Heimsmynd - 01.06.1987, Qupperneq 82
„Foreldrar mínir höfðu kynnst Einari Jónssyni myndhöggvara ÍÞýskalandi og milli þeirra var alltaf mikill
samgangur. Þau tóku mig jafnframt alltaf íheimsóknir til listamanna, svo sem Einars Jónssonar og Guð-
mundar Einarssonar frá Miðdal."
Myndin er úr kvöldveislu í Listvinahúsinu árið 1935. Umhverfis borðið frá vinstri eru Valgerður, móðir
Guðmundar frá Miðdal (föður Erró), Martha Clara og Björn Th. sonur hennar, Björn Björnsson teiknari,
Lydiafósturdóttir Guðmundarfrá Miðdal, Einar Jónsson myndhöggvari, Theresia Einarssonog Baldvin
Björnsson gullsmiður. Myndina tók gestgjafinn, Guðmundur frá Miðdal.
hann listina hafa tilgang? Og hvar og
undir hvernig kringumstæðum þrífst hún
best?
Björn Th. Björnsson fékk ungur áhuga
á myndlist. Hann er af listrænu fólki
kominn og þýskur í aðra ættina. Hann er
kvæntur Ásgerði Búadóttur sem löngu er
orðinn þekkt fyrir vefnað sinn og eiga
þau þrjú börn. Á heimili þeirra í Karfa-
vogi í Reykjavík prýða verk Ásgerðar
hluta hússins, þar sem er vinnustofa
hennar, en málverk og myndir íslenskra
og erlendra listamanna aðra veggi húss-
ins. Á efri hæðinni er vinnustofa listfræð-
ingsins í yfirlætislausu herbergi. Þar er að
finna hafsjó af fróðleik um myndlist í
gegnum aldirnar í troðfullum bókahill-
um. Á vegg hanga tvö portrett af honum
sjálfum. Annað er eftir Einar Hákonar-
son og sýnir Björn eins og hann lítur út
nú. Hitt verkið er af honum ungum, ljós-
hærðum með kringlótt gleraugu. Það er
málað í London af Waistel Cooper vorið
1944 þegar Björn var þar við nám.
Þegar ég sit andspænis Birni við skrif-
borðið hans rifjast upp fyrir mér þáttur
með honum í sjónvarpi fyrir mörgum
árum þar sem hann útlistaði verk Edou-
ard Manet af ungri konu bak við bar-
borð. Fræg mynd sem fékk á sig fleiri
víddir. Hvílíkur munur það hlýtur að
vera að þræða listaverkasali í fylgd slíks
manns. En að baki liggur áratuga fræði-
mennska í heimi listarinnar, heimi svo
fjarri allt of mörgum.
„Faðir minn, Baldvin Björnsson, var
gullsmiður sem málaði í frístundum,"
segir hann aðspurður um uppruna sinn
og menningarlegt uppeldi. „Afi minn,
Björn Árnason, var einnig gullsmiður og
föðurbróðir minn, Björn, var bæði gull-
smiður og teiknari, sem kenndi í lista-
skóla í Reykjavík sem hann setti sjálfur á
fót, ásamt Marteini Guðmundssyni
myndhöggvara. Nína Tryggvadóttir,
Karl Kvaran og fleiri fengu sína fyrstu
menntun hjá honum. Móðir mín var
þýsk, fædd í Leipzig en ólst upp í Berlín
þar sem foreldrar mínir kynntust. Hann
var verkstjóri í stóru gullsmíðafyrirtæki
þar sem hún starfaði á skrifstofunni.
Hann fór utan 1898 og var eins og margir
ungir listamenn í þá daga með sítt, krull-
að hár niður á herðar. Hann ku hafa haft
þann sið að leggja sig fram á borðið í
verkstæðinu þegar hann hafði lokið við
Móðir Björns var þýsk, ættuð frá Leipzig, en for-
eldrar hans kynntust í Berlín og fluttust til islands
árið 1915. „Ég held að hún hafi aldrei séð eftir að
hafa komið hingað og þótt stríðsárin hafi verið
erfið og efnahagurinn bágborinn hélt hún áfram
að vera heimsborgari og áhugasöm um menn-
ingarlíf."
að snæða hádegisnestið sitt. Móður
minni og fleiri stúlkum á skrifstofunni
fannst þetta fyndið. Eitt sinn ákváðu þær
að stríða honum með því að binda bláan
borða í ljóst hár hans meðan hann svæfi.
Þegar til kastanna kom var móðir mín sú
eina sem hafði kjark til að binda
slaufuna. Þegar hann komst að því að
Martha Clara væri sökudólgurinn ákvað
hann að hefna sín með því að bjóða
henni í óperuna og hlusta á Pétur Jóns-
son, helsta óperusöngvarann í Berlín þá,
enda kölluðu Þjóðverjar hann Unser Pet-
er\ Á eftir var þeim boðið til borðs með
Pétri í Óperukjallaranum. Það fannst
móður minni mikil upplifun og því fór
sem fór. Eldri bræður mínir, Haukur og
Harald, eru báðir fæddir í Þýskalandi og
síðan þá hefur Björnsson verið ættar-
nafn. Fjölskyldan fluttist til íslands árið
1915 þar sem þeim fannst ekki lengur
vært í Þýskalandi vegna stríðsins. En að-
koman til Reykjavíkur var ekki falleg.
Skipið lagðist í höfn daginn eftir að brun-
inn mikli varð í Reykjavík. Þau gengu í
land yfir rjúkandi rústir en ég held að
móður minni hafi strax þótt vænt um
þetta land. Ég held að hún hafi aldrei séð
eftir því að koma hingað og þótt stríðsár-
in hafi verið erfið og efnahagurinn bág-
borinn hélt hún áfram að vera heims-
borgari og áhugasöm um menningarlíf.
Fyrsta heimilið þeirra var í Sauðagerði
við Kaplaskjólsveginn, en síðan fluttu
þau á Ránargötu 29 þar sem ég fæddist
árið 1922. Um tíma fluttum við til
Vestmannaeyja. Þar var auðugt pláss
sem vantaði gullsmið. Síðan fluttum við
aftur til Reykjavíkur þar sem ég gekk í
gagnfræðaskóla í húsi franska spítalans.
Þar átti að vera svo reimt að æskilegast
þótti að ganga um með franska orða-
bók.“
Björn Th. segist snemma hafa fengið
áhuga á myndlist. Þegar hann var við
nám í Menntaskólanum í Reykjavík sótti
hann allar myndlistarsýningar. Hann var
þá þegar staðráðinn í að læra listasögu,
„þótt næstum enginn hér vissi að þessi
fræðigrein væri til. Að vísu höfðu tveir
fslendingar numið listasögu en þeir voru
báðir fæddir og uppaldir erlendis. Annar
var Sturla Guðlaugsson sem starfaði í
ríkissafninu í Amsterdam og hinn var
Hjörvarður Árnason, síðar forstjóri
Guggenheim-safnsins í New York. Ég
vissi varla um tilvist þessara manna fyrr
en löngu síðar.“
Hann segir að hugur sinn hafi meðal
annars hneigst í þessa átt strax á unga
aldri vegna beinna kynna við merka lista-
menn. „Foreldrar mínir höfðu kynnst
Einari Jónssyni myndhöggvara í Þýska-
landi og milli þeirra var alltaf mikill sam-
gangur. Þau tóku mig jafnframt alltaf
með í heimsóknir til listamanna, svo sem
Einars Jónssonar og Guðmundar Einars-
sonar frá Miðdal.“
82 HEIMSMYND