Heimsmynd - 01.06.1987, Síða 60

Heimsmynd - 01.06.1987, Síða 60
tala við hann um byssuna. „Verð ég settur inn?“ spurði Jón. „Það veit ég ekki,“ svaraði Lárus. Jón bað þá um að mega kveðja heim- ilisfólk sitt, konu og fjögur börn, og fór fram í eldhúsið til þess. Síðan settist hann upp í lögreglubfl Lárusar og óku þeir að skrifstofum rannsóknarlögreglunnar í Borgartúni 7. Á eftir fylgdu þrír lögreglu- þjónar úr almennu lögreglunni í Reykja- vík í öðrum bíl og hafði Lárus fengið þá til öryggis. Þegar þeir höfðu ekið þegj- andi nokkra stund kvað Lárus að Jón hefði spurt: „Er nokkur vörn til fyrir mig í þessu, Lárus minn?“ Er nokkur vörn til fyrir mig í þessu? „Það er,“ svaraði lög- regluþjónninn, „engin vörn nema sannleikur- inn.“ „Guð hjálpi mér!“ sagði hann þá og bœtti við: „Trúir þú þessu?“ „Það er,“ svaraði Lárus, „engin vörn nema sannleikurinn.“ „Guð hjálpi mér!“ sagði Jón þá, og bætti við: „Trúir þú þessu, Lárus minn?“ Lárus kvaðst ekki hafa viljað vera grófur eða harður við Jón svo hann svar- aði einungis að þetta mál væri hræðilegt. „Guð hjálpi mér!“ endurtók Jón þá, féll nokkuð saman í sætinu og hjóðnaði. Þeim bar báðum saman um það eftir á að Lárus hefði ekkert minnst á morðið á leigubflstjóranum í janúar 1968 né að byssan væri að öllum líkindum morð- vopnið. Þegar kom að skrifstofum rann- sóknarlögreglunnar beið Jón hreyfing- arlaus uns Lárus steig út og opnaði fyrir hann bflhurðina. Hann gekk síðan mót- spyrnulaust til fyrstu yfirheyrslu sem stóð í tæpan klukkutíma. Aðspurður stað- hæfði hann að hann hefði ekki orðið Gunnari Sigurði að bana sjálfur og ekki átt nokkurn þátt þar að. Eigi að síður var hann eftir yfirheyrsluna fluttur í Hegn- ingarhúsið við Skólavörðustíg og daginn eftir var hann úrskurðaður í gæsluvarð- hald. Hann sat síðan ífangelsi í því sem næst rétt tvö ár eða þar til Hæstiréttur íslands lýsti hann loks saklausan af ákæru um morð hinn 11. mars 1971. Það þurfti raunar ekki að koma á óvart þótt Jóni dytti strax í hug að byssumálið væri tengt morðinu á leigubílstjóranum. Ástæðan var sú að hann hafði skömmu eftir morðið verið yfirheyrður að minnsta kosti tvisvar um byssu Jóhannesar og hvort hann vissi eitthvað um hana. Hann hafði nefnilega verið starfsmaður hótel- stjórans um langt árabil, og bflstjóri hans um hríð, allt þar til Jóhannes seldi hótel- ið árið 1960. Hann hafði því oft komið á heimili Jóhannesar, séð þar byssuna sem hvarf og var af þeim sökum í hópi hinna fjölmörgu sem rannsóknarlögreglan ræddi við eftir að allar líkur tóku að hneigjast að því að Gunnar Sigurður hefði verið myrtur með byssu Jóhannes- ar. Þá kvaðst hann hins vegar ekkert um byssuna vita. Við fyrstu yfirheyrslurnar bar Jón meðal annars það að hann hefði fundið byssuna undir hægra framsætinu í bfl sín- um laust eftir hádegi á mánudegi eða þriðjudegi upp úr miðjum janúar þetta sama ár. Hann hefði verið að ryksuga bflinn við heimili sitt og stúturinn á ryk- sugunni þá rekist í eitthvað undir sætinu; þar var byssan komin. Þá mun líklega hafa verið vika liðin síðan hann þreif bflinn síðast og taldi hann mjög líklegt að hann hefði fundið hana þá, ef hún hefði þá verið komin undir sætið. Hann athug- aði strax hvort byssan væri hlaðin og brá ónotalega við þegar hann sá að í maga- síninu voru sjö skot. Nánar aðspurður sagði Jón að honum hefði flogið í hug að einhver hefði ætlað að nota byssuna á hann en gat ekki ímyndað sér að hann ætti nokkurn óvildarmann sem vildi sér svo illt. Einnig hvarflaði að honum að þetta væri byssa Jóhannesar á Borg og hann velti því fyrir sér hvort þetta gæti verið byssan sem Gunnar Sigurður