Heimsmynd - 01.03.1986, Qupperneq 96

Heimsmynd - 01.03.1986, Qupperneq 96
MERYL STREEP Og nú situr hún þarna og er ekkert af fyrri hlutverkunum. Hún er MERYL STREEP og allt öðruvísi en samt allt hitt í senn. Hún er vel gefin, hún er fyndin, hún er feimin en samt ótrúlega ákveðin, hispurslaus. og mér datt í hug Karen Blixen, eitt nýjasta hlutverkið hennar. Samt er það einnig fjarri sanni - sérstak- lega þegar Meryl talar, í besta falli þegar hún gleymir sér, strýkur hárið frá enninu og notar orð, sem minna frekar á strák úr þungarokkshljómsveit en menntaða konu, glæsilega stjörnu. Hún er varkár en einlæg. Og það sem kemur kannski mest á óvart, hún er skemmtileg. Öðru- vísi en ég hafði ímyndað mér en ég skil nú betur af hverju hún er mikil leikkona. Það er ekki aðeins á hvíta tjaldinu, sem hún fær mann til að gleyma sér . . . MERYL STREEP er í einkaviðtali við HEIMSMYND. Tvöfaldur Óskarsverð- launahafi, auk margra annarra verð- launa, ein skærasta stjarna hvíta tjaldsins nú - síðast í hlutverki Karen Blixen í myndinni OUT OF AFRICA, sem frum- sýnd er í Laugarásbíói nú um páskana - á sama tíma og Óskarsverðlaunaafhend- ingin fer fram í Hollywood en þessi mynd er nú tilnefnd til 11 Óskarsverðlauna. í viðtalinu við HEIMSMYND fullyrti Meryl Streep að við ættum ekki eftir að verða fyrir vonbrigðum með þessa kvik- mynd. „Það er kraftur í þessari mynd. Meiri kraftur en í Plenty, sem ég lék í þar á undan.“ Við á HEIMSMYND treystum okkur jafnframt til að fullyrða að þið verðið ekki fyrir vonbrigðum með Meryl Streep... Meryl Streep er af mörgum talin í hópi nýrrar tegundar kvikmyndastjarna, þeirra sem komið hafa fram á undanförn- um áratug og þykja hafa meira vitrænt inntak í leik sínum en til dæmis sexí ljóskurnar á árum áður. Hún er jafn- framt ein fárra stórstjarna hvíta tjaldsins, sem er hámenntuð. Hún lauk magister- prófi í leiklist frá Yale háskóla í Banda- ríkjunum árið 1975, þá tuttugu og sjö ára gömul. Auk sinna þekktu hlutverka í kvikmyndum hefur hún leikið mörg hlut- verk á sviði og þá í mörgum sígildum leikhúsverkum, bæði Shakespeare, Chekov sem og Tennessee Williams og Arthur Miller. Fyrsta hlutverkið hennar í kvikmynd var í Julia árið 1977. í kjölfar þess kom Deer Hunter og fyrir þá mynd var hún tilnefnd til Óskarsverðlauna. Árið 1978 lék hún í myndinni Kramer gegn Kramer, sem hún fékk Óskarsverðlaun fyrir, sem besta leikkona í aukahlutverki. Árið 1980 fékk hún Golden Globe verðlaun bandarískra kvikmyndagagnrýnenda fyrir leik sinn í The French Lieutenant's Woman og verðlaun bresku kvikmynda- akademíunnar, auk þess sem hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í þeirri mynd. Sín önnur Óskars- verðlaun fékk hún síðan fyrir leik sinn í myndinni Sophie’s Choisce , sem Alan Pakula leikstýrði. Og næst var hún til- nefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í hlutverki Karen Silkwood í myndinni Silkwood, sem sýnd var hér fyrir tveimur árum. Þá fékk hún David di Donatello verðlaunin fyrir leik sinn í Falling in Love á móti Robert de Niro, sem sýnd var í Háskólabíói fyrir nokkru. -HEIMSMYND lék fyrst forvitni á því að vita af hverju hún virtist alltaf fá bestu hlutverkin? Hún hlær. „Það er fullt af frábærum hlutverkum, sem ég hef ekki fengið." - En hún er augsýnilega hug- fangin af hlutverki sínu sem danski rit- höfundurinn Karen Blixen í Out of Afr- ica. „í samanburði við önnur hlutverk, sem ég hef Ieikið, er ég mjög hrifin af Blixen því hún var sér svo meðvituð um hver hún væri. Það er fjarri lagi að ég hafi alltaf leikið einhverjar sterkar konur eins og þú sagðir, heldur hef ég oftar en ekki verið í hlutverkum hálf hysterískra kvenna.“ Og hún hlær þessum hlátri sem margir bíógestir þekkja. „Karen Blixen vissi hver hún var og vissi hvað hún vildi. Stundum var hún of kröfuhörð og stundum of gráðug eða frek en hún baðst ekki afsökunar á tilvist sinni og það er í raun mjög ólíkt persónu- einkenni miðað við önnur hlutverk mín. Ég hef leikið svo margar taugaveiklaðar konur,“ segir hún aftur hlæjandi. „Þessi kona var kvenleg, þroskuð; hér er ég strákar, hvort sem ykkur líkar betur eða ver!! Það viðhorf finnst mér frábært - að því leyti er ég ofurlítið lík Karen Blixen. En hún varð fórnarlamb ástríðna sinna og loftslagsins.“ Hún verður hálf raunamædd á svipinn þegar hún talar um Blixen. „Þetta hlut- verk hafði mjög sterk áhrif á mig en ég er mjög, mjög glöð yfir því að hafa tekið það að mér. Þetta er fyrsta hlutverkið sem ég hef tekið að mér án þess að hafa lesið handritið yfir. Það var reyndar stað- urinn, Afríka, sem réði mestu um ákvörðun mína upphaflega. Handritið var ekki fullgert fyrr en ég var mætt á staðinn. Ég hafði að vísu lesið bók Blixen Out ofAfrica fyrir mörgum árum og var pínulítið hrædd um að handritahöfundi tækist jafn vel ekki að gera textann eins góðan og bókina eða leikstjóra að ná fram þeirri kýmni, sem var í bókinni. Og ég held að ég geti fullyrt að þið verðið ekki fyrir vonbrigðum með myndina! Þegar ég las bókina hins vegar upphaf- < lega var ég ekkert að hugsa um höf- undinn, Karen Blixen, heldur sögusvið- ið, Afríku. Henni hefur tekist ótrúlega vel að halda eigin persónu utan bókar- innar. Þegar ég ákvað að taka að mér hlutverkið las ég hins vegar bókina aftur, margoft og reyndi að skynja persónu Blixen á hverri blaðsíðu. -Við spyrjum hvernig hún hafi und- irbúið hlutverkið. „Ég las ævisögu hennar eftir Judith Thurman sem varð alger biblía fyrir mér. Ég las sögur Blixen og það sem kom að mestu gagni, bréf hennar heim til ætt- ingja í Danmörku. Hún skrifaði þessi óskaplega löngu bréf þegar regntíminn var í Kenýa, þar sem hún bjó í fjórtán ár — og í bréfum til Bess frænku sinnar er hún að rífast. Þú veist, í öllum fjöl- “ skyldum er einhver ævintýramanneskja, einhver sem er öðru vísi, stingur í stúf við hefðbundin viðhorf fjölskyldunnar og er sérvitur. En það voru sérstaklega þessi bréf til Bess frænku hennar, sem sögðu mér mest um Karen. Svo hafði ég í fórum 96 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.