Heimsmynd - 01.06.1987, Blaðsíða 56
Leigubílstjóramorðið við Laugalæk í
janúar 1968 er á margan hátt mjög
merkilegt í íslenskri réttarsögu. Það telst
vera eina óupplýsta morðmálið á íslandi,
að minnsta kosti á seinni tímum, og er
jafnframt eina málið sem endað hefur
með sýknudómi fyrir Hæstarétti. Maður
nokkur var nefnilega dreginn fyrir dóm
og sakaður um að hafa myrt Gunnar
Sigurð en hann hélt staðfastlega fram
sakleysi sínu og hafði að lokum sigur.
Hér verður þetta mál rifjað upp og skal
skýrt tekið fram að eingöngu er byggt á
opinberum gögnum, einkum
dómsforsendum Hæstaréttar. Á stöku
stað er vitnað til samtala eða yfirlýsinga
ZZ\//s talaöi rannsókn-
arlögreglan viö 228
menn og konur sem unn-
iö höföu meö hinum
ákœröa á ýmsum tímum
og enginn kannaöist viö
aö hann og hinn myrti
heföu þekkst eöa átt
nokkur samskipti sín á
milli.
ýmissa aðila og er það alltaf tekið stafrétt
upp úr Hæstaréttardómum. Flestöllum
nöfnum þeirra sem við sögu koma hefur
verið breytt, nema löggæslumanna, og
gildir þá einu hver tengsl viðkomandi við
málið voru. Nöfnin sem notuð eru í
greininni eru valin af algeru handahófi og
svipar því ekkert til raunverulegra nafna.
Um klukkan sjö að morgni
fimmtudagsins 18. janúar 1968 lagði
maður einn af stað frá heimili sínu við
Laugarnesveg í Reykjavík og hugðist,
eins og vanalega, aka syni sínum í vinn-
una áður en hann héldi sjálfur til starfa.
Sonurinn var þá læknanemi á síðasta ári
og starfaði í Borgarspítalanum en bjó við
Austurbrún. Maðurinn ók því sem
endranær austur og suður Laugalæk og
miðja vegu milli Bugðulækjar og Sund-
laugavegar sá hann hvar leigubíll stóð við
gangstéttina, skáhallt út á götu. Vélin
virtist vera í gangi og stöðuljósin voru
kveikt. Enda þótt rigning væri og slag-
veður sá maðurinn greinilega, um leið og
hann ók framhjá, að bflstjórinn sat í sæti
sínu, hallaði höfðinu aftur á bak og virtist
hreyfingarlaus. Honum datt undireins í
hug að eitthvað hefði komið fyrir en hélt
eigi að síður áfram ferð sinni upp að
Austurbrún þar sem sonurinn beið tilbú-
inn. Þcir feðgar ákváðu síðan að kanna
málið nánar, ef bifreiðin væri enn á sama
stað. Svo reyndist vera og öll ummerki
voru sem áður. Læknaneminn ungi fór
því út í rigninguna, gekk að Benzinum og
bankaði í framrúðuna bílstjóramegin.
Maðurinn við stýrið hreyfði sig ekki. Eft-
ir svolítið hik opnaði þá læknaneminn
bflinn og leit inn. Það lá blóðtaumur úr
munnviki bflstjórans og ekki þurfti mikla
kunnáttu í læknisfræði til að átta sig á því
að maðurinn væri látinn. Til þess að
fullvissa sig um það greip læknaneminn
úlnlið mannsins og fann engan púlsslátt;
þvert á móti var auðfundið að líkið var
þegar farið að kólna. Læknanemínn gætti
sín þá á því að hreyfa ekki við neinu
frekar, lokaði bílhurðinni og flýtti sér yfir
í bifreið föður síns. Feðgarnir keyrðu
síðan sem leið lá á heimili föðurins og
hringdu þaðan á lögregluna. Þannig hófst
þetta dularfyllsta sakamál á íslandi á síð-
ari tímum.
Lögreglan var komin á staðinn þegar
klukkan var um það bil tuttugu mínútur
gengin í átta. Feðgarnir höfðu aftur ekið
að Benzinum og lýstu nú málavöxtum
nánar fyrir lögreglumönnunum þremur
sem fyrstir mættu á vettvang. í fyrstu var
haldið að leigubflstjórinn hefði fengið
hjartaáfall eða eitthvað ámóta, enda var
hann svo gildvaxinn að sú tilgáta virtist
ekki fráleit. Þegar einn lögregluþjónanna
ætlaði hins vegar að reisa við höfuð hins
látna kom annað í ljós. Aftan á höfðinu
var sár sem lögreglumennirnir sáu strax
að líktist skotsári og kringum það hringur
sem þeir ályktuðu að væri púður úr
byssuhlaupi. Þegar einn þeirra kom svo
auga á notaða patrónu á gólfinu við
hægra framsætið þurfti vart lengur vitn-
anna við. Maðurinn hafði verið myrtur.
