Heimsmynd - 01.06.1987, Qupperneq 73
eftir Sverri Hólmarsson
i
W.H. Auden á Íslandi
ánsama eyland
Wystan Hugh Auden
(1970-73) var frægasta
skáld sinnar kynslóðar
á Bretlandi. Hann ferð-
aðist um ísland
sumarið 1936 enda
hafði hann frá blautu
barnsbeini verið heill-
aður af landinu og
taldi ættarnafn sitt
meira að segja af
íslenskum uppruna.
slendingar eru flestum þjóðum hör-
undsárari fyrir þeim orðum sem er-
lendir gestir láta falla um land og
þjóð. Þeir hrífast sem börn af
hverju hrósyrði en verða sárir og reiðir ef
að einhverju er fundið. Petta er auðvitað
hluti af hinum alkunna smáþjóðarkom-
^ plex okkar sem birtist í einkennilega
mótsagnakenndri blöndu af rembingi og
minnimáttarkennd. Á síðustu öld ortu
þjóðskáldin ýmist um ísland sem nafn-
kunna landið ellegar þá að það var fyrir
löngu lítils virt/langt frá öðrum þjóðum.
Á okkar dögum birtist komplexinn
meðal annars í örum geðsveiflum
landans í kringum Evrópusöngva-
keppnina og alþjóðleg handboltamót,
k svo dæmi séu tekin.
Ýmsir ágætir og jafnvel nafnkunnir út-
lendingar hafa ritað ferðabækur frá ís-
landi og hefur margt þeirra verið þýtt á
íslensku. En bók þess ferðalangs, sem að
öðrum ólöstuðum er líklega heimsþekkt-
astur þeirra sem slíkar bækur hafa samið,
hefur aldrei verið þýdd á íslensku. Þetta
eru Bréf frá íslandi (Letters from Ice-
* land) eftir Wystan Hugh Auden. Til þess
liggja eflaust ýmsar ástæður, bókin er
ólík öðrum ferðabókum og full af illþýð-
anlegum skáldskap. En hún birtir okkur
líka mynd af íslandi sem þjóðin var ekk-
ert ánægð með á sínum tíma, vegna þess
að Auden sá ekki land og þjóð gegnum
rósrauð gleraugu rómantíkurinnar, eins
og til dæmis landi hans og skáldbróðir
William Morris gerði á síðustu öld.
n Auden var nú samt einlægur
íslandsaðdáandi. Ætt hans tel-
ur sig upprunalega komna frá
íslandi og ættarnafnið mun
vera afbökun á norræna nafninu Hálf-
dan. í bernsku gleypti Auden í sig íslend-
ingasögur sem hann mat alla tíð afskap-
k lega mikils. Sjálfur segir hann að í
bernskudraumum sínum hafi ísland verið
heilög jörð og þegar hann kom hingað
fyrst árið 1936, tuttugu og níu ára að
aldri, hafi veruleikinn sannreynt
draumana. Árið 1936 var Auden þegar
orðinn nafntogaðasta skáld sinnar kyn-
slóðar á Englandi og hann greip fegins
hendi það tækifæri sem forlagið Faber og
Faber bauð honum upp á, að fara til
íslands og dveljast þar sumarlangt í þeim
tilgangi að skrifa bók um landið. For-
lagið borgaði ferðina fyrir hann og
skáldbróður hans og vin, Louis Mac-
Neice, sem skrifaði bókina með honum.
Auden var róttækur í stjórnmálum á
þessum árum eins og flestir af hans
skáldakynslóð, þó að hann gengi reyndar
aldrei í Kommúnistaflokkinn. Það var
válegt um að litast í Evrópu árið 1936,
nasistar héldu Þýskalandi í heljargreip-
um og fasisminn varð sífellt skelfilegri
ógnun við gamlar menningarhefðir. Það
hefur því eflaust sumpart verið með það í
huga að komast um stund burt frá þess-
um váboðum að Auden tók sér ferð á
hendur til fjarlægrar eyjar í norður-
höfum, eyjar sem þá var ótrúlega miklu
HEIMSMYND 73