Heimsmynd - 01.06.1987, Síða 70
við að dópistar segi aldrei til slíkra eitur-
lyfjasala. „Þeir halda kjafti til að eiga
ekki á hættu að fá ekki dóp þegar þeir
þurfa.“
Áður en Birgir fór í meðferð fór hann
á hálfsmánaðar túr á amfetamíni eða
spítti. Eftirköstin voru ofsóknarbrjálæði
og þunglyndi. Hlín lýsir ofsalegri vanlíð-
an í kjölfar sýruneyslu (LSD). „Ég var
búin að vaka í sjö sólarhringa. Ég var að
koma út úr vímunni og sat í eldhúsinu
heima hjá pabba ásamt vinkonu minni
sem var í sama ástandi. Við reyktum og
drukkum kaffi en gátum ekki talað sam-
an. Maður var fullur af ranghugmyndum
og heimurinn virtist svo lítill. Húðin á
manni opnast og verður óhrein og augun
virðast anda. Maður ruglar bara... Svo
minnist ég þess að hafa verið komin nið-
ur á Lækjargötu. Ljósin voru svo falleg
og skær og fólkið á götunni líka.“
Árni var á amfetamíntúr samfleytt í
þrjá mánuði. Hann talar um svitaköst og
skjálfta á niður-túrnum, eins og hann
orðar það. Áður en hann fór í meðferð
reyndi hann að fara á sjóinn til að losna.
Hlín reyndi að fyrirfara sér en brast
kjarkur á síðustu stundu. „Hefði ég haft
byssu, hefði ég ekki hikað,“ segir hún.
„Sumir foreldrar halda manni óbeint
við ástandið," segja þau. „Mamma
hringdi í vinnuna fyrir mig ef ég var í
dópi og gat ekki mætt. Þannig stuðlaði
hún óbeint að því að ég þyrfti ekki að
taka afleiðingunum,“ segir eitt þeirra.
„Margir dópistar reyna líka að spyrna
við fótum sjálfir án þess að fara í með-
ferð,“ segja þau.
„Það er til undirheimur eiturlyfja á
íslandi,“ segja þau. „Og hann er ekki
aðeins bundinn við Reykjavík. Margir
dópistar eru fjölskyldufólk og blanda
geði við ýmsa. Aðrir eru einangraðri og
umgangast nær eingöngu aðra dópista.“
Þannig var heimur þeirra. Þegar þau
ganga götur bæjarins rekast þau sjaldan á
gömlu félagana. „Þeir eru ekki í dagsbirt-
unni,“ segir Birgir. Og það er eng-
inn vandi að ná í eiturlyf," segja þau.
„Það er nóg að rétta út hendina! Og það
er auðveldara að ná í sterk lyf en hass.
Það er hins vegar ekki mikið um gott kók
(kókaín) og heldur ekki þetta crack.“
Sumt amfetamín er blandað heróíni, en
ekkert þeirra segist hafa prófað heróín.
Þau segja að dópi sé smyglað eftir mörg-
um leiðum. Sýran (LSD) er lyktar- og
litlaus og í pappírsformi. Ræma á stærð
við nögl á litla fingri kostar um 800 krón-
ur og dugir fyrir löngum túr. Sýran er
veikari en hún var á hippatímunum,
segja þau. Því segjast þau ekki óttast
flash-back.
Bæði Árni og Birgir óttast gamla hug-
arfarið sem fylgir eiturlyfjaneyslu. „Mað-
ur er svo fljótur að festast inni í þessu
kerfi ranghugmynda. Og maður verður
svo ömurlega fastur í þessu neti,“ segja
þeir.
Birgir sem nú er að ljúka námi í öld-
ungadeildinni vill mennta sig meira.
Hann segist samt óttast sjálfsblekking-
una sem fylgi gömlu fíkninni. „Ég má
aldrei telja mér trú um að ég geti neytt
áfengis eða lyfja,“ segir hann.
„Þetta er spurning um líf eða dauða,“
segir Hlín.
