Heimsmynd - 01.03.1986, Síða 135
LEIKHUS
>
LÍF OG DAUÐI
-
►
LEIKHUS-
BRANSANUM
eftir Pál Baldvin Baldvinsson
I
*
Síðustu vikurnar hefur verið einstak-
iega hörð samkeppni milli leikhúsanna í
borginni, aðsókn hefur verið dræm,
framboð á sætum mikið í viku hverri og
miklu fórnað til að lokka almenning í
leikhúsin, ekki aðeins með auglýsingum
heldur líka með undirboðum. Ástæðan
er einföld: lægð er komin í leikhúsaðsókn
og leikhúsin eru í kreppu, þau hafa ekki
stjórnunarlegan styrk til þess að komast
upp úr þessum öldudal og eru í ofanálag
svo aðklemmd, bæði hvað varðar fjár-
magn og húsnæði, að þau geta sig hvergi
hrært. Og samkeppnisaðilarnir eru marg-
ir: kvikmyndahúsin berjast í bökkum
þrátt fyrir innflutning á splúnkunýjum
myndum úr draumasmiðjunni, tónlistar-
líf er í blóma en áheyrendahópurinn er
lítill og þolir ekki of mikið álag eins og
tónlistarmenn veita honum á stundum.
Myndlistin á í erfiðleikum á opinberum
markaði, galleríin loka hvert af öðru,
jafnvel vídeóleigurnar detta upp hver af
annarri.
Og loks kemur að því að menn eru
tilbúnir að horfast í augu við kaldan veru-
leikann og láta allt hástemmt lof um lista-
líf þjóðarinnar uppá sparihilluna og snúa
sér að kjarna málsins. Listastarfsemin er
eins og hver annar atvinnurekstur sem
framleiðir vörur á opnum markaði og
verður að selja þær á tilsettu verði í
samræmi við framboð og eftirspurn, þótt
svo borgaraleg listfræði hafi hjúpað list-
ina í blæjur yfirskilvitlegs vaðals. Og þeg-
ar kreppir að og tæmist í buddum al-
mennings þá verður fár í þessum geira
atvinnulífsins og skiptir þá litlu hvort
framleiðandinn hefur listaskólapróf upp
á vasann og hefur fengið stimpilinn á
botninn á sér. Ekkert mannlegt athæfi er
ósnert af kapítalinu og hreyfingum þess.
Við lifum á niðurlægingartímum.
MENNINGARSTEFNAN EFTIR-
LÝSTA.
Um áramótin reið Sigurður A. Magn-
ússon á vaðið og messaði yfir nokkrum
opinberum gestum í Þjóðminjasafninu-
hann var að fá smávægilegan opinberan
styrk og gat ekki stillt sig um að rífa kjaft
í móttökunni. Nokkrir fjölmiðlar í
landinu sáu ástæðu til að gera sér mat úr
ræðu Sigurðar; flestir þögðu þunnu
hljóði og létu hana sem vind fyrir eyrum
þjóta. Sigurður var að ráðast á valdakerf-
ið á íslandi, þetta allra flokka afstyrmi
pilsfaldakapítalisma og ríkisreksturs sem
við berum öll ábyrgð á. Hann kallaði á
menningarstefnu, en lét vera að kryfja til
mergjar þá stefnu sem hann sjálfur ásamt
mörgum öðrum góðum drengjum hefur
mótað á undanförnum áratugum. Því
vitaskuld búum við við menningar-
stefnu-stór hluti listamanna í landinu
lifir á henni—sumir góðu lífi.
Þessi stefna er eins og hvert annað
afkvæmi þess flokkspólitíska kerfis sem
við búum við, og viljum við gera hana
upp eins og stefnur okkar í illa hugsuðum
atvinnugreinum sem hafa þróast skrykkj-
ótt vegna afskipta misviturra ráðamanna,
þá verðum við að gera hana upp af kaldri
raunhyggju með hreinskilinni og tæpi-
tungulausri umræðu. Skoðum leiklistina
dálítið.
LEIKHÚSS TOFNANIR, LEIKHÚS
OG LEIKFLOKKAR
Ríkið hefur nú yfirhöndina í leikhúsa-
rekstri í landinu. Stefna þess í leik-
húsmálum er ráðin árlega á þingi við
afgreiðslu fjárlaga. Enginn stjórnmála-
flokkur í landinu hefur greinargóða og
skýra stefnu í þessum flokki menningar-
mála, þótt árlega sé úthlutað stórum fúlg-
um frá skattgreiðendum á landinu öllu í
þennan rekstur. Nokkrar stofnanir fá
mestan hluta af þessu fé.
Þjóðleikhúsið er þeirra stærst með
mikinn fjölda fastráðinna starfsmanna,
fast húsnæði og starfsskrá í lögum. Tveir
minni leikflokkar starfa fyrir norðan og
sunnan, báðir með tilstyrk sveitastjórna
og lúsarstyrk frá ríki. Þeir búa hvor í sínu
lagi við slælegan húsakost; samkomuhús
frá lokum síðustu aldar sem eru í umsjá
og eigu annarra, aðstæður sem hæfa í
raun ekki starfseminni, þröng og lág
svið. Þá skal til nefna tvær opinberar
þjónustustofnanir sem ættu eðlis síns