Heimsmynd - 01.03.1986, Síða 120

Heimsmynd - 01.03.1986, Síða 120
FOLK FARKOVSKI-STJARNAN GUÐRUN Nú á næstu vikum verður frumsýnd nýjasta mynd Tarkovskis, Fórnin en þar fer Guðrún Gísladóttir með hlutverk íslenskrar skapa- nornar, Maríu að nafni. María þessi býr yfir yfirnáttúrulegum krafti og kemur við sögu stórleikarans sem Erland Josepsson leikur. Stórleikari þessi hefur snúið baki við svið- inu og fórnað frama sínum fyrir lífið sjálft og sagði Guðrún að myndin fjallaði um hverju hver og einn væri tilbúinn að fórna fyrir lífið. Tökur myndarinnar gengu ágætlega, en hún var tekin síðastliðið sumar í Svíþjóð. Pað helsta sem angraði leikstjórann var sólskinið því hann vill helst ekki kvikmynda nema þeg- ar skýjað er. Eina óhappið við tökuna varð þegar brenna átti hús og mynda brunann. Par urðu mynda- tökumönnunum á einhver mistök svo endur- byggja varð allt húsið og brenna á nýjan leik til að ná þessu atriði. Annars er Guðrún, sem reyndar heitir Snæfríður að millinafni, hætt að leika skapa- norn og leikurþess ístað /'Reykjavikursögum Ástu /' Kjallaraleikhúsinu og dundar sér þar utan við þriggja ára son sinn Gísla Galdur, sem eyddi með henni sumrinu f Svíþjóð. Petta var fyrsta kvikmyndin sem Guðrún leikur í, en hún hefurstaðið á sviðinu í níu ár. „Kvikmyndataka er sjálfsagt eins misjöfn og sýningar á sviði eru misjafnar en það eru sömu undirstöðuatriði fyrir hvort tveggja, sagði Guðrún. Pað er hið Ijósa man, Snæfríður íslandssól úr íslandsklukkunni, sem er fyrirmynd að millinafni Guðrúnar. Guðrún sagði að móðir hennar hefði verið mikill aðdáandi bókarinnar en sjálfrí hefði henni verið illa við Snæfríði í æsku, , enda ekki hið Ijósa man sjáif", sagði Guðrún. , En núna skil ég hana. “ Guðrún Snæfríður. Millinafnið er úr ís- landsklukkunni, þótt hún líkist eigi hinu ljósa mani. Ljósm.: Þorvarður Arnason. ISLANDS- MEISTARINN í FIMLEIKUM Hönnu Lóu langar til að verða ljós- móðir, þótt hún vilji helst ekki eiga mörg börn sjálf. Ljósm.: Þorvarður Arnason. Eftir röska viku verður Hanna Lóa Friðjónsdóttir að verja titil sinn. Hann hefur hún borið í eitt ár eða frá því hún varð íslandsmeistari í fimleikum kvenna í fyrravor, þá þrettán ára. Og síðustu vikur og mánuði hefur þessi brosmiida stúlka, sem stundum drekkur mjólk framan í okkur í sjón- varpinu, æft sex sinnum í viku hverri og þá ekki skemur en þrjá klukkutíma í hvert sinn. Hún sagði HEIMSMYND að íslands- meistaratitillinn hefði svosem ekki breytt neinu, nema kannski væru tekin fleiri viðtöl og slíkt við hana-og síðan væru náttúrulega ferðalög því hún hefur keppt fyrir íslands hönd á mótum í Belgíu, Svíþjóð, Danmörku, Wales og Skotlandi. Og gengið ágæt- lega. Hins vegar fá stöllur hennar er- lendar, sem hún keppir við, meiri þjálfun. „Það er miklu betri aðstaða sem þær hafa,“ sagði Hanna, en bætti við að hinn pólski þjálfari hennar, sem reyndar tók sér nafnið Valdimar Karlsson fyrir nokkru, væri mjög góður. Og þar sem Hanna býr í Garðabæ en er í meistaraflokki Gerplu í Kópa- vogi þarf hún að eyða miklum tíma í strætisvagnaferðir á æfingar-„og það er leiðinlegt“. Að vísu þarf hún ekki að ferðast alein því vinkona hennar Dóra Óskarsdóttir, sem verð- ur einn af keppinautunum á íslands- mótinu, æfir líka með Gerplu. Og til að vinna sigur á mótinu og þar með sigra Dóru og aðrar stúlkur í Gerplu og öðrum félögum þarf aga og einbeitingu. Hanna segist ekki vera í vandræðum með einbeitinguna. „Hún bara kernur." Og hvað þá ef pabbi og mamma eru í salnum að horfa á? „Ég hugsa ekkert um þau, ég bara reyni að gera mitt besta og hugsa ekki um neitt annað.“ Að vísu viðurkenndi Hanna að stundum væri hún ákaflega þreytt á öllu þessu æfingastússi og vildi allra helst hætta því, en því er þó ekki til að dreifa núna þegar svo stutt er í mótið og titilvörnina. Hún vildi ekki segja berum orðum að hún ætlaði að vinna mótið, en sagði „jú auðvitað þarf stái- vilja til að keppa í þessu“. Hins vegar fékkst ekki svar við spurningunni hvort það væru ekki einmitt íþrótta- menn með stálvilja, sem væru ákveðnir í að vinna ákveðin mót, sem ynnu þau. „Ég veit það ekki, ég ætla alla vega að reyna.“ Þangað til er ekki tími til neins ann- ars en æfinga og lærdóms, stráka- stúss og annað slíkt verður að bíða enda segir Hanna að það sé nægur tími til slíks seinna meir, enda eigi hún mörg ár eftir í fimleikunum og seinna langar hana kannski til að verða Ijósmóðir en vill helst ekki eiga mörg börn sjálf - „því nenni ég ekki“. 120 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.