Heimsmynd - 01.06.1987, Page 38
Áður viðhéldu nokkrar kjarnorkusprengjur beggja vegna Atlantsála ógnarjafnvæginu. Nú eru til staðar yfir 50 þúsund kjarnorkuvopn sem duga myndu
til að granda jarðkringlunni tífalt.
jafnvel hryðjuverkasamtök búi áfram
yfir henni. Því sé jafnframt mikilvægt að
stórveldin eigi frumkvæði að því að
skapa heildarramma fyrir alþjóðlega
samvinnu um varnir. í heimi kjarnorku-
vopna gildir lögmálið um að sókn sé
besta vörnin alls ekki.
p 1 reski vísindamaðurinn Emma
4 Rothschild, prófessor við MIT-
P j háskólann í Boston, segir að
I brottflutningur meðaldrægu
eldflauganna frá Evrópu sé fyrsta skrefið
í áttina til raunverulegrar afvopnunar. í
grein í tímaritinu New York Times Maga-
zine nýverið tekur hún undir sjónarmið
nefndarinnar sem starfandi var á vegum
Olofs heitins Palme fyrir nokkrum árum
um 300 kílómetra kjarnorkuvopnalaust
belti í Vestur-Evrópu, takmarkanir á
kjarnorkuvopnum annars staðar og jafn-
an niðurskurð hefðbundinna herja.
Næsta skrefið yrði svo að mati Rotschild
að fjarlægja öll kjarnorkuvopn frá ríkj-
um sem eiga ekki að heita kjarnorkuríki.
Hún segir það jafnframt nauðsynlegt að
um leið og stórveldin afturkalli meðal-
drægar eldflaugar frá Evrópu verði gerð-
ar kröfur um að Sovétmenn skeri niður
hefðbundinn herafla sinn, kalli til dæmis
heim hersveitir frá Austur-Þýzkalandi.
Rothschild leggur áherslu á nauðsyn þess
að auka eftirlit með því að ákvarðanir
séu framkvæmdar í samræmi við samn-
inga og brýnt sé að takmarka heræfingar
og draga þar með úr ótta í Vestur-Evr-
ópu um skyndiárás.
Með breyttum vopnahlutföllum eru
líkur á því að hernaðarstefna Atlants-
hafsbandalagsins taki breytingum sem
leiði síðan af sér breytingar á sviði al-
þjóðastjórnmála. Það yrði öðruvísi um
að litast á meginlandi Evrópu ef þar væru
200 þúsundum færri sovéskir hermenn í
Austur-Þýskalandi eða 100 þúsundum
færri sovéskir hermenn í Póllandi, Ung-
verjalandi og Tékkóslóvakíu. Og þegar
fram liðu stundir yrði einnig öðru vísi
umhorfs í Vestur-Evrópu þegar þar væru
325 þúsundum færri bandarískir her-
menn.
ahernobyl-slysið í sovéska kjarn-
orkuverinu hratt af stað al-
mennari hræðslu en orðið hefur
síðan sprengjan sprakk á Hiro-
shima. Chernobyl-slysið var ekki aðeins
hræðilegt áfall fyrir Sovétríkin heldur
vakti það fólk alvarlega til umhugsunar
um hættuna á kjarnorkuslysum almennt
og um afleiðingar þess að tækniþróun
ráði ferðinni. Chernobyl-slysið var
hræðilegt en afleiðingar kjarnorkustríðs
á takmörkuðu svæði yrðu ennþá hræði-
legri. 31 maður fórst í Chernobyl-slysinu,
en líkleg eftirköst eru tugir þúsunda
krabbameinstilfella (allt upp í 75 þúsund)
á næstu áratugum, þúsund tilfelli fóstur-
skaða, þar sem börn fæðast vangefin, og
nokkur þúsund tilfelli alvarlegra gena-
breytinga hjá næstu kynslóð.
Almenningur hefur risið upp, sérstak-
lega í Vestur-Þýskalandi, og hrópað á
grið. Fólk mótmælir tækni- og hernaðar-
hyggju og ákallar leiðtoga sína og biður
um að friður verði tryggður. Margir neita
að skilja innbyggða tortryggni í alþjóða-
stjórnmálum og að við getum ekki lifað í
friði án stöðugrar ógnunar kjarnorkunn-
ar. Þeir hinir sömu benda á að ekki er
langt síðan Evrópa var blóðugur víg-
völlur, fórnarlamb átaka milli ríkja sem
nú lifa í sátt og samlyndi.
Ef okkur finnst tilhugsunin um kjarn-
orkuvopnalausan heim vonlaus höfum
við þegar tapað fyrir vígbúnaðarkapp-
hlaupinu, segir Emma Rotschild.
Flestir vita að leiðin að takmarkinu er
löng og hún er flókin. En ef takmarkið er
heimsfriður verður að róa að því öllum
árum og það verður ekki þrautalaust.
Þegar mannréttindasáttmálinn var und-
irritaður í Helsinki árið 1975 sagði þáver-
andi forseti Frakklands, Valéry Giscard
d'Estaing, eitthvað á þessa leið: „Nú get-
um við hætt að rífast því við erum búin
að koma okkur saman um slökunar-
stefnu milli stórveldanna." Sænski aristó-
kratinn og verkalýðsleiðtoginn Olof
Palme var ekki sammála: „Nei!“ sagði
hann, „nú, þegar við höfum ákveðið að
drepa ekki hver annan, getum við byrjað
að rífast fyrir alvöru!“
38 HEIMSMYND