Heimsmynd - 01.06.1987, Síða 33
Seorge Shultz utanríkisráðherra
Bandaríkjanna hefur lýst því
yfir að náist samkomulag milli
stórveldanna um brottvikningu
316 Pershing II- og Cruise-stýriflauga
sem þegar hafi verið staðsettar í Evrópu
samkvæmt ákvörðuninni frá 1979, en
þessar flaugar hafa hver aðeins einn
kjarnaodd á móti því að Sovétmenn fjar-
lægi 300 SS-20 meðaldrægar eldflaugar
með þremur kjarnaoddum hver og eyði-
leggi 112 skammdrægari SS-4-flaugar, sé
þetta stórt skref til batnaðar fyrir Atl-
antshafsbandalagið. Shultz sagði enn
fremur að þetta þýddi ekki að Evrópurík-
in hefðu ekki kjarnorkuvopn sér til varn-
ar, því enn væru til staðar skammdrægari
vopn, kjarnorkusprengjur sem varpað er
úr flugvélum og eldflaugar í kafbátum.
Sovétríkin gera ekki kröfu til þess að
bandarískar sprengjuflugvélar í Bret-
landi, F-lll, verði fjarlægðar né að Bret-
ar og Frakkar fórni einhverju af kjarn-
orkuvopnum sínum, eins og þeir hafa
farið fram á áður.
Bandarísk stjórnvöld hafa ýtt undir þá
skoðun undanfarið að Vestur-Evrópuríki
þurfi ekki að óttast að Bandaríkin séu að
kippa kjarnorkuregnhlífinni frá þeim,
þau séu ekki að fjarlægja varnarskjöld-
inn sem Washington hyggist beita ef til
árásar kemur. Shultz segir að þeir 325
þúsund bandarísku hermenn sem séu til
staðar í Vestur-Evrópu ættu að vera næg
trygging fyrir því. Hins vegar er ljóst að
staðsetning bandarísks herafla í ríkjum
Vestur-Evrópu er ekki ófrávíkjanlegt
lögmál. Það eru þegar uppi raddir á
Bandaríkjaþingi (Sam Nunn öldunga-
deildarþingmaður og hugsanlegt forseta-
efni demókrata er talsmaður þeirra
radda), sem vilja að Bandaríkin aft-
urkalli eitthvað af þessum herjum sínum
og Vestur-Evrópubúar leggi sjálfir meira
af mörkum í uppbyggingu hefðbundinna
herja.
Sað eru stórveldin sem ráða ferð-
inni hér. Vilji Bandaríkin og
Sovétríkin gera með sér sam-
komulag um að fjarlægja þessar
rneðaldrægu eldflaugar úr Evrópu geta
ríki Vestur-Evrópu lítið annað gert en að
velta fyrir sér afleiðingunum. Þar má
nefna ójafnvægi í hefðbundnum herjum,
Þar sem Sovétríkin hafa yfirhöndina, og
hins vegar þann ótta eða viðhorf (eftir
bví hvernig á það er litið), hvort Banda-
ríkjamenn séu smátt og smátt að snúa sér
frá Vestur-Evrópu. Og hvað segir
Shultz? Hann segir að hvatinn að baki
bessum friðarvilja Sovétmanna verði að
heita trúverðugur. Þetta er óvænt við-
horfsbreyting með tilliti til þess sem á
undan er gengið.
Það eru stórveldin sem ráða ferðinni hér. Vilji Bandaríkin og Sovétríkin gera
með sér samkomulag geta ríki Vestur-Evrópu lítið annað gert en að velta
afleiðingunum fyrir sér. George Shultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna
segir að hvatinn að baki tillögum Gorbachevs í afvopnunarmálum verði að
heita trúverðugur.
HEIMSMYND 33