Heimsmynd - 01.03.1986, Side 135

Heimsmynd - 01.03.1986, Side 135
LEIKHUS > LÍF OG DAUÐI - ► LEIKHUS- BRANSANUM eftir Pál Baldvin Baldvinsson I * Síðustu vikurnar hefur verið einstak- iega hörð samkeppni milli leikhúsanna í borginni, aðsókn hefur verið dræm, framboð á sætum mikið í viku hverri og miklu fórnað til að lokka almenning í leikhúsin, ekki aðeins með auglýsingum heldur líka með undirboðum. Ástæðan er einföld: lægð er komin í leikhúsaðsókn og leikhúsin eru í kreppu, þau hafa ekki stjórnunarlegan styrk til þess að komast upp úr þessum öldudal og eru í ofanálag svo aðklemmd, bæði hvað varðar fjár- magn og húsnæði, að þau geta sig hvergi hrært. Og samkeppnisaðilarnir eru marg- ir: kvikmyndahúsin berjast í bökkum þrátt fyrir innflutning á splúnkunýjum myndum úr draumasmiðjunni, tónlistar- líf er í blóma en áheyrendahópurinn er lítill og þolir ekki of mikið álag eins og tónlistarmenn veita honum á stundum. Myndlistin á í erfiðleikum á opinberum markaði, galleríin loka hvert af öðru, jafnvel vídeóleigurnar detta upp hver af annarri. Og loks kemur að því að menn eru tilbúnir að horfast í augu við kaldan veru- leikann og láta allt hástemmt lof um lista- líf þjóðarinnar uppá sparihilluna og snúa sér að kjarna málsins. Listastarfsemin er eins og hver annar atvinnurekstur sem framleiðir vörur á opnum markaði og verður að selja þær á tilsettu verði í samræmi við framboð og eftirspurn, þótt svo borgaraleg listfræði hafi hjúpað list- ina í blæjur yfirskilvitlegs vaðals. Og þeg- ar kreppir að og tæmist í buddum al- mennings þá verður fár í þessum geira atvinnulífsins og skiptir þá litlu hvort framleiðandinn hefur listaskólapróf upp á vasann og hefur fengið stimpilinn á botninn á sér. Ekkert mannlegt athæfi er ósnert af kapítalinu og hreyfingum þess. Við lifum á niðurlægingartímum. MENNINGARSTEFNAN EFTIR- LÝSTA. Um áramótin reið Sigurður A. Magn- ússon á vaðið og messaði yfir nokkrum opinberum gestum í Þjóðminjasafninu- hann var að fá smávægilegan opinberan styrk og gat ekki stillt sig um að rífa kjaft í móttökunni. Nokkrir fjölmiðlar í landinu sáu ástæðu til að gera sér mat úr ræðu Sigurðar; flestir þögðu þunnu hljóði og létu hana sem vind fyrir eyrum þjóta. Sigurður var að ráðast á valdakerf- ið á íslandi, þetta allra flokka afstyrmi pilsfaldakapítalisma og ríkisreksturs sem við berum öll ábyrgð á. Hann kallaði á menningarstefnu, en lét vera að kryfja til mergjar þá stefnu sem hann sjálfur ásamt mörgum öðrum góðum drengjum hefur mótað á undanförnum áratugum. Því vitaskuld búum við við menningar- stefnu-stór hluti listamanna í landinu lifir á henni—sumir góðu lífi. Þessi stefna er eins og hvert annað afkvæmi þess flokkspólitíska kerfis sem við búum við, og viljum við gera hana upp eins og stefnur okkar í illa hugsuðum atvinnugreinum sem hafa þróast skrykkj- ótt vegna afskipta misviturra ráðamanna, þá verðum við að gera hana upp af kaldri raunhyggju með hreinskilinni og tæpi- tungulausri umræðu. Skoðum leiklistina dálítið. LEIKHÚSS TOFNANIR, LEIKHÚS OG LEIKFLOKKAR Ríkið hefur nú yfirhöndina í leikhúsa- rekstri í landinu. Stefna þess í leik- húsmálum er ráðin árlega á þingi við afgreiðslu fjárlaga. Enginn stjórnmála- flokkur í landinu hefur greinargóða og skýra stefnu í þessum flokki menningar- mála, þótt árlega sé úthlutað stórum fúlg- um frá skattgreiðendum á landinu öllu í þennan rekstur. Nokkrar stofnanir fá mestan hluta af þessu fé. Þjóðleikhúsið er þeirra stærst með mikinn fjölda fastráðinna starfsmanna, fast húsnæði og starfsskrá í lögum. Tveir minni leikflokkar starfa fyrir norðan og sunnan, báðir með tilstyrk sveitastjórna og lúsarstyrk frá ríki. Þeir búa hvor í sínu lagi við slælegan húsakost; samkomuhús frá lokum síðustu aldar sem eru í umsjá og eigu annarra, aðstæður sem hæfa í raun ekki starfseminni, þröng og lág svið. Þá skal til nefna tvær opinberar þjónustustofnanir sem ættu eðlis síns
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.