Heimsmynd - 01.06.1987, Page 48
Dúndrandi stuð á
unglingaballi í slökkvi-
stöðinni.
Þríburapabbinn, Reynir
Arnórsson, í rólunum.
Fremst eru tveir af þrí-
burunum, Ásdís og
Njáll, en næst pabba
sínum er eldri dóttir,
Hafdís. Þríburaforing-
inn Bryndís var að
vega, fjarri góðu
gam ni.
kaupfélagið varð gjaldþrota á síðasta ári.
Þegar uppbygging er jafn hröð og nú þá
eru mikil útgjöld vegna gatnagerðar ..."
Útgjöld vegna gatnagerðar og vatns-
lagna eru líka meiri á þessum stað en
velflestum öðrum. Þéttbýlishugtakið rist-
ir enn grunnt í byggðinni. Hundrað og
tuttugu húsum er dreift yfir ógnarmikið
flatarmál og með opnum svæðum á milli.
Líkast til er vegalengdin innan byggðar
um tveir kílómetrar frá austri til vesturs
og rúmlega kílómetri frá norðri til
suðurs. Fram yfir 1960 var belja við hvert
hús og flestir með nokkrar rolluskjátur
líka.
FÉLAGSLÍFIÐ í LÁGMARKI
„Þó að þetta sé fjögur hundruð ára
verslunarstaður er þetta afskaplega ein-
angrað og maður finnur það alveg á
framkomu fólksins,“ sagði einn heim-
ildarmanna HEIMSMYNDAR sem ekki
telst til innfæddra en hefur átt þar heima
í mörg ár. „Það er ljómandi gott að vera
aðkomumaður hérna en maður verður
aldrei innfæddur heldur alltaf aðkomu-
maður. Þetta er dálítið þröngt.
Það voru sveitarstjórnarkosningar hér
fyrir nokkrum árum og þá var í framboði
á einum listanum maður sem kominn er á
miðjan aldur og hefur búið hér alla sína
búskapartíð. En hann er fæddur og upp-
alinn annars staðar. Svo er þessi mann-
eskja á gangi hérna niðri í þorpi og hittir
einn af þeim innfæddu. Sá segir: „Hvað
ert þú að gera á lista?“ Og hinn verður
eitthvað hvumsa við en þá bætir sá
innfæddi við alveg blátt áfram: „Þú hefur
ekkert vit á bæjarmálum. Þú ert aðflutt-
ur!“ Að fá þetta framan í sig eftir öll
þessi ár ...
Annars er fólkið voðalega gott hérna
og notalegt að búa í plássi af þessari
stærð.“
— En hvað gerir fólk á svona stað?
„Þú þekkir það sjálfur að hér er svo
mikið að gera að félagslífið er í lágmarki.
Fólk er bara þreytt. Yfir sumartímann er
dálítið um að vera í íþróttum, að minnsta
kosti meira heldur en yfir veturinn. Fólk
sækir skemmtanir á Egilsstaði og á
Hornafjörð. Það eru þokkalegir vegir og
okkur finnst ekkert tiltökumál að
skreppa til Reykjavíkur. Fólk fer það á
48 HEIMSMYND
BRA.GI JÖSEFSSON