Heimsmynd - 01.06.1987, Blaðsíða 36
KomitilátakaverðurEvrópaaðöllum líkindum vígvöllurinn — hvaða vopnum sem verður beitt. Hópur
friðarsinna á torgi í Frankfurt nýlega.
ráða yfir kjarnorkuvopnum en í tilfelli
Breta skipti það þó ekki sköpum sökum
traustra tengsla, hins vegar ríkti tor-
tryggni í garð Frakka sem þóttu líklegir
til að reka fleyg í samskiptin milli Vestur-
Evrópuríkja annars vegar og Bandaríkj-
anna hins vegar. Pá ríkti einnig ótti um
að kjarnorkuuppbygging Frakka myndi
hvetja Vestur-Þjóðverja til að fara út í
sama kapphlaupið þegar fram liðu stund-
ir. En fátt fannst aðildarríkjum NATO
eins ógnvekjandi upp úr 1960 og vestur-
þýskur kjarnorkuherafli og það sama
hefur Kremlverjum líka þótt.
Hegar varnarmál ber á góma gæt-
ir þess oft hér á íslandi að rætt
er um NATO sem órofa heild
samhuga ríkja. En því fer fjarri.
Eiginlega hefur innbyrðis ágreinings og
tortryggni gætt innan bandalagsins frá
upphafi. Um leið og bandarísk stjórn-
völd voru því mótfallin að iðnríki Vestur-
Evrópu kæmu sér upp eigin kjarnorku-
vopnum gerðu þau sér samhliða grein
fyrir því að nauðsynlegt væri að eyða
öllum efasemdum um trúverðugleika
Bandaríkjanna í kjarnorkuvörnum ef til
átaka kæmi. Ef efinn um trúverðugleika
Bandaríkjanna næði yfirhöndinni var
ljóst að æ fleiri ríki myndu leitast við að
koma sér upp eigin kjarnorkuvörnum.
Hernaðarstefnan um sveigjanleg við-
brögð eða flexible response er því grund-
völlur þeirrar viðleitni að viðhalda trú-
verðugleika svörunar við sovéskri árás.
Þegar Vestur-Evrópuríki standa
frammi fyrir því á næstu vikum og mán-
uðum að bandarísk stjórnvöld eru enn að
ráðskast með varnir þeirra eiga umræð-
urnar um hlutverk þessara vopna í hern-
aðarstefnunni eftir að aukast. Hversu
trúverðug verður stefnan eftir að meðal-
drægu eldflaugarnar eru fjarlægðar?
Margir eru þeirrar skoðunar að slík
ákvörðun breyti litlu? Enn séu til staðar
þúsundir kjarnaodda í Evrópu og á sama
hátt og Shultz utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna segja margir Evrópabúar að
nauðsynlegt sé að trúa því að Gorbachev
leiðtoga Sovétríkjanna sé alvara, sem og
Reagan Bandaríkjaforseta, að stíga öll
þau nauðsynlegu skref sem í framtíðinni
munu leiða til raunverulegrar afvopn-
unar.
inn helsti sérfræðingur Banda-
ríkjanna á sviði þessara mála og
fyrrum ráðgjafi Kennedys
Bandaríkjaforseta, McGeorge
Bundy, segir að ákvörðun NATO-
ráðherranna 1979 um staðsetningu hinna
umdeildu meðaldrægu eldflauga í Evr-
ópu hafi fyrst og fremst verið gerð í
friðþægingarskyni við evrópsk sjónar-
mið. Hernaðarlegt gildi þessara eld-
flauga hafi ekki skipt máli, því það kæmi
út á eitt ef til árásar kæmi hvort banda-
rísk stjórnvöld svöruðu með því að
skjóta langdrægum eldflaugum frá
heimalandi sínu eða meðaldrægum eld-
flaugum frá Vestur-Evrópu, því sovésk
stjórnvöld myndu ekki gera greinarmun
þar á.
Af þessu má ráða að taugatitringurinn
sé helst ríkjandi í Evrópu, þótt flestir
munu þegar til lengri tíma er litið kjósa
að trúa því að leiðtogum stórveldanna sé
alvara í þeirri viðleitni að stuðla að kjarn-
orkuvopnalausum heimi.
Ýmsir eru þeirrar skoðunar að heimur
án kjarnorkuvopna skapi jarðveg fyrir
hefðbundin stríð í auknari mæli. Aðrir
segja hreint út að heimur án kjarnorku-
vopna sé útópía.
Hins vegar höfðu fyrstu kjarnorku-
sprengjurnar vart litið dagsins ljós er
menn fóru að tala um að fjarlægja þær
aftur. Þó meðvitaðir um það að þekking
sem eitt sinn er til staðar verður ekki
aftur tekin. Þetta er sú þversögn sem við
höfum búið við alla tíð síðan J.Robert
Oppenheimer gerði þennan heim að
veruleika með uppfinningu sinni.
Reagan Bandaríkjaforseti er þekktur
sem haukur í afstöðu sinni til hermála
með tilvísun til dúfu hins vegar og þá átt
við friðsamlegri afstöðu. Engu að síður
lýsti Reagan því yfir þegar hann kynnti
stjörnustríðsáætlunina svonefndu að
draumurinn væri að gera kjarnorkuvopn
getulaus. Hann treysti ekki á mannlegt
eðli eða friðsamlega afstöðu í því sam-
bandi heldur hátækni sem myndað gæti
varnarskjöld úti í geimnum.
En það er einmitt þessi stjörnustríðs-
áætlun Bandaríkjaforseta sem er líkleg-
asta orsökin fyrir vilja Sovétstjórnar til
að gera alvöru úr viðræðum milli stór-
veldanna. Að mati margra sérfræðinga er
Gorbachev leiðtogi Sovétríkjanna maður
sem sér hlutina í stærra samhengi en svo
að hann nenni að eyða orku og tíma í að
tvístíga yfir smáatriðum. En traust í garð
Kreml verður ekki til á einum degi. Né
verður heimurinn kjarnorkuvopnalaus á
skömmum tíma.
Megintilgangur kjarnorkuvopna er að
þeim verði aldrei beitt og til að gegna því
hlutverki er mikilvægasti eiginleiki þeirra
hæfileikinn til að endurgjalda árás. Þetta
er ein meginástæða vígbúnaðarkapp-
hlaupsins. Fullkomin vopn kalla á enn
fullkomnari vopn andstæðingsins.
Það er hins vegar almenn skoðun
manna um allan heim að því færri sem
kjarnorkuvopnin séu því öruggara sé um-
hverfi okkar. En margir spyrja þess hvort
samningar um kjarnorkuvopn komi í veg
fyrir stríð. Flestir sérfræðingar eru
þeirrar skoðunar að fyrsta skrefið sé að
semja um árásarvopn. Sú forsenda er
lögð til grundvallar að þótt stórveldin
semji og semji, fækki og fækki, þá verði
þekkingin enn til staðar og önnur ríki og
36 HEIMSMYND