Allt tiltækt lögreglulið var þegar í stað
kallað út og tæknideildin sömuleiðis.
Leitað var hátt og lágt í nágrenninu að
vísbendingum um ferðir morðingjans og
Benzinn var dreginn á bifreiðaverkstæði
lögreglunnar við Síðumúla þar eð rign-
ingin var svo mikil að ekki var talið ger-
legt að rannsaka hana á morðstaðnum.
En leitin á Laugalæk og þar um kring
skilaði engum árangri og rannsóknin á
bflnum sorglega litlum. Á hægra fram-
sætinu lá bók á grúfu; Tiger by the Tail
hét hún, ensk pappírskilja og opin á blað-
síðum 35 til 37. Lengra hafði bflstjórinn
ekki komist. í öskubökkum, bæði
frammi í og aftur í, voru sígarettu- og
vindlastubbar af ýmsum gerðum eins og
eðlilegt mátti heita meðan reykingar
voru enn leyfðar í leigubflum og ekki
tókst að tengja neinn þeirra við ódæðið.
Þá fannst svolítið ofið merki á gólfinu við
aftursætið sem á stóð „8112“ og reyndist
vera af hanskategund sem eingöngu var
seld í Herradeild PÓ. í ljós kom að bíl-
stjórinn hafði ekki átt neina slíka hanska
en ekki tókst heldur að bendla þetta litla
merki við morðið. Að sjálfsögðu var svo
leitað hátt og lágt að fingraförum í bíln-
um en þar eð hann var meira og minna
klæddur leðri, sem fingraför tolla illa við,
skilaði sú leit heldur ekki marktækum
árangri. Einu nothæfu fingraförin
reyndust vera eftir bflstjórann sjálfan.
Við krufningu á líki bílstjórans kom á
daginn, eins og augljóst mátti vera, að
hann hafði látist samstundis eftir byssu-
skot í hnakkann. Hann hafði verið
skotinn af manni í aftursætinu og ekkert
benti til þess að til neins konar átaka
hefði komið áður en skotið reið af.
Byssuskotið, sem fannst í höfði hans, og
patrónan tóma við hægra framsætið voru
því í rauninni það eina sem lögreglan
hafði við að styðjast í upphafi rann-
sóknarinnar, en það var líka allnokkuð
eins og síðar verður vikið að.
Hinn myrti reyndist heita Gunnar Sig-
urður Tryggvason, maður rúmlega fer-
tugur og hafði stundað leiguakstur hjá
Hreyfli um langt skeið. í vösum hans
fannst fátt eitt sem að gagni mætti koma
við rannsóknina. í rassvasa hafði hann
svart leðurveski og í því 1500 krónur í
peningum, tékkhefti og ökuskírteini; í
innra jakkavasa voru nafn- og sjúkrasam-
lagsskírteini og í ytri jakkavösunum
fundust lyklaveski, vindlakveikjari, vasa-
hnífur, kúlupenni, greiðubrot og 12
krónur í krónu- og túkallspeningum.
Þetta var allt og sumt. Þegar rætt var við
föður hins látna, en þeir höfðu búið sam-
an, kom hins vegar í ljós að eitt vantaði:
annað seðlaveski sem hann hafði að jafn-
aði borið á sér og geymdi í fjögur eða
fimm þúsund krónur í seðlum. Það mun
hafa verið siður hans, eins og fleiri leigu-
bflstjóra, að geyma peninga í horfna
veskinu en skipta fyrir viðskiptavini sína
úr hinu. Að sögn föðurins var týnda
veskið mjög svipað hinu sem fannst í
rassvasanum, svart með gylltum röndum,
og geymdi Gunnar Sigurður það alla
jafna í brjóstvasanum innan á jakka sín-
um. Við leit á heimili þeirra feðga fannst
hvorki tangur né tetur af þessu veski og
var því þá slegið föstu af það hefði morð-
inginn haft á burt með sér er hann hvarf
út í rigninguna.
Fjögur þúsund krónur í gömlum krón-
um í janúar 1968 mun jafngilda tæpum
fimm þúsund nýkrónum nú, samkvæmt
upplýsingum frá Seðlabanka íslands, og
áttu menn að vonum bágt með að trúa
því að hér á íslandi, þar sem vopnuð rán
þekkjast varla og ránmorð því síður, gæti
maður hafa verið myrtur með köldu
blóði fyrir ekki hærri upphæð. Lögreglan
leitaði því dyrum og dyngjum að senni-
legri ástæðu en hún reyndist torfundin.
Það var sama hver spurður var, enginn
gat ímyndað sér að nokkur maður gæti
hafa átt eitthvað sökótt við Gunnar Sig-
urð Tryggvason. Hann var maður mjög
hæglátur og lítið gefinn fyrir að fara út á
meðal fólks; hann keyrði aðallega á nótt-
56 HEIMSMYND