Heimsmynd - 01.03.1986, Qupperneq 127

Heimsmynd - 01.03.1986, Qupperneq 127
> sextíu ár síðan landbúnaður var í hvað mestum blóma sem atvinnuvegur höfuð- staðarins. ...Búskapurinn sem stundaður var í Reykjavík setti sterkan svip á bæjarlífið fram yfir fyrri heimsstyrjöld. Bærinn fékk höfuðborgarsvip á árunum milli stríða, en búskapur var snar þáttur í bæjarlífinu fram að seinni heimsstyrjöld. ...Helgríman var leðurskýla sem spennt var utan um höfuð skepnunnar, og í henni var nibba sem dauðrotaði þegar slegið var á með hamri. ísafold segir frá því árið 1892 að Einar B. Guðmundsson óðalsbóndi í Fljótum hafi fundið upp hel- grímuna „í því skyni, að fá almenning til að leggja niður hina afgömlu, hroðalegu grimmdarmeðferð við slátrun á sauðfé." Á skrifstofu fsafoldar var helgríma höfð til sýnis. Haustið 1892 skoraði ísa- fold á alla slátrara Reykjavíkur að nota grímuna og þá voru þessi orð höfð um skurðinn: „Fje, sem kemur nú hingað til bæjar- ins, er slátrað með sama tilfinninga- leysinu og áður. Pað er dregið að blóðugu troginu, og því sýndur hnífurinn; það er keyrt niður og þvíhaldið niðri afalefli, og svo, eptir töluverðan umhugsunartíma, er hnífnum brugðið hægt og hægt á bark- ann, og látið blœða sem lengst, jafnvel áður en mænan erskorin sundur, — í stað þess að svœfa kindina þegar áður en hún er skorin á háls. Sje menning vor annað en skurn eða froða, þá látum ekki þetta haust líða svo, að þessu sje eigi hrundið í betra horf. “ ■.. Ofan í Lækinn rann skólp úr rennum sem lágu meðfram götunum ofan úr hæð- unum í Austurbænum, en skólp úr götun- um vestan Lækjar safnaðist í rennuna í Austurstræti og úr henni rann í Lækinn. Rennurnar voru hreinsaðar á sumrin þegar þurfa þótti. Þar sem rennur vant- aði eða þar sem þær voru óupphlaðnar, mynduðust forarvilpur sem ótal kvörtun- arbréf til bæjarfógeta vitna um. Um alda- mótin var engin renna í Þingholtsstræti, en „stórir daunillir forarrennslispollar voru á götunni." Guðmundur Björnsson héraðslæknir benti bæjarstjórn á að sóða- skapur af þessu tagi greiddi sjúkdómum götu, og sagði að hvergi í austurbænum væru veikindi, svo sem taugaveiki og barnaveiki, jafn tíð og við Þingholts- stræti. Þessi tilvitnun í blaðið Reykvíking frá 1896 færir okkar óþægilega nærri raunveruleikanum í aldamótabænum Reykjavík: Útsýn frá Hlemmi. Ásgrímur Jónsson málaði þessa vatnslitamynd á árunum 1910—1920. Konurnar sem nýkomnar eru með handvagn yfir hlemminn á Rauðarárlæk, eru á leiðinni inn í Laugar með óhreinan þvott. Húsið til hægri er hús gasstöðvarstjóra, sem strætisvagnastjórar hafa til umráða nú. Fyrir miðri mynd er býlið Rauðará og Esjan er í baksýn. Myndin er í eigu Landsbanka íslands. „Hjá engum siðuðum mönnum á byggðum bólum mun annar eins sóða- skapur eiga sjer stað eins og hjer sumstað- ar í Reykjavík. Hver sem gengur (sem margir eru) af Laugaveginum og upp svo- nefnt Tugthússund yfir á Skólavörðuveg- inn, hlýtur öldungis að falla í forundrun, og þar að auki er það bráð mannhœtta í myrkri að fara þann veg, því hyldýpis-gjá af margra ára gömlu slafaskólpi er þar á veginum meðfram hegningarhiíssgarðin- um, sem breiðir sig ofan alla götuna, og lyktar svo afskræmislega skaðlega, að það hlýtur að stytta æfi hvers manns um nokkur ár, sem þar um gengur, og þar að auki má það til að vera hrein kvalarpest fyrir þá sem búa þar í kring, að hafa jafnan slíkan ódaun fyrir vitum sjer. “ HEIMSMYND 127
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.