Heimsmynd - 01.06.1987, Side 53
eftir Pétur Gunnarsson
Tímanna tákn
Tímaritin voru fjölmiðill nítjándu
aldar. Og frægasta tímarit íslendinga á
nítjándu öld er Fjölnir. í upphafsgrein
fyrsta heftis sem út kom árið 1835 er
meðal annars vikið að hlutverki tímarit-
anna:
„Þau eru rödd tímans, en tíminn er
aldur mannkynsins, og þeir sem ekki
’vlgja honum verða á eftir í framförun-
| úm. Allir lesa þau sem vilja kynna sér
’ tímann sem líður og veröldina sem er;
því í þeim er á fáum dögum það sem við
þar í Vesturálfunni komið hingað í
Norðurálfu, og þaðan til Austurálfunnar
endimarka ... Þjóðirnar þurfa líka að
kynna sér hver annarra framfarir og yfir-
burði til að geta fært sér í nyt það sem
aðrir hafa fundið og umbætt í sínum
högum. En þetta gætu þær með engu
móti án aðstoðar tímaritanna, ekki einu-
sinni þar sem löndin liggja áföst, hvað þá
þær þjóðir sem liggja afskekktar á hnett-
inum og eiga lítið samneyti við önnur
lönd ..."
Til marks um áhrifavald tímarita er
nærtækast að taka Fjölni sjálfan, en hann
er talinn marka tímamót á íslandi:
„Fjölnir gerir meira en boða nýja tíma:
með honum hefjast nýir tímar á íslandi,
endurvakning þjóðarinnar,“ skrifar
Kristinn E. Andrésson í bókmenntasögu
sinni.
En í raun og veru var Fjölni tekið af
miklu tómlæti hjá hinni útvöldu þjóð.
Upplagið mun hafa verið þrjú til fimm
hundruð eintök sem iðulega rigndi niður |
á hafnarbakkanum í Flöfn, eða fúkkuðu í g
einhverri skemmunni í Reykjavík. Og g
undirtektir landsmanna voru heldur
dræmar. Til marks um það er boðsbréf
sem Fjölnismennirnir Jónas, Konráð og
Brynjólfur sendu frá Kaupmannahöfn til
íslenskra presta að láta liggja frammi í
kirkjum landsins til áskriftar. Eintak af
einu slíku hefur varðveist og á það hefur
enginn ritað nafnið sitt en sóknarprestur-
inn krotað eftirfarandi klausu: „Upplesið
við Staðarbakka- og Efra Núps-kyrkjur:
enn feck nejtandi Svar hjá sérhverjum."
En ef þetta er dæmigert um móttökur
landsmanna, hvernig má þá vera að
Fjölnir hafi haft þau afgerandi áhrif sem
allir eru sammála um að eigna honum.
Hugsanlega liggur það í eðli tímaritanna,
að þau eru ekki eins og útsendingin sem
er fyrir bí um leið og hún líður - heldur
velkist tímaritið milli manna, skríður upp
í hillur eða ratar ofan í koffort, menn
blaða í því, lesa jafnvel stubb, ár líða og
jafnvel aldir en prentað mál getur haldið
HEIMSMYND 53