Heimsmynd - 01.03.1986, Side 102

Heimsmynd - 01.03.1986, Side 102
MERYL STREEP eftir síðustu skorpuna, þrjár kvikmyndir, Plenty, Out of Africa og Heartburn. Ég er ennþá þreytt og það bitnar ofurlítið á fjölskyldunni.“ -Hefur sú staðreynd að þú ert móðir, breytt viðhorfi þínu til hlutverka, eða hvernig þú leikur eða jafnvel skynjar konurnar, sem þú leikur? „Það brýtur niður varnir manns á viss- an hátt. Maður er ekki eins harður af sér og við sumum hlutum í kvikmyndum of- býður mér, sérstaklega ofbeldi og tilfinn- ingakulda. Ég get ekki hugsað mér að sjá kvikmyndir, þar sem mikið ofbeldi er. A sama hátt loka ég oft augunum yfir kvöldfréttunum í sjónvarpinu — ég vil ekki vita af því að þessi þjáning sé til í þeim heimi sem ég hef alið börnin mín í, skilurðu? Pegar ég var ein, var þetta allt öðruvísi — þjáning og sorg umheimsins voru einhvern veginn utan ramma míns lífs. Nú óttast ég ekki lengur hvort ein- hverjir hræðilegir hlutir hendi mig — heldur hvort einhverjir hræðilegir hlutir hendi börnin mín og það er óbærileg tilhugsun." -Eru leikhæfileikar meðfæddir — eða finnst þér þú hafa haft mikið gagn af leikmenntun þinni? „Ekki MA gráðunni sjálfri en reynslan hefur kennt mér sitthvað. Ég er hins vegar mjög fegin að ég lauk námi. Þó þarf maður enga gráðu til að ná langt í leiklist. En námið var mjög mikilvægt fyrir mig, því ég hóf það svo seint, var 27 ára þegar ég hætti í skóla. Og námið veitti mér ákveðið öryggi síðar meir. Ég þurfti ekki að vinna á börum eða í öðrum slíkum störfum eins og margir ungir leikarar — ég gat einbeitt mér alfarið að leiklistinni. Þannig voru þessi ár mikil- væg en slíkt er á engan hátt trygging fyrir árangri.“ -Horfirðu einhvern tíma á sjálfa þig á hvíta tjaldinu innan um áhorfendur? Hlær. „Nei, ég er of taugatrekkt til þess í bili. Ég gat það þegar ég var yngri en því eldri sem ég verð því meira fer það í taugarnar á mér, ef fólk hlær að drama- tískum senum og hrýtur þegar fyndnu senurnar eru.“ -Hvað finnst þér um gagnrýni? „Ég held að því meir sem fólk haldi að það hafi eitthvað á hreinu, því sann- færðara verði það í skoðun sinni, sama hve röng hún kann að vera. Því skiptir það engu máli hvað ég geri, það virðist ekki breyta áliti viss hóps. Og ég viður- kenni að gagnrýni, sem mér finnst ekki sanngjörn, fer í taugarnar á mér. Því meiri fórnir sem ég færi persónulega, þar sem mikil vinna gerir það að verkum að ég er miklum fjarvistum frá fjölskyldu minni eða hef mjög lítinn tíma fyrir hana, þá vildi ég gjarna fá umbun eða hrós fyrir starf mitt, fái ég skammir er erfitt að taka þeim í ljósi þess hvað þetta starf kostar mann.“ -Er það þá pínulítið erfitt að vera ein þekktasta kvikmyndaleikkona hins vest- ræna heims? „Nei, ég tel mig mjög heppna.“ -Þú sérð enga hættu fólgna í því? „Jú, vissa hættu - auðvitað! Ég veit ekki alveg hvernig ég á að svara þér, hver hún er, er það af því að ég er fræg eða af því að fólk kannast við kvikmyndir mínar en fer kannski samt á þær með neikvæðu hugarfari. Fólk hefur fyrirfram mótaðar skoðanir á mér, af því það þekkir mig úr öðrum myndum. Fólki finnst ég kannski ekki lengur fersk — ég er ekki nýtt andlit, Karen Blixen eða Isak Dinesen á efri árum. Andlitið ber þess merki að hún hefur þjáðst af sárasótt og öðrum sjúkdómum. Þannig sá Meryl Streep hana eingöngu á ljósmyndum og myndböndum. „Ég reyndi að ímynda mér hvernig hún hefði litið út ung . . .“ heldur bara Meryl Streep. Sjálfri finnst mér ég vera ný með hverju nýju hlut- verki, þess vegna er ég leikkona og því hef ég valið leiklistina af því að hún gefur mér tækifæri til að lifa mig inn í svo margvísleg hlutverk. En það er erfitt að sætta sig við að áhorfendur skynji þetta kannski allt öðru vísi. Það er það erfið- asta við frægðina. Það er slæmt að maður geti ekki endurholdgast — en það er það sem maður er alltaf að reyna!“ -Þessi spurning er ósanngjörn en finnst þér hafa dregið úr eftirsókn eftir þér - eða að mjög þekktir leikarar séu valdir með þér, eins og til dæmis Robert de Niro til að tryggja örugga aðsókn? „Þetta er ekki ósanngjörn spurning. Hins vegar hef ég ekki orðið vör við slíka skynsemi! Það eru ekki allir sem vilja gera mynd með Sly Stallone til að tryggja fjórfalda aðsókn.“ -Það er verið að sýna Rocky IV í Reykjavík. Þú verður kannski á móti honum í Rocky V? „Ég myndi elska að fara inn í hringinn með Sly. Nei, ég er bara að grínast. Það er fullt af fólki, sem mig langar að leika á móti. Ég ætla hins vegar engin nöfn að nefna — ekki núna. Er þetta ekki orðið gott!“ Og hún flissar. En í þetta sinn að ástæðulausu... 102 HEIMSMYND
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.