Heimsmynd - 01.06.1987, Side 38

Heimsmynd - 01.06.1987, Side 38
Áður viðhéldu nokkrar kjarnorkusprengjur beggja vegna Atlantsála ógnarjafnvæginu. Nú eru til staðar yfir 50 þúsund kjarnorkuvopn sem duga myndu til að granda jarðkringlunni tífalt. jafnvel hryðjuverkasamtök búi áfram yfir henni. Því sé jafnframt mikilvægt að stórveldin eigi frumkvæði að því að skapa heildarramma fyrir alþjóðlega samvinnu um varnir. í heimi kjarnorku- vopna gildir lögmálið um að sókn sé besta vörnin alls ekki. p 1 reski vísindamaðurinn Emma 4 Rothschild, prófessor við MIT- P j háskólann í Boston, segir að I brottflutningur meðaldrægu eldflauganna frá Evrópu sé fyrsta skrefið í áttina til raunverulegrar afvopnunar. í grein í tímaritinu New York Times Maga- zine nýverið tekur hún undir sjónarmið nefndarinnar sem starfandi var á vegum Olofs heitins Palme fyrir nokkrum árum um 300 kílómetra kjarnorkuvopnalaust belti í Vestur-Evrópu, takmarkanir á kjarnorkuvopnum annars staðar og jafn- an niðurskurð hefðbundinna herja. Næsta skrefið yrði svo að mati Rotschild að fjarlægja öll kjarnorkuvopn frá ríkj- um sem eiga ekki að heita kjarnorkuríki. Hún segir það jafnframt nauðsynlegt að um leið og stórveldin afturkalli meðal- drægar eldflaugar frá Evrópu verði gerð- ar kröfur um að Sovétmenn skeri niður hefðbundinn herafla sinn, kalli til dæmis heim hersveitir frá Austur-Þýzkalandi. Rothschild leggur áherslu á nauðsyn þess að auka eftirlit með því að ákvarðanir séu framkvæmdar í samræmi við samn- inga og brýnt sé að takmarka heræfingar og draga þar með úr ótta í Vestur-Evr- ópu um skyndiárás. Með breyttum vopnahlutföllum eru líkur á því að hernaðarstefna Atlants- hafsbandalagsins taki breytingum sem leiði síðan af sér breytingar á sviði al- þjóðastjórnmála. Það yrði öðruvísi um að litast á meginlandi Evrópu ef þar væru 200 þúsundum færri sovéskir hermenn í Austur-Þýskalandi eða 100 þúsundum færri sovéskir hermenn í Póllandi, Ung- verjalandi og Tékkóslóvakíu. Og þegar fram liðu stundir yrði einnig öðru vísi umhorfs í Vestur-Evrópu þegar þar væru 325 þúsundum færri bandarískir her- menn. ahernobyl-slysið í sovéska kjarn- orkuverinu hratt af stað al- mennari hræðslu en orðið hefur síðan sprengjan sprakk á Hiro- shima. Chernobyl-slysið var ekki aðeins hræðilegt áfall fyrir Sovétríkin heldur vakti það fólk alvarlega til umhugsunar um hættuna á kjarnorkuslysum almennt og um afleiðingar þess að tækniþróun ráði ferðinni. Chernobyl-slysið var hræðilegt en afleiðingar kjarnorkustríðs á takmörkuðu svæði yrðu ennþá hræði- legri. 31 maður fórst í Chernobyl-slysinu, en líkleg eftirköst eru tugir þúsunda krabbameinstilfella (allt upp í 75 þúsund) á næstu áratugum, þúsund tilfelli fóstur- skaða, þar sem börn fæðast vangefin, og nokkur þúsund tilfelli alvarlegra gena- breytinga hjá næstu kynslóð. Almenningur hefur risið upp, sérstak- lega í Vestur-Þýskalandi, og hrópað á grið. Fólk mótmælir tækni- og hernaðar- hyggju og ákallar leiðtoga sína og biður um að friður verði tryggður. Margir neita að skilja innbyggða tortryggni í alþjóða- stjórnmálum og að við getum ekki lifað í friði án stöðugrar ógnunar kjarnorkunn- ar. Þeir hinir sömu benda á að ekki er langt síðan Evrópa var blóðugur víg- völlur, fórnarlamb átaka milli ríkja sem nú lifa í sátt og samlyndi. Ef okkur finnst tilhugsunin um kjarn- orkuvopnalausan heim vonlaus höfum við þegar tapað fyrir vígbúnaðarkapp- hlaupinu, segir Emma Rotschild. Flestir vita að leiðin að takmarkinu er löng og hún er flókin. En ef takmarkið er heimsfriður verður að róa að því öllum árum og það verður ekki þrautalaust. Þegar mannréttindasáttmálinn var und- irritaður í Helsinki árið 1975 sagði þáver- andi forseti Frakklands, Valéry Giscard d'Estaing, eitthvað á þessa leið: „Nú get- um við hætt að rífast því við erum búin að koma okkur saman um slökunar- stefnu milli stórveldanna." Sænski aristó- kratinn og verkalýðsleiðtoginn Olof Palme var ekki sammála: „Nei!“ sagði hann, „nú, þegar við höfum ákveðið að drepa ekki hver annan, getum við byrjað að rífast fyrir alvöru!“ 38 HEIMSMYND
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.