Heimsmynd - 01.06.1987, Blaðsíða 51

Heimsmynd - 01.06.1987, Blaðsíða 51
átta til tíu tímum og margir fara tvisvar eða þrisvar á ári.“ Pað er Reynir Arnórsson vörubílstjóri, sjómaður og þríburapabbi sem hefur orð- ið. Hann er heimamaður, fæddur og upp- alinn á staðnum, og hefur trú á að Djúpi- vogur vaxi! „Við verðum að vera bjartsýn. Annars horfum við á að landsbyggðarfólk sæki skuggalega hratt til Reykjavíkur. Skóla- málin koma líka inn í þetta. Þegar þessi börn klára níunda bekk og ef þau ætla þá að menntast eitthvað hljótum við að fylgja á eftir. Þó er möguleiki að þau fari í skóla á Egilsstöðum eða Hornafirði og þá geta þau komið heim um helgar.“ Þau hjón Reynir og Guðmunda Brynj- ólfsdóttir áttu þrjú börn þegar þau ákváðu að bæta einu við fyrir rúmum fjórum árum. Útkoman varð sex börn því þeim hjónum fæddust þríburar, sem kannski var aðeins meira en til stóð. En þau eru öll heilbrigð og stálhraust og þess vegna er þetta „alveg svakalega gaman“. Guðmunda er ekki sú eina af jafnöldrum sínum sem á svo stóran hóp - að minnsta kosti ein önnur á sex börn og margar yngri konur í plássinu eiga þrjú, fjögur og fimm börn. Meðaltalið er líklega í kringum þrjú börn á fjölskyldu, sem er talsvert yfir landsmeðaltali. „Það er þetta sem festir okkur á svona stað, okkur sem höfum aldrei viljað fara neitt annað. Það er uppeldisgildið. Losna við allan hraðann og stressið. Það er sú tilvera sem menn hérna geta ekki verið án. Hér er landslagið og sveitin ...“ — Már Karlsson útibússtjóri Hornafjarðar- verslunarinnar, föðurbróðir Reynis og yngstur fjórtán systkina sem öll ólust upp á Djúpavogi. Faðir hans var Karl Stein- grímsson, sem fór út rétt fyrir aldamót með norskum reknetaveiðara og lét svo ekki heyra orð frá sér í tíu ár. Kom þá til baka, löngu talinn af, með norskum línu- veiðara og flutti sósíalismann fyrstur manna með sér til Austfjarða. SÉRSTAKT FÓLK En talandi um pólitík þá sigraði í síð- ustu sveitarstjórnarkosningum listi þar sem alþýðubandalagsmaður skipaði fyrsta sætið, framsókn annað og líklega sjálfstæðismaður í þriðja sæti. „Enda ríf- ast menn aldrei um pólitík hérna,“ sagði sóknarpresturinn, Siguður Ægisson frá Siglufirði. „Alveg sérstakt fólk!“ Aftur fór bærinn að sofa — það þótt væri aðfaranótt sunnudags. Póstmeist- arinn sagði okkur að kröfurnar væru óvenju fáar fyrir þessa helgi og þess vegna engra tíðinda að vænta. Við brun- Uðum því suður í gegnum kjarri vaxnar sveitir þar sem rómverskir skipbrots- menn týndu peningunum sínum fyrir langa löngu og norskir flóttamenn áttu sína fyrstu viðkomu fyrir meira en ellefu hundruð árum. Leiklistargyðjunni Thalíu bœttist liðsauki að lokinni frumsýningu Nemendaleik- hússins á finnska leikritinu Rúnar og Kyllikki. Þetta var síðasta frumsýning leikhúss- ins á leikárinu og jafnframt útskriftarverkefni þeirra níu nemenda sem það kvöld fengu starfsheitið leikarar, að loknu fjögurra vetra námi. Árni Pétur Guðjónsson, Halldór Björnsson, Hjálmar Hjálmarsson, Ingrid Jóns- dóttir, Ólafía Hrönn Jóns- dóttir, Stefán Sturla Sigur- jónsson, Valgeir Skagfjörð, Þórarinn Eyfjörð og Þórdís Arnljótsdóttir gengu prúð- búin í salinn þegar áhorf- endur — sumir hverjir — höfðu náð að þurrka tárin og koma andlitinu í samt lag eftir hrífandi en átakanlega leiksýningu. Mátti sjá að þau voru bœði full gleði og trega yfir að kveðja Leiklistarskóla íslands sem átt hefur í þeim hvert bein í fjögur ár. Helga Hjörvar skólastjóri gaf hinum ungu leikurum góð ráð í veganesti, en sagði að nám- inu vœri í raun alls ekki lokið þó leiðir skildi. Að lokinni athöfninni skáluðu allir viðstaddir og hamingju- óskunum rigndi yfir leikar- ana en HEIMSMYND notar tœkifœrið og óskar þeim velfarnaðar í þjónustu listar- innar. KRISTÍN JÓNSDÖTTIR/JIM SMART Forseti islands, frú Vigdís Finnbogadóttir, skálar við leik- arana nýbökuðu. Arnór Benónýsson, formaður Bandalags íslenskra leik- ara, konan hans Súsanna Svavarsdóttir blaðamaður og Andrés Sigurvinsson leikari ræða um leikhúslífið. Flelga Jónsdóttir leikkona ásamt stöllu sinni Sigurveigu Jónsdóttur, en Sigurveig er gestaleikari f sýningu Nem- endaleikhússins á Rúnari og Kyllikki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.