Heimsmynd - 01.06.1987, Page 24
Steingrímur Hermannsson. Andstaða við afnám
æviráðninga kom helst frá embættismönnum og
fyrir þeirra þrýsting voru gerðar breytingar á
frumvarpi til laga um Stjórnarráðið. Frumvarpið
dagaði uppi.
Ragnar Arnalds: Flutti frumvarp um afnám ævi-
ráðninga hjá opinberum stofnunum en það dag-
aði uppi.
Sverrir Hermannsson: Vék tveimur opinberum
starfsmönnum úr starfi á kjörtímabilinu og úr varð
hinn mesti hávaði. Það sama yrði þó svo að
ástæðan væri ekki óhlýðni eins og Sverrir taldi að
hefði verið áferðinni, heldur einföld, hrein og klár
leti starfsmannsins...
að nein brottvikning embættismanna geti
gengið hávaðalaust fyrir sig.
Stjórnmálamenn sem HEIMSMYND
ræddi við töldu að þessu væri eins varið
með ráðuneytismenn. Peim verður
hvorki vikið úr starfi né færðir til. „Sú
leið sem hefur verið farin er að ráðuneyt-
isstjórar, sem ekki hefur verið hægt að
vinna með, hafa verið gerðir óvirkir með
virkni aðstoðarmanns ráðherra," sagði
einn stjórnmálamanna sem HEIMS-
MYND ræddi við. Annar benti á dæmi
úr stofnanageiranum þar sem nafni stofn-
unar var breytt og skipulagi um leið, til
þess að geta sagt forstöðumanninum há-
vaðalaust upp og ráðið nýjan í staðinn.
STJÓRNSYSLAN...
En er yfirleitt æskilegt að stjórnmála-
menn reki embættismenn úr störfum að
vild. Þarf ekki vissan stöðugleika og festu
í stjórnkerfinu og stofnunum þess, eins
og minnst var á að hefði haldið Frakk-
landi gangandi á árunum fyrst eftir stríð?
Eins og vikið er að hér að aftan undir
fyrirsögninni Hverjir eru œviráðnir var á
síðasta kjörtímabili sett saman frumvarp
til nýrra laga um Stjórnarráðið. Þá urðu
margir til að gagnrýna þá hugmynd sem
þar kemur fram að ráða menn aðeins til
sex ára í senn og sagt að með því myndi
mikilvæg þekking tapast. Helga Jóns-
dóttir aðstoðarmaður forsætisráðherra,
sem ásamt fleirum vann að frumvarps-
gerðinni, kvaðst telja að störf í ráðuneyt-
um væru ekki þess eðlis að þar þyrfti að
hafa áhyggjur af faglegri þekkingu. Störf
í ráðuneytum sagði Helga að ættu að
vera stjórnunarstörf en sérfræðiþekking-
una sæktu menn í stofnanir. Stjórnsýslan
þyrfti að vera kerfi sem opnaði ýmis mál
og virkaði hvetjandi. Þar skipti því miklu
að menn væru ferskir í hugsun en séu
menn lengi við það sama er hætta á að
þeir aðlagist misfellunum og hætti að sjá
hvað má fara betur.
„Okkur var aftur á móti bent á að með
þessu færu þekking og festa og jafnvel í
einstökum tilfellum myndi starfsemi lam-
ast ef einstakur maður færi. Það síð-
astnefnda sýnir einmitt að það er galli í
þessu kerfi sem við búum við,“ sagði
Helga Jónsdóttir.
...OG HÁSKÓLINN
En eiga æviráðningar þá frekar við þar
sem sitja sérfræðingar heldur en í stjórn-
unarstörfum. Stærsta stofnun fræðinga er
væntanlega Háskólinn og þar eru pró-
fessorar og lektorar nær undantekningar-
laust æviráðnir. Þar sitja menn aftur á
móti frekar stutt í stjórnunarstöðum eins
og fyrr er vikið að. Þar er núna verið að
koma á svokölluðu framgangskerfi, sem
á að vinna gegn ókostum æviráðninga.
Prófessorum og öðrum verður þá umb-
unað í launum fyrir góð afköst. Sigmund-
ur Guðbjarnason háskólarektor telur
ekki vera kjaralegar forsendur fyrir því
að afnema æviráðningar:
„Ég tel að það sé ekki hægt að afnema
æviráðningar, þá myndu menn ekki sætta
sig við þau kjör sem eru í boði. Aftur á
móti held ég að það fari aldrei vel á því
að æviráða í stjórnunarstöður; það er
eðlismunur þar á hvort maður er ævi-
ráðinn til vísindastarfa eða kennslu ann-
arsvegar eða stjórnunar hinsvegar. Það
ríður mikið á framkvæmdastjórn og það
getur engin stofnun þolað að þar verði
alger stöðnun."
Gunnar Karlsson prófessor í heim-
spekideild sagðist í samtali við HEIMS-
MYND vera því hlynntur að æviráðning-
ar yrðu afnumdar, en á því væru þó ýmsir
annmarkar. Til þess yrði sú breyting að
ganga yfir stærra svið en bara háskóla-
menn, þar sem talsverður samgangur er
milli hinna einstöku atvinnugeira hins
opinbera. Ef æviráðningar væru ekki á
einhverjum stað er hætt við að menn
sæktu þaðan yfir í þær stöður þar sem
meira öryggi er. Þannig væri núna búið
að úthluta nokkrum nýjum tímabundn-
um lektorsstöðum við háskólann. Þeir
sem sækja um þær eru ráðnir til þriggja
ára, en eftir það getur það eins gerst að
staðan verði lögð niður. Ef það losnar
föst staða á þessu þriggja ára tímabili er
líklegt að sá sem situr lausu stöðuna sæki
um að komast í þá föstu þó tími hinnar sé
ekki útrunninn. Lausa staðan gæti þann-
ig orðið varaskeifa þeirra sem bíða eftir
álitlegra brauði. Gunnar sagði ennfrem-
ur: „Ef allir væru ráðnir tímabundið hver
ætti þá að taka ákvörðun um að endur-
ráða? Þetta gæti orðið erfiðara hér en
víða annars staðar þar sem yfirleitt yrðu
vandfundnir menn til að leggja faglegt
mat á starf hskólakennara aðrir en vinnu-
félagar þess sama manns. Það er bara á
örfáum sviðum sem við höfum aðgang að
sérfræðingum utan háskólans sem gætu
metið störf háskólamanna. Ég hef aldrei
séð eða heyrt menn svara þessum erfiðu
spurningum varðandi afnám æviráðn-
inga.“
24 HEIMSMYND