Heimsmynd - 01.06.1987, Blaðsíða 46

Heimsmynd - 01.06.1987, Blaðsíða 46
verslunarhúss sem svarar öllum kröfum nútímans. En sú framkvæmd og margar fleiri riðu hálfsjötugu Kaupfélagi Beru- fjarðar að fullu. Pessa dagana situr Óli Björgvinsson, fyrrverandi sveitarstjóri, í þessu gamla verslunarhúsi og reiknar út skuldasúpuna. Greiðslustöðvun hefur verið á síðan í ársbyrjun og allt verður gert til að afstýra gjaldþroti. Uppi á lofti eru herbergi aðkomufólks sem vinnur í fiski. Frystihúsið er stórt, togarinn feng- sæll og heimafólk fátt til að vinna úr öllum þeim afla. Jafnaðarlega eru um og yfir tuttugu aðkomumenn - mest stúlkur frá Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Suður-Afr- íku, Evrópu og víðar að. Upphafið að vanda kaupfélagsins má raunar rekja til fiskvinnslunnar. Það hafði forgöngu um stofnun hlutafélagsins Búlandstinds 1946 og byggði lítið frysti- hús. Árið 1972 var það hús orðið of lítið og ráðist í að byggja nýtt. Kaupfélagið rak þá einnig mjólkurbú og sláturhús. Bygging nýja hússins gekk hægt, kaupfé- lagið lenti í botnlausum skuldum. SÍS og sveitarfélagið komu þá í auknum mæli inn í hlutafélagið til að það verk dytti ekki niður. Vandi verslunarinnar var aft- ur á móti aldrei leystur og slæm fjár- hagsstaða kom niður á vöruúrvalinu. Vörur sem strax seldust upp fengust aldrei nema með höppum og glöppum því þegar til átti að taka fékk heildsalinn fyrir sunnan sjaldnast sitt. Fólksfjölgun var hæg á sjöunda og áttunda áratugnum - andstætt við það sem var f hinum plássunum. Á þeim árum breyttist Hornafjörður úr litlu þorpi í álitlegt kauptún með hátt í tvö þúsund íbúa. En Djúpivogur sat eftir með afgamla, lélega verslun, gamalt frystihús og engan togara. Árið 1980 var frystihúsbyggingunni loks lokið og heimamenn fengu sinn tog- ara tveimur árum seinna. Eftir það fór staðurinn fyrst að rísa. fbúum hefur fjölgað jafnt og þétt og byggðin vaxið. Síðustu ár hefur verið fólksfækkun og í besta falli stöðnun um alla Austfirði nema á Djúpavogi. t>ar fjölgar fólki. Um síðustu áramót voru sautján íbúðarhús í byggingu og nú á vordögum á að byrja á heilsugæslustöð. Á sama tíma var til dæmis ekki eitt einasta hús í smíðum á Hornafirði. En hvers vegna? Vöxtur átt- unda áratugarins fær fyrst að njóta sín á þessum áratug! Sumir vilja leita allt aftur til stríðsár- anna. Djúpivogur missti af ástandinu. Þar voru aldrei nema fjórir eða fimm breskir dátar á meðan hin Austfjarða- plássin nutu þess að geta sótt stríðsgróða til uppbyggingar. Vegur til staðarins norðan að kom ekki fyrr en upp úr 1960 og í samanburði við Hornafjörð hafði Djúpivogur litla sveitabyggð til að treysta á. En þetta er þó kannski ekki nóg. Einn heimildarmanna HEIMS- MYNDAR taldi að í samanburði við Hornfirðinga hefðu Djúpavogsmenn ekki verið eins ýtnir og duglegir við að kría út fé til atvinnuuppbyggingar. Þeir hefðu bara beðið ... HREPPURINN í KRÖGGUM Togarinn Sunnutindur er undirstaða allrar uppbyggingar og velmegunar á staðnum. Skipverjar eru átján, fimmtán Umdeildur forystumaður á staðnum: Már Karls- son í Dalsmynni. Áður skrifstofumaður hjá Kaup- félaginu