Heimsmynd - 01.03.1986, Page 90

Heimsmynd - 01.03.1986, Page 90
... ÞETTA HREINSI- KERFI ER ÖFLUGRA í KONUM EN KÖRLUM OG KANN AÐ SKIPTA SKÖPUM UM MISMUN- ANDITILHNEIGINGU KYNJANNA TILÆÐA- KÖLKUNAR. sókn, sem gerð var á karlmönnum með hátt kólesteról, sem reyktu mikið. Pess- um einstaklingum var skipt upp í tvo hópa og fékk annar ráðleggingar um mat- aræði og reykingar, en hinn engar ráð- leggingar. Samt minnkuðu bæði reyking- ar og kólesteról í blóði samanburðar- hópsins en í miklu minni mæli en í ráð- leggingarhópnum og var munurinn 45% hvað snerti reykingar og 13% í kólester- óllækkun. Þótt nokkur munur væri á heildardánartíðni var hún ekki tölfræði- lega marktæk, en hins vegar var tíðni kransæðastíflu 47% lægri hjá ráðlegg- ingarhópnum. Þessi rannsókn studdi þá skoðun, að minnkun áhættuþátta leiddi til fækkunar dauðsfalla af völdum krans- æðasjúkdóma. Hins vegar var því ekki svarað í eitt skipti fyrir öll hvort kólester- óllækkunin skipti hér sköpum eða reykingarnar eða hvort tveggja. Fyrir rúmu ári birtust í Bandaríkjunum niðurstöður úr rannsókn, sem hvað ótví- ræðast hefur styrkt þá skoðun að kólest- eról gegni raunverulegu orsakahlutverki. Þessi rannsókn tók til tæplega fjögur þús- und karlmanna með mjög hátt kólesteról og stóð í sjö og hálft ár. í þessu tilviki var gefið lyf til að lækka kólesteról og fékkst fram mjög marktækur munur, ekki bara á hjartadauða heldur tíðni kransæðastíflu og einnig einkenna um kransæðasjúk- dóma. Samt er enn tilefni til rökræðna. í fyrsta lagi um mikilvægi kólesteróllækk- unar með mataræði þar sem þessi rann- Fjöldi nýrra kransæðatilfella á átta árum Skert sykurþol Blóðþrýstingur (efri mörk) Sígarettureykingar Breytingar á hjartariti (ofþykkt hjartavöðva) sókn fjallaði um lyfjameðferð. í öðru lagi hvað sé unnt að álykta um hlutverk kól- esteróls í lægri styrk í framvindu æða- kölkunar. Pannig er alltaf hægt að efast og óyggjandi niðurstaða liggur ekki fyrir og fæst ef til vill aldrei vegna eðli máls- ins. Ef allar upplýsingar eru vegnar og metnar í sanngirni, benda líkurnar yfir- gnæfandi í þá átt að mataræði gegni beinlínis orsakahlutverki í framþróun æðakölkunar vegna þess að neysla mett- aðrar dýrafitu leiðir til hækkunar á kól- esteróli í blóði, sérstaklega kólesteróli sem bindst lágþéttni lipopróteini (LDL), sem verkar beint á æðavegginn og stuðlar að æðakölkun. Hins vegar er kólesterólið sjaldnast eitt að verki heldur vinnur sitt tjón í flóknu samspili við aðra þætti, erfða eða áunna. REYKINGAR Á mynd sem dregur saman niðurstöður úr mjög þekktri hóprannsókn í Framing- ham í Bandaríkjunum er sýnt hvernig hinir ýmsu áhættuþættir magna áhrif hvers annars á tíðni kransæðasjúkdóma. Sýndar eru fjórar súluþyrpingar, sem all- ar sýna hvernig nýgengi kransæðasjúk- dóma eykst með hækkandi kólesteróli í blóði á bilinu 185-335 milligrömm í hverj- um desilítra. Er þetta í samræmi við það sem að ofan er sagt. Hæð súlnanna eða sjúkdómstíðnin ræðst síðan einnig af til- vist annarra áhættuþátta. f fyrstu þyrp- ingunni eru engir aðrir áhættuþættir til staðar og súlurnar eru allar fremur lágar. f annarri þyrpingu hefur skert sykurþol og hár blóðþrýstingur bæst við og allar súlurnar hafa hækkað að mun. í þriðju þyrpingu hafa reykingar bæst í hóp áhættuþáttanna og enn verða margföld- unaráhrif. í fjórðu þyrpingu er bætt við hjartaritsbreytingum sem stafa af þykknun hjartavöðvans vegna álags af völdum há- þrýstings) og þegar allir þessir fimm áhættuþættir koma saman rísa súlurnar hæst. Vegna þessara margfeldisáhrifa eru áhættuáhrif hvers þáttar augljós. Á þess- ari mynd er hlutur reykinga sá að hækka fjölda kransæðatilfella um tæplega helm- ing þegar bornir eru saman hópar með sambærilegan blóðþrýsting og sambæri- legt kólesteról. Fjölmargar rannsóknir hafa einnig sýnt mikla aukningu á æða- kölkun í ganglimum við reykingar, einnig tíðni skyndidauða og heilablóðfalla. Áhættan er í réttu hlutfalli við það hve mikið er reykt. En með hvaða hætti vinna sígarettu- reykingar tjón á æðakerfinu? Þar sem tóbaksreykur er svo flókinn að samsetn- ingu og í honum hafa fundist yfir fjögur þúsund mismunandi efni og efnasam- bönd, þá er erfitt að staðfesta bein eða 0 + + + óbein áhrif hvers og eins á slagæðar og 105 195 195 195 blóðrás. Þó er ljóst að níkótínið sjálft 0 0 + + hefur margháttuð áhrif á blóðrásarkerf- ið. Það hækkar blóðþrýsting, eykur 0 0 0 + hjartslátt og eykur því súrefnisneyslu og 90 HEIMSMYND
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.