Heimsmynd - 01.06.1987, Page 29

Heimsmynd - 01.06.1987, Page 29
Þessi piltur er sonur eins hermanna sandinista. Hann hef ur þegar misst tvo bræður sína í stríðinu. veitt til Contranna og lauk máli sínu með því að segja að fjölskyldan myndi nú taka upp þráðinn og halda áfram því starfi sem Ben hefði byrjað á. Ben hafði unnið við byggingu vatnsaflsvirkjunar til þess að útvega rafmagn og niðursuðuhæft vatn til héraðanna norður í landi. Þegar svo bar undir bjóst hann líka trúðsbún- ingi og fór með öll börnin á svæðinu í bólusetningu. Daniel Ortega mætti í jarðarför hans og hélt ræðu yfir mörgum hundruðum barna og vina hins látna, sem komu að votta honum hinstu virð- ingu. Dauðinn liggur í loftinu í Nicaragua. Flestir hafa misst að minnsta kosti einn nákominn ættingja í stríðinu en eigi að síður ríkir mikil vongleði í landinu. Verslunarbann ríkir milli Bandaríkjanna og Nicaragua en austantjaldslöndin senda vörur til landsins og Vestur-Þjóð- verjar hafa lagt til alls konar fjárhagsað- stoð og tæki til sjúkrastöðva, landbúnað- ar og samfélagsins í heild. Sovétríkin hafa sömuleiðis útvegað peninga til alls konar verkefna auk vopnasendinga. Frelsunarguðfræðin er ríkjandi í trúar- lífi bæði Sandinista og þjóðarinnar al- mennt. Þessi guðfræði leitast við að taka orð Biblíunnar og yfirfæra merkingu þeirra í daglega lífinu. Uppbygging q gengur hægt í Managua en því hraðar úti z á landi. Fólk fer ekki endilega til kirkju ^ en iðkar trúna með lifnaðarháttum sín- S um. Bóndi hjálpar til dæmis náunga sín- § um að reisa hús, deilir með honum matn- um og lánar honum vinnutæki. Frelsun- arguðfræðin er samfélagsvitund styrkt kristinni heimspeki. Ég átti þess kost að sjá þessa guðfræði að verki á samvinnubúi einu milli Matag- alpa og Jinotega í norðurhluta landsins en þar um slóðir hafa Contrarnir haft sig mjög í frammi. Fólkið hafði nú eignast sitt eigið land og húsnæði í fyrsta sinn á ævinni. Flestir þeir Nicaraguabúar sem ég ræddi við voru lúnir eftir mikla vinnu en hæstánægðir með jarðnæðið. Fólkið hafði hjálpast að við að byggja hús, raf- veitur og stíflugarða, ryðja kaffiakra og planta banana- og mangótrjám. Meðan ég spjallaði við börnin, sem öll voru í skóla, heyrðum við skothríð ofan úr fjöll- unum í nágrenninu og við blaðamennirn- ir þurftum að vera komnir brott af svæð- inu fyrir sólsetur. Eftir það er alltaf hætta á fyrirsát skæruliða. Er við ókum burt mættum við bílalest Sandinista með bens- ínbirgðir og ofan á einum tankbílnum sat ungur hermaður og beindi rússneskum AK-47-hríðskotariffli sínum að aðvífandi bílum. Ef við hefðum verið Contrar hefði ugglaust orðið fátt um þennan unga Sandinista. Afleiðingar styrjaldarinnar eru geigvænlegar. Það kom berlega í ljós þegar ég heimsótti sjúkrahús þar sem gervilimir eru sniðnir handa þeim sem limlestir hafa verið í stríðinu. Að minnsta kosti 5 þúsund Nicaraguabúar þurfa gervilimi, að sögn Esteban Barahona, tækniforstjóra gervilimaverkstæðisins í Managua. „Stríðið sviptir sex hundruð manns útlimum sínum á hverju ári,“ seg- ir hann. Nýlegt fórnarlamb stríðsins er Carlos Enrique Lopez Valles, fjórtán ára gamall sjálfboðaliði í 6. herdeild stjórn- arhersins. Carlos missti fótlegg þegar hann gekk á jarðsprengju á nýársdag. Flann er búinn að fá gervifót en það munu ekki líða nema fáein ár þar til líkami hans heimtar nýjan. Á því mun ganga alla ævi hans því jafnvel hjá full- orðnum dugar gervilimur ekki nema sjö ár eða svo. Martha Lorena Lopez, sem er tvítug, missti fótlegg í apríl í fyrra þegar jarðsprengja sprakk á þjóðvegin- um og drap alla 19 samferðamenn henn- ar í rútubifreið. Hún hefur verið á endur- hæfingarstöðinni í fimm mánuði og er enn að bíða eftir nýjum fæti. Stjórnin í Nicaragua reynir eftir mætti að hjálpa þeim, sem þannig hafa orðið fyrir limlest- ingum af völdum stríðsins, til þess að komast á ný út í samfélagið og sérstök áætlun hefur verið gerð um að útvega þessum gervilimaþegum störf í útvarpi og sjónvarpi, ritsíma- og símstöðvum. En þótt margir eigi um sárt að binda vegna styrjaldarinnar eru líka margir úti í sveitunum sem sjá árangur erfiðisins. Samvinnubúin og eigið jarðnæði hafa sitt að segja og sumir hafa meira að segja HEIMSMYND 29
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.