Þau vita að freistingarnar eru skammt
undan. Sum atvik úr fortíðinni eru
skemmtileg í endurminningunni og verða
oft ömurlegum þjáningum yfirsterkari í
huga þeirra. En þau urðu að prófa, segja
þau. „Ef við segjum við annað ungt fólk
að það eigi ekki að prófa dóp hljómar
það slagorðakennt. Eina leiðin er fyrir-
byggjandi starf samtaka eins og foreldra-
samtakanna Vímulausrar æsku.“
Birgir man þá tíð þegar honum fannst
enginn ljós punktur við tilveru án vímu-
efna. „En það kom sá tími að annaðhvort
varð ég að fara í meðferð eða kála mér!“
Ástu hefur gengið illa að fá vinnu.
Hún segir feimnislega að hana langi í
skóla. Hún er aðeins sautján ára gömul.
En hún veit ekki hvort hún hefur kjark til
að setjast aftur á skólabekk. „Allt er
betra en dópið,“ segir Hlín hughreyst-
andi. Þær búa saman í svokölluðum
áfangastað ásamt fleiri stúlkum.
Andlit þeirra bera þess merki að þau
hafa þekkt tímana tvenna. En um leið
eru þau andlit þeirra sem eru að stíga sín
fyrstu skref inn í nýja framtíð. Sambland
eftirvæntingar og dulins ótta, bjartsýni
og sakleysis sem dópvíman yfirgnæfði of
lengi. „Ég er ennþá að átta mig á veru-
leikanum," segir Árni sem ekur um á
stóru mótorhjóli.
En það er þessi veruleiki sem þau hafa
nú valið. Veruleiki hversdagslífs, nýs lífs
sem gerir miklar kröfur til þeirra. Veru-
leiki sem þau áður flúðu en komast nú
ekki hjá því að kynnast. Vímulaus veröld
og heilt líf framundan.
Sú mynd sem við höfum flestgert
okkur afAlbert Einstein — utan-
gátta vísindamanni sem hugs-
aði afstætt og abstrakt og hafði
varla jarðsamband — þessi
mynd fer fyrir lítið í vœntanlegri bók
sem birtir bréf hans og ungrar stúlku
sem síðar varð fyrri kona hans. Þar
kemur fram að þrátt fyrir ofsafengna
andstöðu móður Einsteins héldu þau
hjónaleysin sjó í ást sinni og sigruðust
að lokum á allri mótspyrnu. En það
virðist hafa kostað sitt: svolítið stúlku-
barn sem þau eignuðust fyrir hjóna-
bandið gufaði upp eins og dögg á vor-
morgni og hefur ekkert til þess spurst
síðan.
Ástarbréf Einsteins fundust fyrir
tveimur árum í öryggishólfi í Berkeley í
Kaliforníu og eru um fimmtíu talsins.
Þau verða gefin út í fyrsta hluta heildar-
útgáfu á verkum vísindamannsins og er
ætlað að útgáfan fylli að lokum þrjátíu
þykk bindi.
Einstein og stúlkan sem hann elskaði
svo mjög hittust fyrst í Zúrich árið 1896
er bæði stunduðu þar nám við Tækni-
stofnun borgarinnar. Hún hét Mileva
Maric, var Serbi og þótt flestir hafi lýst
henni sem býsna daufgerðri persónu
heillaðist Einstein af henni. En mörg ljón
voru í veginum áður en þau náðu í hjóna-
bandshöfnina. f fyrsta lagi þurfti Mileva
að sinna sínu fólki og var því langdvölum
frá Zúrich; í öðru lagi átti Einstein erfitt
með að finna vinnu við sitt hæfi og hikaði
því við að stofna fjölskyldu, og í þriðja
lagi var móðir hans, Pauline, í meira lagi
andsnúin ráðahagnum. í júlí árið 1900
lýsti Einstein viðbrögðum móður sinnar
við fréttum af sambandi þeirra fyrir
Milevu:
„Mamma kastaði sér á rúmið, gróf
höfuð sitt í koddanum og grét eins og
barn. Þegar hún hafði náð sér að mestu
sneri hún vörn þegar í stað í örvæntingar-
fulla sókn.“ Hún fullyrti við son sinn:
„Þú ert að eyðileggja framtíð þína og
leggja stein í götu þína allt lífið.“ Frú
Pauline Einstein var þeirrar skoðunar að
Mileva Maric gæti aldrei hlotið inngöngu
í samfélag almennilegs fólks og minnti
son sinn á að hún væri fjórum árum eldri
en hann.
„Þegar þú verður þrítugur verður hún
orðin gömul norn!“
70 HEIMSMYND