Heimsmynd - 01.06.1987, Síða 26
ALÞJOÐAMAL
DAUÐINN
LIGGUR
ILOFTINU
en þrátt fyrir allt eiga framfarir sér
stad HEIMSMYND í Nicaragua
Ef biðraðir á flugstöðvum geta kallast
einhvers konar leiðarvísir um það sem
koma skal í viðkomandi landi, þá er bið-
röðin hjá Taca Airlines á alþjóðaflugvell-
inum í Miami mjög athygliverð. Konur
standa þar þolinmóðar með húsdýr í búr-
um. Karlmennirnir spjalla saman um
varninginn sem þeir eru að koma færandi
heim í pappakössum, vöfðum litskrúðug-
um reipum, og á leið til Honduras, E1
Salvador, Belize eða Nicaragua. Litlir
krakkar fikta í tökkum á útvarpstækjum
sem eru stærri en þeir sjálfir og þrotlaus
ungbarnagráturinn fyllir loftið. Merki
um fátækt og heimilisleysi eru yfirþyrm-
andi í þessari biðröð sem miðar lítt áleið-
is í því að koma manni til Mið-Ameríku.
Snoðklipptir menn með baseball-húfur,
ekta amerískir lukkuriddarar, eru á leið á
óþekktan áfangastað. Ömmur, sem flýðu
Mið-Ameríku og eru að snúa til baka að
vita hvað eftir lifir af fjölskyldum þeirra,
geispa og teygja úr handleggjunum svo
þær rekast utan í vel klædda og alvarlega
karlmenn sem eru með skjalatöskur
hlekkjaðar við úlnliðinn. Þetta fólk er
allt, hvert með sínum hætti, áminning um
að á staðnum sem við erum öll á leið til
ríkir ókyrrð, stríð...
Nicaragua er kallað land vatna, lóna
og eldfjalla. Jarðskjálftinn sem lagði höf-
uðborgina Managua í eyði árið 1972 lét
sér ekki nægja að drepa mörg þúsund
manns heldur skildi hann eftir sig ör sem
enn eru ekki gróin. Eftir skjálftann var
hálf milljón manna heimilislaus og þáver-
andi forseti, Anastasio Somoza, er sagð-
ur hafa stungið allri alþjóðlegri aðstoð í
eigin vasa. Það sem eftir stendur í Man-
agua er hræ borgar fremur en raunveru-
leg borg; illa leikin hús, hrunin heimili og
rykug stræti. Það er skortur á mörgu í
Managua. Vatnið er tekið af tvisvar í
viku. Það er erfitt að finna bensín og svo
að segja óhugsandi að útvega varahluti í
bíla og strætisvagna. Það er því enginn
hægðarleikur að komast leiðar sinnar.
Bílaleigubílar eru auðvitað vandfundnir
en jafnvel þó maður hafi pantað bíl fyrir-
fram er eins víst að stúlkan á skrifstofu
Avis eða Hertz hafi þegar leigt bílinn
einhverjum öðrum sem virtist liggja enn
meira á. Strætisvagnarnir eru sér kapítuli
út af fyrir sig. Þegar vagn bilar á götum
úti verður bílstjórinn að gera svo vel að
reyna að finna varahluti í flaki annars
vagns sem þegar er ónýtur. Meðan um-
ferðin er mest má fólk búast við því að
eftir Hope Millington
26 HEIMSMYND