Heimsmynd - 01.06.1987, Qupperneq 34

Heimsmynd - 01.06.1987, Qupperneq 34
' Þeir Bernard Rogers yfirmaður herafla NATO í Evrópu og Zbigniew Brzezinski fyrrum öryggisráðgj afi Carters, Nixon fyrrum forseti og Henry Kissinger eru allir tortryggnir á þetta hugsanlega sam- komulag. Bernard Rogers, sem brátt læt- ur af störfum, segir að með þessu móti aukist líkurnar á hefðbundnu stríði í Evr- óþu. í versta falli, segja þeir tortryggnu, þurfa Sovétríkin ekki einu sinni að ráðast irin í Vestur-Evrópu, ótti Vestur-Evrópu- ríkja við að þau geri það og að Bandarík- in muni ekki grípa til kjarnorkuvopna og fórna bandarískum borgum fyrir evr- ópskar gæti stuðlað að óþægilegum stjórnmálalegum og efnahagslegum málamiðlunum sem öðru nafni hafa verið kallaðar finlandisering. Eina leiðin til þess að hernaðarstefna NATO verði trú- verðug, að mati margra, er uppbygging hefðbundinna herafla í Vestur-Evrópu- ríkjum, sem aldrei hefur orðið að þeim veruleika sem til stóð fljótlega eftir stofn- un NATO, og því var gripið til meðal- drægu eldflauganna sem hlekks í þeirri keðju að fæla Sovétríkin frá innrás. Þeir svartsýnustu benda á að Gorbachev og stjórn hans séu að reyna að veikja grund- völlinn í NATO með þessum þreifingum. llt frá stofnun Atlantshafs- bandalagsins árið 1949 hefur verið ríkjandi ágreiningur um hlutverk kjarnorkuvopna í hernaðarstefnunni. Áður en meðaldrægu eldflaugarnar komu til sögunnar voru það langdrægar eldflaugar Bandaríkj- anna sem helst áttu að fæla Sovétríkin frá árás. Hins vegar hafa ætíð verið uppi raddir um hvort Bandaríkjamenn myndu yfir höfuð beita þessum vopnum í hefnd- arskyni eða að þeir gerðu það, og síðan eftir að meðaldrægu eldflaugarnar komu til sögunnar, að þar skapaðist svigrúm til að heyja takmarkað kjarnorkustríð á víg- völlum Evrópu. Þessi innbyrðis togstreita fóðruð með efasemdum hefur hins vegar ekki komið í veg fyrir að sömu hernaðarstefnunni væri haldið til streitu, það er stefnunni um sveigjanleg viðbrögð eða MC 1413 eins og hún er skráð. Og það er jafnframt á grundvelli túlkunar MC1413 sem aðildar- ríki NATO í Vestur-Evrópu hafa haldið að sér höndum í uppbyggingu hefðbund- inna herafla. Samkvæmt MC 1413 skal grípa til meðaldrægra eldflauga bregðist hefðbundnar varnir gegn sovéskri innrás. Og nú, þegar fyrir liggur hugsanlega að fjarlæga aftur þennan lið fráfælingar- innar, meðaldrægar kjarnorkueldflaug- ar, benda Nixon og Kissinger á að nauð- synlegt sé að Sovétmenn dragi um leið úr hefðbundnum herafla. Aðrir benda á nauðsyn þess að Vestur-Evrópuríki byggi upp sína herji og enn aðrir á þá stað- reynd að vera rúmlega þrjú hundruð þús- und bandarískra hermanna í Evrópu sé ógnun út af fyrir sig. En margir Evrópu- búar óttast að bandarísk stjórnvöld kunni jafnframt að draga hluta herja sinna til baka. Varsjárbandalagið hefur yfirburði á sviði hefðbundins herafla í Evrópu eða samkvæmt vestrænum heimildum eru hermeiki Varsjárbandalagsins 2,7 millj- ónir í Evrópu en NATO-hermenn um 2 milljónir. Þá er Varsjárbandalagið með mun fleiri orustuvélar og skriðdreka á sínum snærum sem og varnareldflaugar gegn flugárásum. Bernard Rogers hershöfðingi NATO í Evrópu segir að skortur á framlagi Evr- ópuríkja til hernaðaruppbyggingar sé veikasti hlekkurinn í varnarkeðju Atl- antshafsbandalagsins. Hann segir að með því að fjarlægja kjarnorkueldflaugarnar án þess að byggja upp hefðbundinn her- afla sé hætta á því að bilið milli styrk- leikahlutfalla austurs og vesturs á hefð- bundu sviði verði það mikið að Vestur- Evrópuríkjum stafi meiri ógn af því en beinni árás. Á hinn bóginn bendir hann á þær fórnir sem Vestur-Evrópuríki leggi óbeint á vogarskálina með því að komi til átaka verði vígvöllurinn óumdeilanlega á evrópskri jörð. Og þetta er það sem margir óttast, að lýðræðisstjórnir Vestur- Evrópu verði ekki tilbúnar að auka fram- lög til uppbyggingar hefðbundinna herja og í öðru lagi muni slík þróun veikja undirstöður Atlantshafsbandalagsins, sem og tengsl Bandaríkjanna og Vestur- Evrópu þegar fram líða stundir. inn virtasti hernaðarsérfræðing- ur Evrópu, Pierre Lellouche, segir að með því að fjarlæga meðaldrægar eldflaugar frá Vestur-Evrópu séu Bandaríkjamenn að stíga skref í þá átt að draga úr hlífiskild- inum yfir Vestur-Evrópu og þar með sé grundvöllur vestrænnar samvinnu í Atl- antshafsbandalaginu brostinn. Hann seg- ir enn fremur að það séu skammtíma- hagsmunir í innanlandspólitík sem ráði ferðinni hjá bandarískum stjórnvöldum. Frakkar hafa ætíð verið tortryggnir í garð Bandaríkjamanna, enda eru þeir ekki meðlimir í hernaðarblokk NATO þótt þeir séu aðilar að samningi Atlants- hafsbandalagsins. Ein ástæða fyrir tor- tryggni Frakka nú sem fyrr gagnvart að- gerðum Bandaríkjamanna í hernaðar- málum á evrópskri grund kann að vera ótti við að þeir sjálfir verði fyrir þrýstingi út af eigin kjarnorkuherafla þegar fram líða stundir. En það var ljóst frá upphafi að bandarísk stjórnvöld voru ekki hlynnt því að Frakkar kæmu sér upp eigin kjarn- orkuvopnum sem og Bretar, þótt þau gerðu minna í því að reyna að hindra þá síðarnefndu. Bandarísk stjórnvöld voru þeirrar skoðunar að sem fæst ríki ættu að 34 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.