Heimsmynd - 01.03.1986, Síða 128

Heimsmynd - 01.03.1986, Síða 128
Nautgripir og heybaggar koma á land við steinbryggjuna. Höfnin hafði mikið aðdráttarafl fyrir unga drengi og þessir nautgripir fengu sannarlega glæsilegar móttökur! Mennirnir í hvítu sloppunum eru líklega slátrarar. Um aldamótin bauðst bæjarbúum nýtt nautakjöt á vorin og sutnrin, annars var nýtt kjöt aðeins að fá á haustin, þegar sauðféð streymdi til bæjarins úr öllum áttum. (Ljósmynd: Pétur Brynjólfsson, Þjóðminjasafn). Hross við Smiðjustíg 1899. Farar- skjótar fortíðarinnar bíða þess að vera brúkaðir. Myndin minnir óneitanlega á það hvernig bflar bíða við húsin nú. (Ljósmynd: Charles Stitt, Þjóðminjasafn). Tuddi leiddur til slátrunar'! Samkvæmt lögreglusamþykkt bæjarins áttu tveir fíl- efldir karlmenn að fylgja hverju nauti sem leitt var um bæinn, svo að Þorvaldi Bjöms- syni lögregluþjóni þótti greinilega rétt að hafa auga með flutningunum. Einhver tog- ar í bandið um hálsinn á bola, en Bensi í Krossholti ýtir á eftir. Myndin er tekin fyrir framan Landsbankann í Austurstræti árið 1898. (Ljósmynd: Árbæjarsafn). Fyrsta neðanjarðarskólpræsi bæjarins var lagt árið 1903 frá Landakoti og sagði blaðið Reykvíkingur um það þarfa fram- tak að páfinn hlyti að hafa dáleitt bæjar- fulltrúana til þess að veita fé til fram- kvæmdanna. SALERNISÁBURÐUR Sveitamenn dáðust af hinum miklu tæktunarframkvæmdum í Reykjavík, því að túnútgræðslan þar var sú mesta á landinu. Árið 1910 var farið fallegum orðum um það í blaðinu Norðurlandi hvernig menn í Reykjavík ræktuðu ágæt- is tún úr mýrum og grjótmóum, og sagt að þar reynist áburðurinn nægur. Reykjavík átti áburð fram yfir sveitirnar þar sem salernisáburðurinn var. Manna- saur var hann ekki nefndur á prenti, en þegar talað er um „besta áburðinn“ skilst við hvað er átt. Aldamótamenn áttu tölu yfir þennan áburð í Reykjavík; hann var talinn nema 2372 teningmetrum á ári. Einn túneigandi, Einar Zoéga hótel- vert, hafði aðgang að nægum salernis- áburði í hóteli sínu. Halldóri Jónssyni bankaféhirði og bæjarfulltrúa blöskraði hvernig hann lét flytja áburðinn frá Hót- el Reykjavík suður á tún sitt, og skrifaði Halldór lögreglustjóra um málið. Hann segist hafa orðið vitni að því ásamt tveim- ur mönnum á miðnætti kvöldið áður, er Guðmundur Bjarnason í Melshúsum ók skítavagni fyrir Einar suður alla Suður- götu. Vagninn var svo gisinn að þunnt innihaldið streymdi niður alla leiðina og lá þar enn þegar bréfið var ritað. Vel þekktir borgarar urðu vitni að þessu ásamt Halldóri, annar þeirra bæjarfull- trúi eins og Halldór, og voru þeir reiðu- búnir að votta það hvernig götur bæjar- ins voru á þennan hátt útataðar í „fúlustu saurindum." Einar hlýtur að hafa látið þétta vagn sinn eftir þetta uppistand. ...