér vart fram á góð atvinnutækifæri öðruvísi en að ganga í* menntaveginn. Séu hugmyndasveiflur í bókmenntum og stjórnmálum skoðaðar til langs tíma, þá skiptast á tímabil rómantíkur og raun- », sæis, góðæris og hallæris. ‘86-kynslóðin hefur lent á mjög skörpum skilum,“ sem hefur leitt af sér aukna efnishyggju og nýtt raunsæi. Könnun er Félagsvísinda- stofnun Háskólans stóð fyrir á húsnæðis- málum fólks á aldrinum 18 til 29 ára endurspeglar þetta ef til vill best. Þessi könnun leiddi í ljós að níu af hverjum tíu vildu eignast eða áttu eigið húsnæði, sem er að mati Stefáns mikil breyting frá því sem áður var. Sú einstaklingshyggja, sem gætt hefur í sívaxandi mæli hjá ungu fólki, gefur til- efni til að tala um nýtt raunsæi. Hún birtist að vissu marki í þeirri hægrisveiflu, sem virðist hafa átt auknu fylgi að fagna meðal fjölda ungmenna. Með tilliti til núverandi aðstæðna, telur Stefán það ekki vera undarlegt þótt póli- tísk nýfrjálshyggja fái jafn góðan hljóm- grunn og hún hefur hlotið undanfarið hjá ungu fólki. „Það eru kannski engin ný- mæli í markaðshyggjunni“ segir Stefán „hún samanstendur af eldgömlum hug- myndum en þær falla vel að aðstæðum ungs fólks í dag. Þetta er efnahags- og framtaks pólitík, sem leggur áherslu á frelsi einstaklinganna til að bjarga sér sjálfir. Stirður rekstur þjóðarbúsins gerir það að verkum að hlutfallslega minna er til skiptanna og samkeppni um gæði þessa lífs fer um leið vaxandi. Ekkert fæst gefins lengur og menn verða af eigin rammleik að koma ár sinni sem best fyrir borð. Þessi afstaða er ekki háð stjórnmálaskoðun ungs fólks þótt hún birtist á mjög táknrænan hátt í aukinni hylli nýfrjálshyggjunnar." Margir benda á að einstaklingurinn sé alls staðar að koma upp á yfirborðið. Ungir rithöfund- ar eru farnir að gefa út og selja verk sín sjálfir, á góðviðrisdögum er Austurstræti fullt af fólki, sem býður eigin fram- leiðslu eða aðkeypta fala. Sú draumsýn áttunda áratugarins að menn ættu að lifa fyrir list sína eða trú á betra líf, er ekki til staðar lengur, heldur er sú afstaða al- menn að menn verði sjálfir að koma sér á framfæri annars gerist ekki neitt. Ungur menntaskólakennari segir að það hafi næstum orðið kúvending á al- mennum viðhorfum nemenda frá því að hún var í menntaskóla fyrir tíu árum. „Þessir krakkar eru meira efnishyggju- fólk en nokkurn tíma kynslóð foreldra minna. Það virðist ekkert komast að hjá þeim annað en fatnaðurinn sem þau klæðast, líkamsrækt og ljósaböð. Margir nemendur geta vart haldið augunum opnum fyrst á morgnana, þeir virðast úrvinda af þreytu því ljóst er að þetta unga fólk vinnur hörðum höndum með náminu til að hafa fyrir þessum lífsins gœðum. Sumir myndu ætla að krappari kjör og harðnandi lífsbarátta drægi úr trú manna á mátt sinn og megin. Neysluþjóðfélagið er harður heimur, þar sem hver er sjálf- um sér næstur og ýmsum gæti fundist þeir ofurseldir óviðráðanlegum öflum. ‘68- kynslóðin hafnaði heimsmynd foreldra sinna í efnahagslegu öryggi sínu og í þeirri trú að gerbreyta mætti þjóðfé- laginu. Því myndu margir ætla að harðn- andi lífsbarátta og efnahagslegt óöryggi ætti að draga úr almennri trú á eigin getu til að hafa áhrif á umhverfi sitt. Trúar- vakning eða jafnvel einhvers konar for- lagahyggja væri ekki ólíkleg með hlið- sjón af núverandi þróun. Svo virðist þó ekki vera. Það er í átt að einstaklingnum sem trúin hjá ungu fólki beinist. „Guði í sjálfum þér“, eins og ungur maður orð- aði það, sem sækir reglulega fundi hjá AA-samtökunum eftir margra ára óhóf- lega áfengis- og lyfjaneyslu. Hann segir margt ungt fólk vera á sama báti, en ólíkt eldri kynslóðum sé það fljótara að viður- kenna ástand sitt og veigri sér ekki við að leita bata - „leita Guðs og leita að sjálf- um sér.“ Þó virðist hitt almennara að með ný- raunsœi ungu kynslóðarinnar tali fólk um að treysta best eigin dómgreind til að skera úr um hvað sé því sjálfu fyrir bestu. Almennt virðist unga fólkið nú því frábit- ið forsjárhyggju, hvort sem hún rennur undan rifjum opinberra eða trúarlegra stofnana. Einstaklingshyggjan kemur ef til vill best fram í andúð ‘86-kynslóðar- innar á því að flestir séu steyptir í sama mót. Það er fyrst og fremst einstaklingur- inn, sem á að blómstra. ‘86-kynslóðin virðist að mörgu leyti mótsagnakennd. Annars vegar virðist hún frjálslynd hvað lífsstíl og útlit snertir en hins vegar íhaldssöm og varkár í námsvali. ‘86-kynslóðin er raunsæ í þeim skilningi að hún leitar hins hagnýta og þessi kynslóð virðist ekki fara í grafgötur með að efnishyggjan eða brauðstritið gegni stóru hlutverki. Hvort sem þetta unga fólk gerir sér grein fyrir því, eða veltir yfir höfuð vöngum yfir því, virðast viðhorf þess almennt mótuð af versnandi efnahagsskilyrðum - því tala margir um hana sem kreppukynslóðina. En af hverju sem hún samanstendur þessi unga kynslóð á íslandi nútímans - börn kreppu eða aukins raunsæis - segir þetta unga fólk, margt, að það hafi um leið hafnað félagslegum höftum fyrri kynslóða, meira að segja hinnar róttæku ‘68-kyn- slóðar. Hver veit nema hin sterka ein- staklingshyggja verði arfur ‘86-kynslóð- arinnar til hinna ókomnu, sem munu gefa henni heitið nýraunsæiskynslóðin? HEIMSMYND 81
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.