Heimsmynd - 01.06.1987, Síða 16

Heimsmynd - 01.06.1987, Síða 16
erum í svo góðri uppsveiflu núna að sam- staðan eflist,“ segir sú. Guðrún er þeirrar skoðunar að sigur Kvennalistans og þá hlutfallslegt tap ann- arra flokka sé afleiðing þess að þeir hafi ekki hlýtt kalli tímans. „Kjósendur skynjuðu kannski ákveðinn ferskleika hjá Kvennalistanum. Fólk vill að kjör þeirra lægst launuðu, kjör kvenna, séu bætt. Ég held að sumir flokkanna hefðu getað komið í veg fyrir þetta afhroð hefðu þeir gegnt kalli tímans. í stað þess eru þeir eins og risaeðlur í sandi og allir vita hvernig fór fyrir þeim. Það er svo- lítið kaldhæðið að nafnið Heimdallur í norrænni goðafræði var nafn útvarðar guðanna sem hlustaði á grasið gróa. Út- verðir flestra íslenskra stjórnmálaflokka virðast orðnir ansi heyrnardaufir. Foryst- an er í fílabeinsturni án nokkurs jarðsam- bands. Þessir flokkar hafa ekki hlustað nægilega vel á raddir fólksins og af því stafar fylgistap þeirra. Auðvitað eru aðr- ar ástæður innan hvers flokks einnig að verki. En enginn flokkur getur slegið eign sinni á fólk eins og landnámsmenn á land forðum. Stór hluti kjósenda er óánægður og auk þess er komin heil ný kynslóð til sögunnar með breytt gildis- mat og mennskari viðhorf, þar sem þarfir manneskjunnar eru í miðdepli. Sam- kvæmt skoðanakönnunum treystir fólk lögregluþjónum betur en stjórnmála- mönnum. Það var algengt viðkvæði úti á landi í síðustu kosningabaráttu að fólk segði um stjórnmálamenn, að það væri sami rassinn undir þeim öllum.“ Hún segir Kvennalistakonur ganga með opnum huga í stjórnarmyndunarvið- ræður. „En ég er sannfærð um að við tökum á málum á mannúðlegri hátt en hinir.“ Ef Kvennalistinn fer í stjórn og Guðrún í ráðherrastól telur hún ekki skynsamlegt að hætta nýju starfi eftir tvö ár. „Það yrði óskynsamlegt í ráðherra- stöðu. En við erum mjög varkárar og sýnum fyllstu gætni í þessum viðræðum,“ segir hún. Fáir efast um að einlægni fylgi hugsjónum þeirra. Markmiðin eru skýr en margir setja spurningu við stefnumál þeirra. „Það er erfitt að vita hvar okkar málstað er best borgið. Það er sama hvað við gerum, við verðum alltaf gagnrýndar. En það sem við gerum nú kemur til með að hafa áhrif á kvennabaráttu næstu ára- tugina. Því er ábyrgð okkar mikil.“ Margar Kvennalistakonur hafa lýst því yfir að þær ættu meira sameiginlegt með svokölluðum félagshyggjuflokkum og Guðrún tekur undir það. „En það eru til staðar flokkar sem þykjast sammála mörgum stefnumálum Kvennalistans en þora þeir að taka þátt í þeirri byltingu sem við viljum?“ Við hittumst á þeim tíma þegar stjórn- armyndunarviðræður eru að hefjast við Sjálfstæðisflokk og við ræðum þau skil- yrði sem Kvennalistinn mun leggja til grundvallar. Um ráðherraembætti segir hún sem minnst. Hvort vill Kvennalistinn vera undir forsæti Alþýðuflokks eða Sjálfstæðisflokks? „Hví ekki einhvers annars?“ spyr hún á móti og á við þær sjálfar. „Ef af stjórnarsamstarfi verður mun- um við gera skriflegan samning með þeim skilyrðum sem við semjum um og tímasetningum líka.“ Um Sjálfstæðis- flokkinn segir hún: „Á þingi greiddum við oft atkvæði með stjórnarflokkunum líka. Það fór eftir málefnum. Frjáls- hyggjustefnan innan Sjálfstæðisflokksins gengur hins vegar þvert á stefnu Kvenna- listans, þar sem frumskógarlögmál sam- keppninnar ýtir félagslegri velferð til hliðar. Fólk hefur misjafna hæfileika til að taka þátt í samkeppninni.“ Hún útilokar spurninguna um vinstri og hægri. „Það er úrelt skilgreining. Við ENGINN VENJULEGUR LJOSALAMPI SILVER PROFESSIONAL SATELLIT □ □ Sérhannaöur tyrir speglaperur sem skila betri árangri 2 andlitsljós með Silver Færri tímar - tyrr brún Sunna er lítil og notaleg sólbaðsstofa í miðborg Reykjavíkur. En bekkirnir okkar eru ekki litlir. Silver solarium sólbekkir eru án efa bestu bekkirnir á markaðnum með speglaperum og tveimur andlitsljósum. Færri tímar fyrr brún. Verið velkomin við munum taka vel á móti ykkur. -SUWW/1 Sólbaöstofa Laufósvegi 17, sími 25280 Opiö virka daga: 10.00—22.00 Laugardaga: 10.00—20.00 Sunnudaga: 13.00—19.00 16 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.