var myrtur með. Hann reyndi síðan að rifja upp hverja hann hefði verið að keyra undanfarna daga en þeir voru fjölmargir og honum datt enginn í hug sem var öðrum líklegri til þess að hafa komið byssunni fyrir í bílnum. Síðan vafði hann byssunni inn í pappír, stakk henni í hanskahólfið og læsti því. Ekki afhlóð hann byssuna: „Ég hugsaði ekkert út í það,“ var eina skýring hans á því. Þegar Jón var spurður hvers vegna hann hefði ekki tilkynnt lögreglunni um byssufundinn sagði hann að það hefði hreinlega verið af einhverri vitleysu og ætlun hans hefði verið að reyna að kom- ast sjálfur að því hver hefði sett byssuna í bflinn; hann kvaðst jafnvel hafa búist við því að einhver kæmi til sín og spyrði um hana. Hefði svo farið hefði hann þó alls ekki afhent viðkomandi byssuna. Skömmu eftir þetta hvarflaði síðan að honum að það gæti litið illa út ef hann afhenti ekki lögreglunni byssuna og þá reyndi hann nokkrum sinnum að ná í Lárus Salómonsson í síma en tókst ekki. Hann gat ekki gefið miklar skýringar á því hvers vegna hann hefði þá ekki hringt til lögreglunnar í Reykjavík. „Af ein- hverjum ástæðum gerði ég það ekki,“ sagði hann einungis. „Þetta var einhver trassaskapur.“ Síðan liðu dagar og vikur og enginn kom til að spyrja um byssuna. Með tímanum hefði hann hætt að hugsa um hana og á endanum hreinlega gleymt henni þar sem hún lá í hanskahólfinu. Hann kvaðst hins vegar jafnan hafa gætt þess að engínn væri nærri þegar hann opnaði hólfið og því hefði áreiðanlega enginn getað komið auga á byssuna þar. Ýmislegt varð til þess að varpa efa- semdum á þennan framburð. í fyrsta lagi báru nokkur vitni að á tímabilinu frá janúar og fram í mars þetta ár hefði Jón oftar en einu sinni opnað hanskahólfið í þeirra viðurvist og síður en svo farið laumulega að því. Fáein vitni kváðust hafa séð inn í hólfið og þar hefði engin byssa verið sjáanleg. Þá kom í ljós að Jón hafði tvisvar á þessu tímabili hitt Lárus Salómonsson af tilviljun og í hvorugt skiptið sagt honum frá byssufundinum, þrátt fyrir að hann segðist hafa í þrjá daga reynt að ná í hann í síma til að afhenda honum hana. í fyrra skiptið hitt- ust þeir fyrir 10. febrúar og voru þá báðir í bflum sínum á Nesveginum. Þeir voru sem fyrr segir kunnugir og steig Jón upp í Landrover lögregluþjónsins meðan þeir spjölluðu saman. Talið barst meðal ann- ars að Smith & Wesson- byssu Jóhannes- ar á Borg sem lögreglan hafði þá leitað að í heilt ár. Lárus sagði við rannsókn málsins að þeir hefðu oft rætt þetta mál sín á milli enda báðir kunningjar hótel- stjórans. Kvaðst Lárus hafa sagt eitthvað á þessa leið: „Ekki kemur byssan hans Jóa ennþá í leitirnar.“ Þá svaraði Jón: „Hún kemur bráðum í leitirnar." Lárus kvað þessi orð hafa orð- ið sér minnisstæð því Jón hefði aldrei áður tekið undir orð sín með þessum hætti. Ef marka má frásögn Jón var byss- an þá í hanskahólfi Chevy-bifreiðarinn- ar, eða sem sé í fárra metra fjarlægð, og sagðist hann hafa stöðvað Lárus á Nes- veginum einmitt til þess að segja honum frá byssunni en síðan brostið til þess kjark. Nokkru síðar var Lárus svo kallað- ur á heimili Jóns vegna annars máls og ekki minntist Jón þá heldur á byssufund- inn. Við rannsóknina kom það ennfrem- ur fram að Jón hefði hitt Njörð Snæhólm rannsóknarlögreglumann hinn 7. febrúar og þeir rætt saman í um það bil tíu mínút- ur um mál alveg óskylt byssuhvarfinu. Jón var spurður hví hann hefði ekki not- að tækifærið og skýrt Nirði frá fundi byss- unnar og svaraði hann þá: „Nú veit ég ekki, af hverju ég gerði það ekki. Það var einhver klaufaskapur.“ 60 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.