Heimsmynd - 01.03.1986, Síða 103
Sidney Pollack leikstjóri. í viðtali við HEIMSMYND sagði hann að hann hefði
mikinn áhuga á að fjalla um samskipti manns og konu af mjög ólíkum bakgrunni.
MERYL SU EINA SEM KOM
TIL GREINA í HLUTVERKIÐ
- SEGIR SIDNEY POLLACK LEIKSTJÓRI í SAMTALI VIÐ
HEIMSMYND
' KAREN BLIXEN
„Ég átti býli í Afríku við rœtur Ngong
hæðanna... “
Þannig eru upphafsorð bókar danska
rithöfundarins Karen Blixen (rithöfund-
arnafn hennar var Isak Dinesen) í Out of
Africa, bók um líf hennar á kaffiekrum í
Kenýa í byrjun þessarar aldar. Hún varð
þó að gefast upp á búskapnum í Kenýa
1929 og hjónaband hennar og Bror Blix-
en var farið í hundana — hann hafði
smitað hana af sárasótt og hún þjáðist af
afleiðingum þess það sem hún átti eftir
ólifað. í Afríku varð Karen ástfangin af
breskum ævintýramanni að nafni Denys
Finch-Hatton. Pað ástarsamband fór út
um þúfur og setti mjög mark sitt á hana,
en Denys Finch-Hatton fórst í flugslysi
skömmu áður en hún yfirgaf Afríku.
Hún var fertug og hafði misst allt sem var
henni kærast...
Karen Dinesen fæddist í Danmörku
árið 1885. Hún sýndi fljótlega mikla hæfi-
leika sem greind og varð uppreisnarsegg-
ur fjölskyldunnar, sem tilheyrði dönsku
yfirstéttinni. Hún giftist frænda sínum
Bror Blixen, að því að talið er til að losna
undan yfirráðum fjölskyldunnar. Þau
fluttust til Kenýa árið 1912 og hófu rækt-
un á kaffi. í Afríku bjó Karen í sautján ár
og gekk undir nafninu Blixen barónessa.
Á þessum tíma horfði hún á margt um-
^ hverfis sig fara í súginn og hélt niðurbrot-
in kona heim til föðurhúsanna, fertug að
aldri. Nokkrum árum síðar fór hún að
skrifa endurminningar sínar og kom
bókin Out of Africa út 1938. Hún tók
upp rithöfundarnafnið Isak, sem á he-
bresku þýðir „sá sem hlær,“ og notaði sitt
gamla ættarnafn Dinesen. Eftir hana
komu síðan út mörg fræg verk, sem í
fyrstu var hafnað af gagnrýnendum
heima í Kaupmannahöfn en urðu síðar
viðurkennd á alþjóðavettvangi. Hún var
í tvígang tilnefnd til nóbelsverðlauna.
Karen Blixen lýsti sjálfri sér sem sögu-
manni og hún sagði eitt sinn: „Ef maður
endursegir ekki lífið í hugarheimi sínum,
þá lifir maður ekki til fulls!“
►
„Ég valdi Meryl Streep í hlutverk Kar-
en Blixen eftir að hafa prófað fyrir mér
víða,“ sagði leikstjórinn Sidney Pollack í
samtali við HEIMSMYND nýlega. „Ég
hafði rætt við og prófað fjöldann allan af
evrópskum leikkonum — þar á meðal
skandinavískar en eftir að hafa prófað
Streep einu sinni í hlutverkið, fannst mér
engin önnur koma til greina,“ sagði þessi
frægi leikstjóri og kvikmyndaframleið-
andi, sem á ótal vinsælar og þekktar
myndir að baki.
Hann sagði hins vegar að öðru máli
hefði gegnt með Robert Redford. Með
valinu á Redford í hlutverk breska ævin-
týramannsins Denys Finch-Hatton, elsk-
huga Karen Blixen, teldi hann sjálfur að
hann hefði tekið meiri áhættu, án þess að
hann kysi að fara nánar út í þá sálma.
Out of Africa er fjórtánda kvikmyndin
sem Sidney Pollack leikstýrir en samtals
hafa myndir hans hlotið 31 kvikmynda-
verðlaun og átta eru á lista yfir vinsæl-
ustu myndir allra tíma. Þar á meðal er
grínmyndin Tootsie með Dustin Hoff-
man í aðalhlutverki, sem hann fékk verð-
laun fyrir. Hann fékk einnig verðlaun
fyrir myndina They Shoot Horses, Don't
They?, þar sem Jane Fonda steig sín
fyrstu skref á braut til alþjóðlegrar frægð-
ar, árið 1969.
Fyrsta stóra kvikmyndin sem Pollack
leikstýrði var The Slender Thread árið
1965 með Anne Bancroft í aðalhlutverki.
I næstu mynd hans lék Robert Redford
og var það fyrsta myndin af sex, sem
Redford hefur leikið í undir stjórn Poll-
acks, má þar meðal annars nefna Jeremi-
ah Johnson, mynd sem var mjög ódýr í
framleiðslu en varð feykilega vinsæl.
Af öðrum þekktum myndum Pollacks
síðasta áratug má nefna, The Way We
Were, Three Days of the Condor, Bobby
Deerfield, The Electric Horseman auk
þeirra sem fyrr hafa verið nefndar. -
Aðspurður um hver væru uppáhalds við-
fangsefni hans, svaraði Pollack: „Myndir
þar sem lögð er áhersla á hversu við-
kvæmt samband getur verið á milli karla
og kvenna af mjög ólíkum bakgrunni.
Slíkt munuð þið sjá sérstaklega í Out of
Africa, danska yfirstéttarkonu og bresk-
an ævintýramann.
HEIMSMYND 103