Heimsmynd - 01.06.1987, Page 44

Heimsmynd - 01.06.1987, Page 44
í stofunni hans langafa. Weyvadt kaupmaður byggði húsið á Teigarhorni árið 1882. Kristján Jónsson bóndi í Djúpavogshreppi býr enn í því sama húsi og ein stofan er óhreyfð frá dögum Weyvadt langafa. f föðurætt er bóndinn meðal fjölmargra afkomenda Hans Jónatans frá Suður- hafseyjum. margir aðkomumenn sem sumir koma frá Afríku og aðrir Ástralíu eða lengra að. Litarháttur fólksins er sá sami og annarra í þessu landi en þó þekkist þar dekkra litaraft og verður sem í öðrum verstöðvum rakið til franskra sjóara sem hingað sóttu. Líka var hér í eina tíð kaupmaður af múlattakyni frá Suður- hafseyjum og er margt heimamanna frá þeim karli komið. En mjög er það nú langt um liðið og sumt afkomenda Hans Jónatans — svo hét múlattinn — er jafn- vel hvítara en hinir sem ekki eru af hon- um komnir.“ Þannig hefði Eggert Ólafsson lýst Djúpavogsmönnum nútímans ef hann væri ennþá í Ferðabókarskrifum. Sagan um svertingjaættina á Djúpavogi hefur lengi loðað við staðinn og reyndar í alls konar ýktum myndum. Hið rétta er að danskur hefðarmaður átti barn með þjónustustúlku sinni á Suðurhafseyjum og sá piltur varð seinna verslunarstjóri á Djúpavogi. Par sem Hans Jónatan var af negrum í aðra ættina var hann dökkur yfirlitum en sá eiginleiki er horfinn hjá afkömendunum, nú 160 árum eftir lát kaupmannsins. Ættfróðir heimamenn telja að blóð- blöndun við danska verslunarmenn hefði annars ekki verið mikil. Aftur á móti eru flestir innfæddir meira og minna skyldir — næstum eins og Hornfirðingar. í dag er staðurinn dálítið einangraður. t>að eru hundrað kflómetrar á Höfn og annað eins á Breiðdalsvík, sem eru tveir nálæg- ustu þéttbýlisstaðirnir. En hringvegurinn liggur um Búlandsnesið og hér fyrr á Verbúðalíf á Loftinu. Augun mæna á Eurovision- söngvakeppni enda „nothing else to da.." Fjórar stúlkur frá Cape Town í Suður Afríku en sú sem er önnur frá vinstri er dönsk. öldum var verslunarstaðurinn talinn mið- svæðis. Verslunarsvæðið var þá frá Skeiðarársandi að sunnan, austur að Gvendarnesi milli Stöðvarfjarðar og Fá- skrúðsfjarðar. Næstu verslunarstaðir þá voru Eyrarbakki og Eskifjörður. Þá opn- uðu danskir verslanirnar að vori og fóru § aftur af landi brott að hausti. Áður [2 negldu þeir verslunarhúsin rammbyggi- o lega aftur. Sagan segir að einu sinni hafi ö einn Daninn lokast inni í búðinni í ógáti g og verið þar allan veturinn. Nóg var af vistum í verslunarhúsinu og kom karl þessi vel útlítandi undan vetri þegar opn- að var um vorið. Þetta hefur máske verið áður en nokkur föst búseta varð við vog- inn og því enginn heyrt í karlinum sem lokaðist inni. DJÚPIVOGUR SAT EFTIR Kannski hann hafi lokast inni í Löngu- búð. Það hús stendur enn tvö hundruð ára gamalt og húsfriðunarmenn eru nú að endurgera það; á að vera fullgert á fjögur hundruð ára afmæli verslunarstað- arins 1989. Við hliðina á Löngubúð er Gamla kaupfélagið. Aldargömul bygging sem Danir byggðu og Kaupfélagið rak þar einu verslun staðarins allt þar til fyrir tveimur árum. Þá var lokið byggingu nýs 44 HEIMSMYND
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.