Heimsmynd - 01.03.1986, Síða 136

Heimsmynd - 01.03.1986, Síða 136
vegna að halda uppi þróttmikilli leikstarfsemi: hljóðvarp og sjónvarp. Hljóðvarpsdeildin er að tapa af lest- inni eftir áratuga farsæld í framleiðslu sinni, ekki síst sökum róttækra breytinga á áherslum í dagskrárgerð og hlustenda- venjum. Og sjónvarpið hefur enga sýni- lega stefnu í gerð innlends leikins efnis og óvíst hvort nokkuð verður af slíku um stundarsakir. Þessar deildir eru skrifborð í dag með einmana yfirmönnum án leik- flokksins sem þó er máttarstoðin í öllu leikstarfi. Þetta er hið opinbera kerfi leiklistar í landinu, og þegar allt kemur til alls þá er þetta kerfi hættulega undir hælnum á fjárveitingavaldinu. Það hefur enga ör- ugga tekjustofna, verður jafnvel að búa við verðlagsákvæði í miðaverði. Það er njörvað niður af opinberum launasamn- ingum og getur næsta lítið vikið frá þeim. Auk þess eru því svo skammtaðir aurarnir að það býr við sýndarfrelsi í verkefnavali, svo háð er það beinum tekjum af aðgöngumiðum. Kerfið er því einstaklega viðkvæmt fyrir hverskyns áföllum og neyðir forráðamenn í ríkjum mæli til að taka tillit til markaðarins og lúta almenningsálitinu með fjölbreyti- legan smekk í verkefnavali. Þeir geta sjaldan vogað nokkru í rauninni og eru undir stöðugu fjárhagslegu eftirliti. Sjálfstæði þeirra er því sýndarmennska, þess vegna fengu þeir stofnanastimpilinn á sig. HIN LEIKHÚSIN í landinu starfa svo fjöldamörg lítil fyrirtæki, ýmist sem atvinnuhópar, hluta- félög eða samvinnufélög, eða áhuga- mannafélög. Þessir hópar geta fæstir staðið undir því að kallast leikflokkar í eiginlegum skilningi orðsins, nema ef til vill Alþýðuleikhúsið í seinni tíð og Svart og sykurlaust. Atvinnumennskan í þeim er stunduð af hugsjón, stór hluti vinnustundanna er gefinn. Enginn þeirra ræður yfir föstu húsnæði, nokkrir þeirra sækja lúsarlegan styrk til ríkis sem er nánast sýndarvottur sem dugar vart fyrir gjöldum þessara hópa til Pósts og síma. Allir eru hóparnir vanbúnir að tækj- um, búa yfir litlu eigin fjármagni og hafa ekki leitað eftir því á opinberum mark- aði. Þeir eru líka allir sem einn ofurseldir smæð sinni og magnleysi og á enda- lausum hrakhólum, þrátt fyrir æskubjart- an baráttuhug og metnað í verkefnavali. Flestallir þessir hópar líta á það sem eðlilegan og sjálfsagðan hlut að þeir fái ríkulegan styrk úr almannasjóðum til að sinna hugðarefnum sínum, jafnvel að rík- ið hlutist til, eða þá bæjarfélög, um að þeir fái eftirlátið húsnæði sem henti þeirra starfsemi á einhvern hátt. En þeir hrópa fyrir daufdumbum eyrum. HIÐ OPINBERA { öllum vestrænum ríkjum hefur einka- rekstur sett svip sinn á leikhúslíf í misrík- um mæli, átt sín blómaskeið samfara styrk og velsæld stéttanna, risið, dafnað og hnigið. Þar sem hann viðgengst í dag er hann víða háður samfléttingu fleiri fjölmiðla. Sækir stjörnur og starfskrafta í skemmtanaiðnaðinn, sjónvarp eða kvik- myndir. En víða eru uppi merki þess að dagar hans séu taldir, nema í leikhúsa- hverfum stórborganna. Þáttur hins opinbera er víða að styrkj- ast verulega í leikhúsrekstri, sumstaðar stendur hann mjög styrkum fótum eins og í Þýskalandi, annars staðar eins og í Frakklandi er hægt að tala um stórátak á þessu sviði undir hinni borgaralegu stjórn sósíalista, meðan hart er sótt að breskum leikhúsum í þessu tilliti. Vestanhafs er kerfið rekið á gerólíkan hátt með styrkjum stórfyrirtækja sem nota hann sér til skattafrádráttar. Á öll- um þessum