Heimsmynd - 01.06.1987, Blaðsíða 14

Heimsmynd - 01.06.1987, Blaðsíða 14
BRAGI JÓSEFSSON verið ráðandi. Við viljum njóta okkar á eigin forsendum og leggjum áherslu á samhjálp og samhygð. Og ef einhver ger- ir grín að þessum fundum okkar á Vík- inni þá bendi ég á ljónagryfjuna í hinum flokkunum. Pað hefur vakið athygli mína hversu stríðskennt talið um stjórnmál er á þingi og í fjölmiðlum. Umræður um stjórnarmyndunarviðræður eru kynferð- islegar. Þaö er talað um þreifingar, hver er að ná hverjum upp í til sín og Fram- sókn er alltaf kvenkennd, oft uppi í rúmi með Sjálfstæðisflokki á grínmyndum. Finnst karlmönnum valdið auka kyntöfra sína?“ spyr hún. Og bætir við að svo sé ekki með konur, að minnsta kosti ekki konur Kvennalistans. „Við erum ekki að berjast fyrir frama, hvorki persónulegum né fyrir hópinn sem slíkan. Ég hefði hlegið að því fyrir nokkrum árum hefði einhver sagt mér að ég ætti eftir að fara út í pólitík og það hefði ég aldrei gert nema með þessum hætti.“ Flennar fyrstu skref út í pólitíkina voru í samræmi við skapgerð hennar, yfirveg- uð, jafnvel hikandi. Hún kom aftur til íslands árið 1981, hafði ekki upplifað kvennafrídaginn haustið 1975 og hafði losnað úr tengslum við þjóðfélags- gerðina, eins og hún lýsir því sjálf. Hún var ekki virk í kvennaframboðinu fyrir borgarstjórnarkosningarnar 1982. En það ár segir hún að samviskan hafi ekki látið sig í friði vegna vaxandi ótta við vígbúnaðarkapphlaupið. „Ég fór með manninum mínum á fyrirlestur sem olli straumhvörfum í lífi mínu. Það var sýn- ing á myndbandsupptöku, þar sem Eva Nordland uppeldissálfræðingur var með viðtal við ástralskan lækni, Heien Caldi- cott. Þær ræddu um vígbúnaðarkapp- hlaupið út frá kvennapólitísku sjónar- miði og það snart mig svo að ég fékk þessa spólu lánaða. Málflutningur Helen Caldicott truflaði mig svo að mér var ekki vært fyrir sjálfri mér að vera lengur aðgerðarlaus. Haustið 1982 bauð ég síð- an hópum af fólki heim til mín í kaffi og súkkulaðitertu og sýndi þeim þessa spólu. Þetta leiddi oft til mjög athyglis- verðra umræðna.“ Og smám saman varð Guðrún einnig virkari í starfi Kvennalistans. „Eins og er svo algengt með konur vanmat ég sjálfa mig, eigin rödd og lífsreynslu sem fram- lag í kvennabaráttunni. Þegar umræður áttu sér stað um hvort konur ættu að bjóða fram til þings vorið 1983 lenti ég í þeim hópi sem var því fylgjandi. Við nenntum ekki að bíða og í febrúar 1983 var einróma samþykkt á fundi á Hótel Borg að bjóða fram. Þann 13. mars var Kvennalistinn formlega stofnaður á fundi á Hótel Esju. Nefnd var kosin til að setja saman lista og það er lýsandi að flestar konur töldu aðrar hæfari til að fara fram. En það var aðeins rúmur mánuður í kosningar. Það var mjög erfið ákvörðun fyrir mig að taka 2. sæti á listanum í Reykjavík. Ég var búin að velja mér allt annan farveg og þótt ég fyndi til félags- legrar ábyrgðar þýddi það ekki að ég væri tilbúin að setjast inn á þing. Hins vegar fann ég svo sterkt fyrir þeirri til- finningu að þetta væri okkar vitjunar- tími. Mér fannst strax þarna, að í þessu litla húsi við Hallærisplanið, í þessari litlu borg á hjara veraldar, væri eitthvað stór- kostlegt að gerast. Þetta