og nú umboðsmaður Hornafjarðarversl- unarinnar á staðnum. Laeknirinn á staðnum, Guðrún Kristjánsdóttir. Upprunnin í Reykjavík og nam læknisfræði í Moskvu; „heilbrigð lífsviðhorf og hvergi betra að vera." Maður hennar er rússneskur prófessor í Boston, sem kann þó betur við sig á Djúpavogi en innan um Ameríkanana. Er hættur að þéra guð og söfnuðinn; klerkur stað- arins, Sigurður Ægisson. úti í einu, og að jafnaði með eina eða eina og hálfa milljón króna í árstekjur. Eftirspurn eftir vinnuafli er meiri en nóg og fjörutíu stunda vinnuvika næsta óþekkt letilíf. Flestir hafa því miklar tekjur með mikilli vinnu og velmegun er mikil. í fiskvinnslunni vinna fjörutíu til sextíu manns, þar af helmingur aðkomufólk. Verkstjórarnir Guðný Jónsdóttir og Jón- as Guðmundsson sögðu í samtali við HEIMSMYND að hlutfall heimafólks í frystihúsinu hefði farið allt niður í tíu prósent en væri með betra móti núna. Meira en helmingur þeirra sem þar vinna er heimamenn en þegar fjöldi vinnu- stunda er talinn hefur aðkomufólk vinn- inginn. Margt af heimafólki í fiskvinnslu er húsmæður í hálfu starfi. Útlendingarn- ir á staðnum taka aftur á móti alla þá yfirvinnu sem býðst og það sama er um annað verbúðarfólk að segja. Kaupið er | lágt; sjö eða átta þúsund fyrir fulla vinnu- viku. Ef húsið væri fullnýtt gætu unnið í því um hundrað manns og meira þegar salt- fiskverkun er meðtalin. Til þess þyrfti annan togara eða fleiri báta og enn fleira fólk. Þegar togarinn landaði fyrir skemmstu varð að kalla til löndunargengi frá Fáskrúðsfirði því engir heimamenn fengust til verksins. Alla jafna sjá bænd- ur í næsta nágrenni við Djúpavog um þennan starfa en núna stendur sauðburð- ur yfir og máttu þeir því ekki vera að því að koma. En er frystihúsið ekki alltof stórt? Kaupfélagið á hausnum út af frystihús- byggingunni, sem ekki er hægt að manna nema með aðkomufólki. Fyrir aðkomu- fólkið verður að koma upp verbúðum - þær eru tvær á staðnum. Önnur ný og hin gömul, að auki kaupfélagsloftið. Eft- irspurn eftir leiguhúsnæði er alltaf meiri en hægt er að anna yfir sumarmánuðina. Svo þarf Búlandstindur að borga flug- miða fyrir útlendingana til Lundúna- borgar og frá, þar sem skrifstofur Sam- bandsins ráða fólkið til starfa. „Nei, frystihúsið er ekki of stórt,“ sagði Óli Björgvinsson, fyrrverandi sveit- arstjóri, í samtali við HEIMSMYND. „Það er spurning um hversu lengi það verður nógu stórt. Svona pláss verður beinlínis að vaxa. Ég held að vinnufram- boðið sé alls ekki of mikið. Til þess að fólki geti fjölgað þarf að vera offramboð af vinnu. Það þarf að halda uppi dampi!“ Einingin er helst til lítil. Þyrfti að vaxa upp í átta hundruð eða þúsund manns að sögn Óla. Ólafur Ragnarsson, núverandi sveitarstjóri, tók í sama streng: „Þetta j eru erfiðar einingar þessi litlu sveitarfé- lög og standa illa undir allri þeirri þjón- ustu sem fólk vill fá. Hreppurinn er ekki stöndugur. Hann er í voðalegum krögg- um. Við hefðum þurft að skipta um alla stofna í vatnsveitunni á síðasta ári. Svo þyrftum við að hjálpa frystihúsinu og 46 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.