Heimsmynd - 01.06.1987, Blaðsíða 19
viljum blandað hagkerfi og við viljum
tryggja þá velferð sem okkur þykir sæmi-
leg. Það er hættuleg skammsýni sem
leiðir af sér stóra láglaunastétt, sem gerir
það að verkum stór hópur í þjóðfélaginu
hefur ekki tíma til að vera með börnum
sínum og er úrvinda af þreytu á kvöldin.
Það er hættulegt þessu þjóðfélagi ef
fjórða hver fjölskylda er undir fátækra-
mörkum og það getur orðið þjóðinni dýr-
keypt þegar til langs tíma er litið. Nú er
sorglega mikill fjárlagahalli miðað við
góðærið undanfarin þrjú ár. Þessi fjár-
lagahalli verður ekki jafnaður á
skömmum tíma. En við viljum leiðrétta
hann um leið og við viljum stoppa í götin
á buddum láglaunafólks. Þeim lægst
launuðu hefur verið sagt að bíða of lengi.
Við viljum ekki bíða. Við viljum færa til
fé, laga skattakerfið, ekki einungis með
því að auka skattstofna heldur með því
að lagfæra innheimtukerfið. Það eru
kostir og gallar við bæði virðisaukaskatt
og söluskatt en við aðhyllumst síðar-
nefnda kerfið. Við viljum endurbæta
skattaeftirlit og viljum að þau fyrirtæki
sem eru aflögufær greiði hærri skatta.
Onnur leið til að afla fjár til félagslegra
aðgerða er hagræðing í ríkisrekstri. Eitt
dæmi um eyðsluna þar er risnu- og ferða-
kostnaður sem er um 400 milljónir og við
viljum breyta forgangsröð verkefna ríkis-
ins. Við erum á móti stóriðju og viljum
endurskoða sjóðakerfið, sérstaklega í
landbúnaðinum. Þessi samningur, sem
var gerður á vegum landbúnaðarráð-
herra í skyndi fyrir síðustu kosningar,
mun reynast næstu ríkisstjórn mjög erfið-
ur, þótt hann hafi verið bændum ákveðið
réttlætismál. Við viljum endurskoða
kvótakerfið með tilliti til byggðasjónar-
miða og teljum nauðsynlegt að finna
leiðir til að aðlaga atvinnuhætti okkar
kröfum markaðarins."
Eitt meginskilyrði Kvennalistans fyrir
stjórnarþátttöku er að hækka laun hinna
lægst launuðu, „án þess að öll röðin komi
á eftir og við viljum bæta hag ellilífeyris-
þega og öryrkja. Við viljum einnig
heildarlöggjöf um umhverfismál".
„Við erum ekki tilbúnar til málamiðl-
ana í meginkröfum okkar. Við setjum
fram ákveðnar kröfur um dagvistunar-
mál, þar sem ríkið hefur ekki staðið við
skuldbindingar sínar. En við teljum flest-
ar okkar meginkröfur mjög raunsæjar.“
Um utanríkismálin, hugsanlega stærsta
fleyginn í samstarfi Kvennalista við Sjálf-
stæðis- og Alþýðuflokk, segir hún. „Við
viljum ekkert framhald á hernaðarfram-
kvæmdum hér á landi eins og til dæmis
byggingu varaflugvallar fyrir bandarískt
fé. Við viljum að fslendingar standi við
samninga um þróunaraðstoð og styðjum
hugmyndina um kjarnorkuvopnalaus
Norðurlönd. Fólk vill ekki kjarnorku-
vopn. Skoðanakannanir hafa sýnt það en
ráðamenn taka ákvarðanir þvert gegn
vilja fólksins. Það eru ekki vopnin sem
eru meginmálið heldur hugsunin að baki
vígbúnaðarkapphlaupinu og það er sú
hugsun sem við viljum breyta. Þetta er
eins og í ævintýrinu um nýju fötin keisar-
ans. Allir sáu að hann var á nærklæðun-
um en aðeins barnið þorði að benda á
það.“
í þessu ferli og stjórnmálum almennt
segir hún að mikilvægast sé að treysta
fólki. Helgi eiginmaður hennar segir:
„Hún á gott með að umgangast fólk og er
mjög næm á fólk. Hún myndar sér til-
finningu út frá innsæi sínu um hvort
óhætt sé að treysta fólki.“ Hann segir
enn fremur að hún sé ekki í mikilli hættu
að verða prímadonna. Völd stígi henni
ekki til höfuðs. „Fyrir hið fyrsta útiloka
„Við erum ekki að berjast fyrir frama, hvorki per-
sónulegum né fyrir hópinn sem slíkan.
