Heimsmynd - 01.03.1986, Side 126
BOKMENNTIR
eftir Helga Skúla Kjartansson
LIFAÐ AF
LANDSINS GÆÐUM í
AFMÆLISBORGINNI
Tveggja alda borgarafmæli leiðir hug-
ann að sögu Reykjavíkur, ekki síst sögu
hennar þau tvö hundruð ár sem liðin eru
frá því hún varð kaupstaður. Unnið er að
því á borgarinnar vegum að semja ræki-
legt yfirlit um þá sögu alla. Og er það
gert í tilefni afmælisins þótt ekki komi
fyrir almenningssjónir á afmælisárinu
sjálfu.
Það gerir hins vegar bók Þórunnar
Valdimarsdóttur: Sveitin við Sundin. Bú-
skapur í Reykjavík 1870 -1950. Hún mun
koma út með vorinu, sjötta bókin í
„Safni til sögu Rcykjavíkur" sem Sögufé-
lagið gefur út í samvinnu við Reykjavík-
urborg.
Þórunn er ungur sagnfræðingur, lauk
kandídatsprófi 1983, og hafði þá einmitt
samið prófritgerð sína um búskap og
jarðrækt í Reykjavík. Það lá því beint við
að fala hana til að rannsaka efnið nánar
og rita um það heila bók. Því verki lauk
hún á síðasta ári, en hefur þó ekki lagt
búnaðarsögu á hilluna með öllu, því að
nú starfar hún að því að skrá ævisögu
Einars Ólafssonar í Lækjarhvammi, eins
af framámönnum bændastéttarinnar um
áratuga skeið.
Bók Þórunnar, sú sem nú er að koma
út, fjallar um mjög margar hliðar á bú-
skap og landnytjum Reykvíkinga. Hún
ritar um lönd og lóðir, túnrækt og nýbýli,
mjólk og kjöt, kýr og sauði, hesta,
hunda, hænsni, áburð og nýtingu hans,
mótekju og garðyrkju.
Þórunn hefur vinsamlega leyft
HEIMSMYND að birta stuttar glefsur úr
bókinni. Einkum hefur orðið fyrir valinu
efni sem bregður birtu á hreinlæti - nán-
ar tiltekið skort á því - í borgarumhverf-
inu og framfaraviðleitni á því sviði.
Bókarkaflarnir sem hér birtast gefa
glöggt dæmi um frásagnarhátt Þórunnar.
Hún lýsir hlutunum einkanlega eins og
þeir sneru við fólki í daglegu lífi og er
óspör á að vitna í heimildir þegar þær eru
til þess fallnar að krydda frásögnina og
færa lesandann nær veruleika sögutím-
ans.
Það mun trúlega koma mörgum les-
endum á óvart hve miklu er frá að segja í
bók um þetta efni. Reykvíkingar voru
um skeið í fararbroddi um búnaðarfram-
kvæmdir, langumsvifamestir allra kúa-
bænda, jarðabótamenn í fremstu röð og
áhugasamir um fjölgun sveitabýla í
bæjarlandinu. Nýjar aðstæður eftirstríðs-
áranna gera þessa sögu æði framandi, að
minnsta kosti yngri kynslóð Reykvík-
inga, en þó eru ekki nema fimmtíu til
Lœkjartorg 1885. Þá var líflegt í Austurstræti og við enda þess gnæfði grindin að
Vinaminni, sem nú er eins og smákofi bak við Morgunblaðshöllina. Heybaggar og
hestar voru jafn ómissandi hluti af bæjarlífinu og bílar og bensín er nú.
(Ljósmynd: Sigfús Eymundsson, Þjóðminjasafn).
126 HEIMSMYND