Heimsmynd - 01.03.1986, Qupperneq 124
FTÖLMIÐLUN
NÝR ÚTVARPSSTJÓRI
- EINAR SIGURÐSSON
Er dópisti
á fiölmiðla
Hægur, prúður, norðlenskur, fastur
fyrir með djúpa rödd. Þótt sjálfur lýsi
hann sér sem „voðalegum galgopa“, það
er þegar hann er meðal vina. Að öðru
leyti segist hann feiminn.
Það kom reyndar ekkert á óvart að
íslenska útvarpsfélagið skyldi velja Einar
Sigurðsson til þess starfs að verða fyrsti
útvarpsstjóri hinnar nýju stöðvar, þeirrar
fyrstu sem sett verður á laggirnar eftir
rúma hálfrar aldar einokun ríkisútvarps-
ins. Flestir þekkja andlit hans úr frétta-
tímum sjónvarpsins, þar sem hann hefur
starfað í tæp þrjú ár, eða frá því að hann
lauk námi í fjölmiðlun og stjórnmála-
fræði í London.
Hann segist vera dópisti á fjölmiðla.
Eftir að hann lauk stúdentsprófi frá
menntaskólanum á Akureyri, þar sem
hann er fæddur og uppalinn, fór hann til
Reykjavíkur til að hefja nám í líffræði,
en snerist hugur og fór að vinna á
Alþýðublaðinu. Það var árið 1976, þegar
tilraun var gerð til að „rífa“ blaðið upp.
„Reykjaprent, sem gaf út Vísi tók við
rekstrinum. Margt ungt fólk, sem síðar
fór á fréttastofu útvarpsins,var ráðið á
blaðið. Árni Gunnarsson var ritstjóri
sem og Vilmundur Gylfason. Það var
góður skóli og maður sá tilgang í því, þar
til flokkurinn tók við því. Petta var eigin-
lega dæmt spil frá upphafi eins og margt
annað í sorglegri blaðasögu á íslandi."
Einar var á Alþýðublaðinu í tvö ár eða
þar til hann réði sig sem morgunþul hjá
ríkisútvarpinu. Þar var hann í tvö sumur
en hóf nám haustið 1978 í fjölmiðlafræði
við Polytechnicháskólann í London, það-
an sem hann lauk BA prófi. Því næst
lauk hann magisterprófi í stjórnmála-
fræði frá London School of Economics.
Á meðan náminu stóð hélt hann tengsl-
um við útvarpið í Reykjavík, þar sem
hann starfaði á sumrin, fyrst sem þulur
og síðar sem fréttamaður. Auk þess var
hann fréttaritari útvarpsins í London.
„Þá var Margaret Thatcher nýkomin til
valda og miklar sviptingar í breskum
stjórnmálum, það gustaði um hana og ég
held að fréttir mínar frá London hafi
farið fyrir brjóstið á sumum hægri mönn-
um. Ég var alla vega skammaður hressi-
lega í Velvakandabréfum.“
Um pólitísk viðhorf sín, segir hinn nýi
útvarpsstjóri, „ég er þessi táknræni
blaðamaður, vægur krati, þó ekki í
flokkslegum skilningi, örlítið kaldhæð-
inn. Ég held að flestir blaðamenn séu á
þessari línu“, segir hann. „Alla vega níu
af hverjum tíu. Þó held ég að það sé
engan hægt að hanka á hlutdrægni af
þeim sem starfa á fréttastofum útvarps
og sjónvarps. Mín reynsla af ríkisútvarp-
inu er sú, að þar séu stunduð fagleg
vinnubrögð í krafti ákveðinnar hefðar en
sem miðil skortir ríkisfjölmiðlana ákveð-
ið bit. Þeir standa frekar fyrir samstöðu
en átök. Þó hefur umfjöllun fréttastof-
anna orðið miklu hispurslausari hin síð-
ari ár og er það viðbragð gagnvart opnari
fjölmiðlun í landinu, nýju fólki, nýjum
áhrifum..."
Einar segir aðspurður enga launung á
því að í íslenska útvarpsfélaginu séu
„eintómir hægri menn í stjórn. En ég er
ekki ráðinn í starfið til að útvarpa þeirra
skoðunum. Ég mun halda mínum fag-
kröfum - á þann hátt einan getur maður
haldið trúnaði hlustenda. Fari fólk að *
tortryggja fjölmiðil um hlutdrægni
minnkar traustið í hans garð og þar af
leiðandi hlustun. Með því móti minnkar
markaðsgildi miðilsins - en þetta útvarp
verður eingöngu fjármagnað með auglýs-
ingum og verður í beinni samkeppni við
ríkisútvarpið, án þess að það verði líkt
annarri hvorri stöðinni, það er rás 1 eða
rás 2. Það verður öðruvísi. Það verður ,
staðbundnara, stefnir aðallega að þjón-
ustu við stór-Reykjavíkursvæðið og ná-
grannabyggðalög. “
Þessa dagana er Einar Sigurðsson
mjög önnum kafinn maður. Hann er í
verki bæði framkvæmdastjóri og útvarps-
stjóri. Hann sér ekki eingöngu alfarið um
mótun dagskrárstefnu heldur og rekstur
stöðvarinnar, ráðningar, útvegun tækja-
kosts og húsnæðis svo nokkuð sé talið.
Stjórnunar- og peningahliðin er honum
nokkuð framandi. Hann brosir feimnis-
lega. „Ég hef aldrei unnið öðruvísi held-
ur en eftir stimpilklukku - og ég hef
aldrei þurft að fást við fjármálastjórn
áður, en þetta er mjög spennandi. Ég er
mér þó meðvitaður um markaðsumhverf-
ið og þau öfl, sem þar eru að verki. Og
auglýsingamarkaðurinn mun ráða úrslit- •*
um um framtíð þessa útvarps. En það á
eftir að koma í ljós hversu atkvæðamikill
yfirmaður ég verð,“ segir hann hálf hlæj-
andi. „Fjölmiðlun er ekki og getur aldrei ,
orðið færibandavinna." Hann mun hafa
innan við einn tug starfsmanna á sínum
124 HEIMSMYND