starfsreglur Kvennalistans prímadonnur
og í öðru lagi er náttúran svo stór þáttur í
lífi Guðrúnar og persónuleg samskipti
utan stjórnmála.“
Þó hafa verið uppi raddir um ágreining
innan Kvennalistans, jafnvel afbrýðisemi
í garð þeirra kvenna sem mest hafa verið
í sviðsljósinu. Einhverjir segja Sigríði
Dúnu hafa yfirgefið þingið með trega og
benda á að Guðrún sé í hættu vegna
afbrýðisemi sumra flokkssystra sinna.
Guðrún þvertekur fyrir þetta en segir
hins vegar að Kvennalistakonur forðist
að líta á einhverja eina konu sem eitt-
hvert hjálpræði. Þó eru innan samtak-
anna konur sem bera sérstakt traust til
hennar. Ein þeirra segir: „Við vorum
heppnar með allar þingkonurnar þrjár á
síðasta kjörtímabili. Þær voru allar
vinnuþjarkar. Guðrúnu þekkti ég minnst
þá og hafði líka minnstan áhuga á að
kynnast henni. Ég hélt að hún væri
húmorlaus og tæki sjálfa sig afar hátíð-
lega. Hún er hins vegar sú þeirra þriggja
sem hefur þennan hárfína húmor og
kann að gefa eftir á réttum augnablikum,
hún blikkar til manns þegar aðrar eru
komnar í þá stöðu að taka sig of hátíð-
lega. Allt þetta kom mér á óvart þegar ég
kynntist henni betur og fyrir vikið hef ég
sett Guðrúnu stalli ofar.“ Þessi kvenna-
listakona bætti við að kannski væri Guð-
rún þrátt fyrir allt persónugervingur hins
góða, Florence Nightingale stjórnmál-
anna.
Þegar ég hitti Guðrúnu í síðasta sinn er
hún farin að treysta mér nægilega til að
vera ofurlítið persónuleg. Eiginmaður
hennar segir hana hafa mikinn persónu-
styrk. Sjálf segir hún: „Ég finn stöðugt
fyrir eigin breyskleika. Ég finn bæði fyrir
styrk mínum og vanmáttarkennd. Ég
verð oft mjög kvíðin, kófsvitna í lófum
og fæ magaverki. Minn megingalli er
skortur á umburðarlyndi. Ég er gagn-
Við kjörkassann ásamt eiginmanni sínum, Helga
Valdimarssyni lækni.
rýnin á sjálfa mig en stundum of gagn-
rýnin á aðra. Það tekur langan tíma að
öðlast þann skilning á lífi og tilveru að
allt er afstætt, meira að segja sann-
leikurinn.“
Hún tekur eyrnalokk úr öðru eyranu
og strýkur mjúklega. „Það var kvenna-
listakona fyrir vestan sem gaf mér hann,“
segir hún. „Ég hef aldrei verið með göt í
eyrunum, því ég vil ekki gera göt á lík-
ama minn,“ segir hún. „En þessi eyrna-
lokkur er smíðaður úr steini undan Jökli.
Honum á að fylgja kraftur," brosir hún.
Hún er með eyrnalokkinn á vinstra eyra.
Þegar líður á kvöldið tek ég eftir því að
hann er kominn yfir á snepil hægra eyra.
Hún hefur lengst af forðast að ræða
nokkurn þeirra aðila sem hún á í við-
ræðum við persónulega. Þó hún segi að
sumir séu áfjáðari en aðrir í að mynda
stjórn og talar einu sinni um litla bróður
Machiavellis og geti hver sem vill. „And-
inn í þessu nú er að finna samhljóma
atriði og það ætti að vera leiðarljós
manna í pólitík."
Guðrún Agnarsdóttir er læknir í
stjórnmálum.
HEIMSMYND 19