var sama tilfinn- ingin og að standa við vogarstöng sem er allt of þung en af því að staðsetning manns er nákvæmlega rétt þarf svo lítið til að hún hreyfist. Þannig held ég að starf Kvennalistans hafi ekki aðeins áhrif í íslenskri pólitík heldur og á alþjóðavett- vangi. Og nú höfum við óafturkræfa ábyrgð í þjóðfélaginu. Ég er sannfærð um að óvirkjuð auðlind liggur meðal ís- lenskra kvenna. Þessi duldi kraftur birtist í einni mynd á kvennafrídeginum 1975 og svo aftur tíu árum síðar. Konan hefur mikla lífsorku og reynslu af því að vernda lífið í sinni brothættustu mynd. Eins og dönsk skáldkona, Charlotte Strandgárd, sagði þá er manneskjunni ekki borgið fyrr en nýju mæðraveldi er komið á, þar sem allir rækta með sér hæfileikann til að hlúa að öðrum, sem hingað til hefur aðal- lega verið hlutverk kvenna.“ Eitt sinn, inni á skrifstofu Guðrúnar á Skólabrú, bendir hún á innrammaða mynd með þremur fígúrum sem virðast límdar saman og hanga á línu. „Þessi mynd minnir mig á okkur þrjár, mig, Sigríði Dúnu og Kristínu Halldórsdóttur, á þingi. Við þurftum að feta ókannaða slóð þar sem enginn gat sagt okkur til. Við vorum byrjendur í allra augsýn og þurftum þrjár að standa undir heilum þingflokki. Ég skynjaði fljótt þá hættu sem við vorum í, hættuna á samtryggingu og hættuna á að verða skilvirkir þrælar kerfisins. Á DV- fundi í Háskólabíói fyrir kosningarnar 1983 biðu frambjóð- endur niðri í gryfju áður en þeir fóru upp á svið. Þá tók ég eftir því að áður en ljónunum var att saman fyrir framan áhorfendur ríkti viss samhugur meðal frambjóðenda. Sá sem ætlar að breyta kerfinu verður að vera vakandi fyrir þeim hættum sem fylgja samtrygging- unni. Stundum finnst mér þessir aðilar meiri andstæðingar í skilgreiningu fjöl- miðla en þeir séu það í raun. En kerfið hefur þúsund leiðir til að breyta fólki. “ Hún segir viðhorf annarra þingmanna í garð Kvennalistakvenna hafa verið vin- samleg í byrjun. „Alla vega á yfirborð- inu. „Þeir voru forvitnir, ekki neikvæðir, en það breyttist þegar leið á kjörtíma- bilið. Þeir fóru að skynja okkur sem ógn og þetta fundum við líka frá þingkonum annarra flokka í síðustu kosningabaráttu. Við höfðum á okkar hátt styrkt þær í sessi en ógnuðum þeim um leið.“ Margir hafa lýst yfir efasemdum um virkni grasrótarinnar hjá Kvennalistan- um og benda á að þó samstöðu-aðferðin dugi þeim í kosningabaráttu og við störf á þingi sé hæpið að hún dugi í stjórnar- myndunarviðræðum, hvað þá ríkis- stjórn? Hún talar um muninn á valddreif- ingunni hjá Kvennalistakonum og öðrum stjórnmálaflokkum. „Mér fannst áber- andi hvernig konum var til dæmis att saman í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins,“ segir hún. „Sjálf kem ég úr fagi, læknis- fræðinni, sem er mjög píramídalagað valdakerfi. Því hefur það verið þroskandi að starfa á vettvangi Kvennalistans. Þótt okkar aðferð að ná samstöðu með gras- rótinni sé tímafrek tel ég að hún sé lýð- ræðislegri en öll þessi stjórnarapparöt hjá gömlu flokkunum.“ Annar frambjóð- andi Kvennalistans kemst svo að orði að grasrótin hafi virkað mun betur en nokk- ur þeirra hafi þorað að vona. „En við 14 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.