Heimsmynd - 01.03.1986, Qupperneq 90
... ÞETTA HREINSI-
KERFI ER ÖFLUGRA í
KONUM EN KÖRLUM
OG KANN AÐ SKIPTA
SKÖPUM UM MISMUN-
ANDITILHNEIGINGU
KYNJANNA TILÆÐA-
KÖLKUNAR.
sókn, sem gerð var á karlmönnum með
hátt kólesteról, sem reyktu mikið. Pess-
um einstaklingum var skipt upp í tvo
hópa og fékk annar ráðleggingar um mat-
aræði og reykingar, en hinn engar ráð-
leggingar. Samt minnkuðu bæði reyking-
ar og kólesteról í blóði samanburðar-
hópsins en í miklu minni mæli en í ráð-
leggingarhópnum og var munurinn 45%
hvað snerti reykingar og 13% í kólester-
óllækkun. Þótt nokkur munur væri á
heildardánartíðni var hún ekki tölfræði-
lega marktæk, en hins vegar var tíðni
kransæðastíflu 47% lægri hjá ráðlegg-
ingarhópnum. Þessi rannsókn studdi þá
skoðun, að minnkun áhættuþátta leiddi
til fækkunar dauðsfalla af völdum krans-
æðasjúkdóma. Hins vegar var því ekki
svarað í eitt skipti fyrir öll hvort kólester-
óllækkunin skipti hér sköpum eða
reykingarnar eða hvort tveggja.
Fyrir rúmu ári birtust í Bandaríkjunum
niðurstöður úr rannsókn, sem hvað ótví-
ræðast hefur styrkt þá skoðun að kólest-
eról gegni raunverulegu orsakahlutverki.
Þessi rannsókn tók til tæplega fjögur þús-
und karlmanna með mjög hátt kólesteról
og stóð í sjö og hálft ár. í þessu tilviki var
gefið lyf til að lækka kólesteról og fékkst
fram mjög marktækur munur, ekki bara
á hjartadauða heldur tíðni kransæðastíflu
og einnig einkenna um kransæðasjúk-
dóma.
Samt er enn tilefni til rökræðna. í
fyrsta lagi um mikilvægi kólesteróllækk-
unar með mataræði þar sem þessi rann-
Fjöldi nýrra kransæðatilfella á átta árum
Skert sykurþol
Blóðþrýstingur (efri mörk)
Sígarettureykingar
Breytingar á hjartariti
(ofþykkt hjartavöðva)
sókn fjallaði um lyfjameðferð. í öðru lagi
hvað sé unnt að álykta um hlutverk kól-
esteróls í lægri styrk í framvindu æða-
kölkunar. Pannig er alltaf hægt að efast
og óyggjandi niðurstaða liggur ekki fyrir
og fæst ef til vill aldrei vegna eðli máls-
ins. Ef allar upplýsingar eru vegnar og
metnar í sanngirni, benda líkurnar yfir-
gnæfandi í þá átt að mataræði gegni
beinlínis orsakahlutverki í framþróun
æðakölkunar vegna þess að neysla mett-
aðrar dýrafitu leiðir til hækkunar á kól-
esteróli í blóði, sérstaklega kólesteróli
sem bindst lágþéttni lipopróteini (LDL),
sem verkar beint á æðavegginn og stuðlar
að æðakölkun. Hins vegar er kólesterólið
sjaldnast eitt að verki heldur vinnur sitt
tjón í flóknu samspili við aðra þætti,
erfða eða áunna.
REYKINGAR
Á mynd sem dregur saman niðurstöður
úr mjög þekktri hóprannsókn í Framing-
ham í Bandaríkjunum er sýnt hvernig
hinir ýmsu áhættuþættir magna áhrif
hvers annars á tíðni kransæðasjúkdóma.
Sýndar eru fjórar súluþyrpingar, sem all-
ar sýna hvernig nýgengi kransæðasjúk-
dóma eykst með hækkandi kólesteróli í
blóði á bilinu 185-335 milligrömm í hverj-
um desilítra. Er þetta í samræmi við það
sem að ofan er sagt. Hæð súlnanna eða
sjúkdómstíðnin ræðst síðan einnig af til-
vist annarra áhættuþátta. f fyrstu þyrp-
ingunni eru engir aðrir áhættuþættir til
staðar og súlurnar eru allar fremur lágar.
f annarri þyrpingu hefur skert sykurþol
og hár blóðþrýstingur bæst við og allar
súlurnar hafa hækkað að mun. í þriðju
þyrpingu hafa reykingar bæst í hóp
áhættuþáttanna og enn verða margföld-
unaráhrif. í fjórðu þyrpingu er bætt við
hjartaritsbreytingum sem stafa af þykknun
hjartavöðvans vegna álags af völdum há-
þrýstings) og þegar allir þessir fimm
áhættuþættir koma saman rísa súlurnar
hæst. Vegna þessara margfeldisáhrifa eru
áhættuáhrif hvers þáttar augljós. Á þess-
ari mynd er hlutur reykinga sá að hækka
fjölda kransæðatilfella um tæplega helm-
ing þegar bornir eru saman hópar með
sambærilegan blóðþrýsting og sambæri-
legt kólesteról. Fjölmargar rannsóknir
hafa einnig sýnt mikla aukningu á æða-
kölkun í ganglimum við reykingar, einnig
tíðni skyndidauða og heilablóðfalla.
Áhættan er í réttu hlutfalli við það hve
mikið er reykt.
En með hvaða hætti vinna sígarettu-
reykingar tjón á æðakerfinu? Þar sem
tóbaksreykur er svo flókinn að samsetn-
ingu og í honum hafa fundist yfir fjögur
þúsund mismunandi efni og efnasam-
bönd, þá er erfitt að staðfesta bein eða
0 + + + óbein áhrif hvers og eins á slagæðar og
105 195 195 195 blóðrás. Þó er ljóst að níkótínið sjálft
0 0 + + hefur margháttuð áhrif á blóðrásarkerf- ið. Það hækkar blóðþrýsting, eykur
0 0 0 + hjartslátt og eykur því súrefnisneyslu og
90 HEIMSMYND