stöðum er hinsvegar leik- húsið látið nokkuð afskiptalaust hvernig það skipuleggur sitt innra starf, hvernig kjörum er deilt og verkum. Starfsemin fær að búa í friði eftir að hún hefur þegið fúlguna úr hendi kerfisins. Svo verða leikhúsin bara að standa sig á hinum opna markaði. Hér á landi virðist ríkja einhverskonar þegjandi samkomulag manna í millum og flokka, að ríkið skuli gegna veituhlut- verki á fjármagni til leiklistarinnar; fyrir fáa áhorfendur skuli miðaverð greitt nið- ur meðan allur fjöldinn sækir sér aðrar lystisemdir, sumar styrktar úr sama veitukerfinu, nægir að nefna íþrótta- hreyfinguna. Rökin eru margþekkt: Þjóð sem vill afdráttarlaust styðja sköpun og eigin framleiðslu á andlegu efni er styrkari til átaka sem heild. Ef hún vanrækir það virki sitt er hún að bjóða heim upplausn í þeim þáttum sem halda henni saman. Þessi rök eru gömul að gerð og tilheyra nánast fornum tíma og hugmyndum um þjóðina eins og þær voru á liðinni öld. Og eins og margt fornt og úr sér gengið eiga þær einkar vel við okkur. En eins og háttum er komið í þessu landi þýðir þessi hugmynd í raun sérgæði hinna fáu, í þessu tilfelli par tugþúsunda á suðvestur- horninu sem líta á það sem borgaralega skyldu sína að sækja nokkrar leiksýning- ar á ári. Allur fjöldinn sem reiðir fram drjúgan hlut fjárins í nafni heildstæðrar menningar situr heima og horfir frekar á vídeó eða fer á völlinn. Og er þá réttlæti í nafni menningarinnar fullnægt? Eða menningunni í nafni réttlætis, bræðralags og jafnaðar? Er þá ekki upplagt að fela bara kapítal- ismanum þetta allt á vald? Láta „skáld hversdagslífsins" um þetta eins og flest annað í atvinnulífi okkar? En þá kemur að þeirri raunalegu staðreynd að íslensk- ir kapítalistar hafa sjúklega lítinn áhuga á að standa fyrir slíkri starfsemi, rétt eins og allri annarri menningarstarfssemi og hafa þó fengið áminningu fyrir af ekki minni postula en einum ritstjóra Morg- unblaðsins. Hún skilar einfaldlega ekki nægilegum gróða. Og þó svo einhverjir hefðu glóru- lausan áhuga á að stunda leikhúsrekstur í eigin nafni sem einkafyrirtæki án nokk- urra hugsjóna eða blekkinga um annað en það sem þeir teldu vera rekstarlegan ábata hverju sinni og það þarf nota bene ekki að þýða beinan hagnað, væru þeir nokkuð betur settir en sjálfstæðu hóparn- ir svonefndu, fyrst við erum svo ólánsöm að búa í landi sem eignaðist aldrei nógu ríka borgarastétt og millistétt sem reisti og fjármagnaði leikhúsbyggingar um alla vesturálfu? Nei, í rauninni ekki. Allir sitja við sama borð í þeim efnum nema þeir sem eru svo lánsamir að fá gefins hús frá okkur öllum. MAÐUR, NÚ ER ÞAÐ SVART Leikhúsrekstur á íslandi er semsagt í klemmu vegna beinna afskipta ríkisvalds- ins af fáum stofnunum sem ættu eðlis síns vegna að hafa meira fjárhagslegt og stjórnunarlegt sjálfstæði. Og svo vegna þess að sár skortur er á að stjórnmálalega séu sett niður álitamál um annan rekstur en þessi fáu ríkisfyrirtæki og skipulagi komið á eðlilegan leikhúsrekstur í landinu sem þjóni metnaði landsmanna og þörfum þeirra á þessu sviði atvinnu- lífsins. Jafnvel með svo ríkulegri fjárfest- ingu, að leikhúsfyrirtækjum landsins tak- ist að brjóta niður þá múra sem umlykja nú þessa listgrein og ná inn til sín fjöldan- um með skemmtun sinni. En er nokkur von til þess að þetta geti orðið? Sáralítil, því miður. Þjóðin gat á sínum tíma fjárfest í félagsheimilabygg- EINKA GEIRINN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.