Árið 1906 geisaði taugaveiki í Skuggahverfi. Léleg salernishreinsun var grunuð um að eiga þátt í útbreiðslu veikinnar, svo að bæjarstjórn fól heilbrigðisnefnd að athuga hvernig til- hlýðilegast væri að koma þar á opinberri hreinsun. Þá kom áburðarfélag jarðrækt- armanna, sem stofnað var árið 1904, til skjalanna. Það tók að sér vikulega hreinsun í Skuggahverfi fyrir 20 aura. Félagið reisti haughús sunnan undir Skólavörðuhæð milli Gróðrarstöðvarinn- ar og Aldamótagarðanna. Áburðarvagn- arnir fóru ófáar ferðir þangað suður eftir, því að bæjarstjórn lagfærði sunnanverð- an Laufásveg að beiðni félagsmanna haustið 1907. Árið 1910 virðist Áburðar- félagið hafa skort áburð, en þá sendi það bæjarstjórn erindi um að skylduhreinsun yrði hafin í nokkrum hluta bæjarins, og bauðst til að taka hana að sér . . . Árið 1912 var heilbrigðisfulltrúi feng- inn til að taka að sér eftirlit með salernis- hreinsun fyrir 300 krónur á ári, og fór hreinsunin fram á vegum bæjarins. Þeir túneigendur sem höfðu íbúð f túni sínu sluppu við að láta hreinsa hjá sér, en þeir voru líka þeir einu sem fengu slíka und- anþágu. Menn voru mjög óánægðir með þessa nauðungarhreinsun, það sést á er- indi sem bæjarstjórn barst frá tæplega 400 bæjarbúum þar sem þess var krafist að hún yrði látin niður falla... Bæjarstjóri kom þá til móts við hina óánægðu með því að veita þeim und- anþágu frá salernishreinsun bæjarins, sem gátu sannað fyrir heilbrigðisfulltrúa að einhver túneigandi hreinsaði salerni þeirra árið um kring. ...Engin opinber þarfindahús voru í Reykjavík á síðustu öld. Árið 1888 kom Jón Ólafsson ritstjóri fram með þá hug- mynd í bæjarstjórn að láta reisa slík hús. Málinu var vfsað til veganefndar og ekk- ert varð úr nema vangaveltur. Walgarð Breiðfjörð hreyfði aftur við málinu í Reykvíkingi árið 1894 og vildi láta byggja fjögur til fimm salerni á ströndinni. Hann var sannfærður um að ekki væri vanþörf á því: „Vegna salernisleysis neyðast menn til að gjöra þarfir sínar undir húsveggjum með fjörunni og bryggjum hennar fyrir allra augum, jafnt innlendra sem út- lendra, og er slíkt engu síður brot á lög- reglusamþykktinni, sem bæjarstjórnin eigi má láta afskiptalaust. “ Walgarð hélt áfram í sama dúr árið 1897, og lagði áherslu á hversu óþægilegt þetta væri fyrir aðkomumenn. Þessi seinni lýsing hans er ekki síður myndræn: „...gangi maður hjer niður á bryggj- urnar þá sjer maður nœstum á hvaða tíma dagsins sem er, til austurs og vesturs með fram fjörunni menn á húki að þörfum sínum... sömuleiðis sjást rnenn stundum hópum saman kasta af sjer vatni upp við húsveggi meðfram götunum. “ í þetta sinn tók bæjarstjórn við sér. Veganefnd var falið að byggja „salerni og pissoir" vorið 1898, og átti að verja til þess allt að 300 krónum af fjárveitingu til hreinlætis. Walgarð segir frá því stuttu síðar í blaði sínu að salerni hafi loks verið byggt, „bak við hafnarkastalann fram undan fyrrum búð Þorláks kaupmanns Johnsens." Hann segir að bæjarstjórn hafi iðrast gjörða sinna, því að „siða- gæslunefnd" hafi komið fram með skæð- ustu röksemdina gegn kömrunum. Mikil undur gætu hlotist af því ef „hún- og hannkynið“ mættust þar, en fyrir alda- mót unnu bæði kynin við uppskipun í Reykjavík. Málið komst þó í höfn, að því er Walgarð segir vegna þess að formaður veganefndar varði málið ötullega. Jón Erlendsson, kallaður boli, var ráðinn til þess að hreinsa þarfindahúsin fyrir 24 krónur á ári. En Adam var ei lengi í paradís. Salernunum var lokað eftir rúmt ár vegna „svínsháttar umgangenda", — einhverjir höfðu þá fundið hvöt hjá sér til að mála með saur á veggi þeirra. 128 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.